Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 42
„Þetta gerist hægt og sígandi, skulum við segja. Það er ekki eins og fólk bíði í röðum í búðinni eftir næstu sendingu af Water<Less buxum því allir vilji vera svo rosalega umhverfisvænir. En því er heldur ekki að neita að fleiri og fleiri eru farnir að pæla í þessu,“ segir Lilja Bjarnadóttir, hjá Levi’s á Íslandi. Morgunblaðið/Eggert U mrætt umhverfisverkefni nefnist Water<Less og gengur í stuttu máli út á að minnka með afger- andi hætti vatnsmagnið sem venju- lega er notað til framleiðslu á galla- buxum. Gallabuxurnar sem framleiddar eru innan verkefnisins bera samsvarandi merki til auð- kenningar og hlutur línunnar innan heildarframleiðslu Levi Strauss & Co. verður sífellt fyrirferðarmeiri, eins og Lilja Bjarnadóttir segir frá en hún er rekstraraðili Levi’s á Ís- landi. Water<Less gallabuxur má fá í verslunum Levi’s hér á landi. Árangurinn er ótrúlegur „Buxurnar komu hingað til lands til- tölulega fljótt í kjölfar þess að verk- efninu var hleypt af stokkunum,“ segir Lilja. „Reyndar er það svo að höfuðstöðvar Levi’s hafa oftast haft meiri trú á Evrópumarkaðunum til að taka við svona nýjungum heldur en Bandaríkjamarkaði, telja Evr- ópubúum sjálfsagt meira umhugað um umhverfismál,“ bætir hún við og kímir. En hvort heldur það skrifast aðallega á Bandaríkjamenn eða Evrópubúa er það staðreynd að ár- angurinn sem þegar hefur náðst með þessu framtaki er lyginni lík- astur, um það vitna tölur sem liggja fyrir. Til að byrja með er vatns- magnið sem notað er í Water<Less buxurnar 96% minna en í venjuleg- ar buxur, og þegar hafa verið fram- leidd um 13 milljón pör af Water- <Less gallabuxum. Það er í sjálfu sér eftirtektarverð tölfræði en hitt er enn merkilegra að síðan 2011 hefur fyrirtækið þannið sparað hvorki meira 172 milljón lítra af vatni. Levi’s hefur í framhaldinu gengið til samstarfs við Water.Org en sú starfseining hefur með hönd- um dreifingu hreins vatns til svæða þar sem drykkjarvatn er af skorn- um skammti. Sama verð til neytenda „Vatnslausu“ buxurnar fást hér á landi í flestum vinsælustu sniðunum, að sögn Lilju. Þar á meðal eru hin- ar sígildu 501, ásamt 504, 508, 511 sem hafa verið meðal helstu tísku- sniðanna síðustu misseri. „Flestar „Red Tab“ buxurnar hafa verið fá- anlegar í Water<Less línunni og það er því ekki verið að takmarka framtakið við tiltekið snið,“ bætir Lilja við. Á vef Levi’s má einnig lesa að þar á bæ er litið á vatns- leysið sem lengri tíma verkefni og verður það í fyllingu tímans heim- fært á nánast alla framleiðslu fyr- irtækisins. Aðspurð um það hvort umhverfissinna viðskiptavinir þurfi að borga meira fyrir gallabuxur merktar Water<Less segir Lilja svo ekki vera. „Þeir hjá Levi’s hafa frá upphafi lagt áherslu á að það verði ekki verðmunur á þessum buxum til neytenda enda sé það andstætt hugsuninni á bakvið fram- takið að það kosti neytandann auka- lega að leggja sitt af mörkum með því að kaupa vatnslausar buxur. Um leið hefur umfangsmikil úttekt átt sér stað hjá Levi’s í þá átt að geng- ið sé úr skugga um að þeirra birgj- ar sem sjá fyrirtækinu fyrir bómull til gallabuxnaframleiðslunnar sinni sínu af sóma, búi rétt að starfsfólki sínu og stundi sína starfsemi án þess að níðast um of á umhverfinu. Sama er að segja um bómullina; þó hún sé fengin hjá vottuðum fram- leiðendum þá hefur engum kostnaði þar verið velt áfram út í verðið til kaupendanna.“ Lilja segir gallabux- ur úr umræddri hágæðabómull frá vottuðum framleiðendum ekki vera sérmerktar heldur sé þeim dreift inn í framleiðsluna svo lítið beri á. „Það er einfaldlega af því að fram- boðið af slíkri bómull er ekki orðið nægilegt ennþá til að láta vita af því sérstaklega og þangað til öll fram- leiðslan verður afgreidd með þess- um hætti þá er vottaða bómullin í buxnaformi á slám og hillum með annarri bómull svo lítið beri á. Water<Less-buxurnar eru aftur á móti merktar sérstaklega með lógói verkefnisins sem sýnir útlínur vatnsdropa og í honum flatan lófa – sem merkir stopp.“ Forstjórinn með gott fordæmi Chip Bergh heitir forstjóri Levi’s og hann hefur farið fyrir sínu fólki með góðu fordæmi hvað minni vatns- notkun varðar. Hann hefur um leið biðlað til almennings að leggja sitt af mörkum og þvo gallabuxurnar ekki eins ótt og títt og flestum er tamt að gera. Vatnið sem fer um gallabuxurnar á lífsleiðinni skiptist nefnilega að hans sögn 50/50 á tím- ann sem buxurnar eru í framleiðslu annars vegar og svo eftir að þær koma í hendur eigandans hins veg- ar. Það geta því allir lagt sitt af mörkum til að minnka vatnið sem fer í einar gallabuxur. Levi’s hreinsa til að mynda allt vatn sem fellur til áður en það fer í frárennsl- ið. Fleira býr þó hér að baki heldur en einskær umhverfissjónarmið. Harðkjarna gallabuxnafólk þvær nefnilega gallabuxurnar sínar eins sjaldan og hægt er og helst aldrei. Það fer að sögn illa með uppáhalds buxurnar að velta þeim ótt og títt upp úr vatni og sápu. Hr. Bergh sat til að mynda fyrir svörum í sjón- varpssal í þætti tileinkuðum sjálf- bærni og umhverfisvernd á vegum viðskiptatímaritsins Fortune í síð- asta mánuði. Þar upplýsti hann meðal annars að hann hefði ekki þvegið buxurnar sem hann klæddist þar og þá í meira en ár! Uppskar hann töluverðan klið úr röðum áhorfenda í sjónvarpssal en hlæj- andi fullvissaði forstjórinn viðstadda um að þannig ætti maður að hirða um Levi’s gallabuxur og þvo þær ekki fyrr en í fulla hnefana. Meðvitundin að aukast Að sögn Lilju er enginn munur á áferðinni eða efninu í Water<Less og venjulegum buxum. „Það er það sem mér finnst nú vera það flotta við þetta allt saman, en það er svo aftur á móti ef til vill ástæðan fyrir því að fólk er ekki alltaf að átta sig á þessu.“ Aðspurð segir Lilja að ákveðin meðvitund um þetta sé að skapast meðal viðskiptavina Levi’s búðanna hér á landi, í Smáralind og Kringl- unni. „Þetta er að gerast hægt og sígandi, skulum við segja. Það er ekki eins og fólk bíði í röðum í búð- inni eftir næstu sendingu af Water- <Less buxum því allir vilji vera svo rosalega umhverfisvænir,“ segir Lilja og hlær við. „En því er heldur ekki að neita að það eru alltaf fleiri og fleiri farnir að pæla í þessu og það á ekki síst við um þá hlið mála sem kalla mætti „slow fashion vs. fast fashion“. Levi’s leggur áherslu á að skipta við hráefnisbirgja sem starfa í sátt við náttúru og menn, og leitast um leið við að framleiða vöru sem endist lengi“. Skyldi Lilja fylgja forskrift for- stjórans og taka hann sér til fyr- irmyndar með þvott sinna Levi’s gallabuxna? Myndi hún ganga í gallabuxum sem ekki hafa verið þvegnar í heilt ár? Lilja skellir upp úr og hlær dátt. „Nei, ég myndi kannski ekki treysta mér til að ganga alveg svo langt. En ég reyni samt sem áður að þvo buxurnar mínar sjaldan og þær þurfa að vera sýnilega notaðar til þess að ég fáist til að setja þær í þvottavélina. Gallabuxur, og þá sér- staklega úr svokölluðu raw denim, eins og var ávallt notað í gallabuxur í gamla daga, verða alltaf flottari eftir því sem þær eru notaðar meira. Þær laga sig að eigandanum og línum hans og passa því full- komlega, upplitast hægt og rólega með sínum einstaka hætti og verða þannig hluti af þeim sem á þær.“ Þar er uppáhalds gallabuxunum rétt lýst. LEVI’S SKRÚFAR FYRIR KRANANN Engin ástæða til að væta gallabuxurnar lengur Water<Less-buxurnar eru merktar sérstaklega með lógói verkefnisins sem sýnir útlínur vatnsdropa og í honum flatan lófa – sem merkir stopp. ÞAÐ ÞARF ÞÚSUNDIR LÍTRA AF VATNI TIL AÐ BÚA TIL EITT PAR AF GALLABUXUM. LEVI STRAUSS & CO., ELSTI OG ÞEKKTASTI GALLABUXNAFRAMLEIÐ- ANDI Í HEIMI, HEFUR BREYTT UM KÚRS TIL AÐ DRAGA ÚR VATNSNOTKUN VIÐ FRAMLEIÐSLUNA. ÁRANGURINN ER ALLRAR ATHYGLI VERÐUR. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is * Forstjóri Levi’s,Chip Bergh,upplýsti í sjónvarps- þætti að hann hefði ekki þvegið bux- urnar sem hann klæddist þar og þá í meira en ár! 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 Föt og fylgihlutir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.