Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 16
Þ að er ekki óþekktur frasi að vísa í lögregluna þegar börnin haga sér illa, í þeirri von að þau átti sig á því að ef þau verði ekki stillt og prúð komi sjálf lögreglan og segi þeim til syndanna, nú eða jafnvel taki þau með sér niður á lögreglustöð. Guðmundur Ingi Rúnarsson varðstjóri teiknaði skemmtilega skopmynd fyrir nokkru þar sem sést snotur skopmynd af lögreglu- manni auk skilaboða til foreldra. „Hugmyndin að þessu kom frá Þóri, kollega mínum, og fannst honum sniðugt að reyna að ná til fólks með óhefðbundnum hætti. Teikning eða skop- mynd blasti þá við,“ segir Guðmundur sem hefur einnig teiknað fyrir styrktar- og sjúkra- sjóð Landssambands lögreglumanna. Hann segist stundum verða var við það þegar hann rekst á foreldra með börnin sín að þau noti lögregluna sem ákveðið agatæki. „Jú, maður lendir reglulega í því að fólk segi við börnin sín í návist okkar að nú verði þau að haga sér vel því annars þurfi þau að fara með löggunni. Það er voðalega þægilegt að nota það, því þetta virkar, en börnin ættu ekki að vera hrædd við að hringja á lögregluna ef eitthvað kemur fyrir.“ Vildu ná til fólks Facebooksíða lögreglunnar nýtur mikilla vin- sælda og hefur einnig vakið athygli erlendis. Átta manns standa að baki síðunni og eru þau dugleg að halda henni lifandi og skemmtilegri en einnig setja inn ýmsar tilkynningar og annað. „Við vildum ná til fólks og sýna að löggan er sniðug, ekki aðeins alvarleg.“ Á myndinni er skemmtileg skopmynd af lögreglumanni sem ber ákveðin skilaboð til foreldra sem og annarra. Guðmundur segist hafa verið að teikna fígúruna frá blautu barnsbeini í ýmsum myndum og nú sé hann kominn í lögreglubúning. Aðspurður segist hann þó ekki hafa gefið fígúrunni sinni nafn ennþá. „Þegar þú minnist á það þá ætti hann auðvitað að heita eitthvað, í ljósi þess að hann er búinn að vera til svo lengi. Kannski fær hann nafn eftir þetta samtal, það gæti gerst,“ segir Guðmundur kátur. Lögreglan er engin Grýla „Við höfum haft þetta á tilfinningunni að fólk geri þetta reglulega; noti lögregluna sem ákveðna Grýlu. En við erum með Grýlu nú þegar, hún er ágæt og býr í Esjunni og er ekki með facebooksíðu eins og við. Það er ágætt að nota bara Grýlu í eitthvað svona en ekki lögregluna,“ segir Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og jafnframt einn að- standandi facebooksíðu lögreglunnar. „Ég held að fólk átti sig bara ekki á því að ef börnin eru hrædd með því að hóta að siga löggunni á þau, þá er spurningin sú hvort barnið hringi á lögregluna þegar hætta steðj- ar að, það er ekkert flóknara en það.“ FÓLK HEFUR TILHNEIGINGU TIL AÐ NOTA LÖGREGLUNA SEM AGATÓL „Löggan kemur og tekur þig!“ Þessir hressu lögreglumenn, Guðmundur Ingi Rúnarsson og Þórir Ingvarsson, vildu miðla boðskap til fólks á óhefðbundinn hátt og tókst vel upp. Morgunblaðið/Eggert LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGAR- SVÆÐINU HVETUR FÓLK TIL ÞESS AÐ HRÆÐA EKKI BÖRNIN SÍN MEÐ ÞVÍ AÐ SEGJA AÐ LÖGGAN KOMI OG TAKI ÞAU EF ÞAU VERÐI EKKI STILLT, ÞVÍ EF EITTHVAÐ KÆMI FYRIR ÆTTU ÞAU EKKI AÐ VERA HRÆDD VIÐ AÐ LEITA TIL LÖGREGLUNNAR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, sunnudag kl. 9-17.Nánar: Árlegur skemmtidagur fornbílafólks þar sem félagar fornbíla- klúbbsins mæta með bíla sína milli kl. 9 og 10 í garðinn. Pylsur verða grill- aðar eftir hádegi og munu bílarnir verða til sýnis til kl. 17. Fornbílar viðraðir um helgina Hinn ástsæli Brúðubíll setur í botn á fyrsta gíri um helgina. Það er nokkuð ljóst að þegar sést til Brúðubílsins er sumarið komið. Á laugardeginum verður hann staddur við Fróðengi í Grafarvoginum kl. 10, og í Tónabæ í Safamýrinni kl. 14. Á sunnudeginum mætir hann galvaskur á Klambratún við Flókagötu kl. 10 og færir sig að sundlaug Vesturbæjar kl. 14. Helga Steffensen hefur stjórnað leikhúsi Brúðubílsins í hvorki meira né minna en 34 ár og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007 fyrir framlag sitt til leiklistar og menningar í þágu barna. Margir sem áttu góðar stundir með Brúðubílnum eru farnir að mæta með sín börn til að berja fjörugu brúðurnar augum. Lilli api, sem við þekkjum flest, verður á svæðinu, hressari en nokkurntíma fyrr, auk allra hinna. Veðurspáin virðist vera prýðileg svo það er um að gera að ná í skottið á Lilla apa og félögum. OJA OJA AHAHA! Brúðubíllinn með Helgu Steffensen í fararbroddi er ómissandi fyrir alla krakka. Morgunblaðið/Ernir Brúðubíllinn á fullri ferð Lilli api hefur verið með frá upphafi. KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.