Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 57
15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Síðasta sýning á Eldrauninni eftir Arthur Miller verður laugardagskvöldið 14. júní. Þjóðleikhúsið sýnir verkið en það hlaut m.a. lofsamlega dóma hjá Sigurði G. Valgeirssyni í gagnrýni hans í Morgunblaðinu. 2 Bandaríska söngkonan, píanóleikarinn og skemmti- krafturinn Yve Evans syng- ur og spilar á veitingahúsinu Jómfrúnni við Lækjargötu laugardag- inn 14. júní. Aðgangur er ókeypis en tónleikarnir eru hluti af sumardjass- tónleikaröð veitingahússins og standa frá kl. 15 til 17. 4 Tónlistarmennirnir KK og Magnús Eiríksson láta ekki deigan síga frekar en fyrri daginn og spila saman á tón- leikum á Café Rosenberg laugardag- inn 14. júní kl. 22. Aðgangseyrir er kr. 2000. Allir eru velkomnir. 5 Sýningunni The Five Live Lo-Fi, sem sýnd er í Kling og Bang galleríi, lýkur um helgina. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og var unnin af íslenskum listamönnum í samstarfi við listahópinn E.S.P. TV New York. Hún samanstendur af fjórum gjörn- ingum, sem sendir voru út í beinni út- sendingu af hálfu listahópsins. 3 Níutíu verk eftir myndhöggv- arann Sigurjón Ólafsson eru á sýningunni Spor í sandi í Listasafni Íslands. Dr. Hall- dór Björn Runólfsson safnstjóri verð- ur með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 15. júní kl. 14. MÆLT MEÐ 1 Mér er sérlega kært að halda sýn-ingu í mínum gamla heimabæ,“segir myndlistarkonan Kristín Gunnlaugsdóttir en sýning hennar í Flóru á Akureyri verður opnuð laugardaginn 14. júní kl. 14 og stendur til sunnudagsins 17. ágúst. „Á sýningunni verða bæði ný verk og eins verk frá sýningunni í Listasafni Íslands sem lauk nú í febrúar. Ég er mjög ánægð með að geta flutt sum þeirra verka til sýningar á Akureyri.“ Verk sýningarinnar verða samtals níu, bæði vatnslitamyndir og eggtemperur. Kristín hefur unnið með eggtemperutækni undanfarin ár en um er að ræða tækni helgi- mynda miðalda að tíma endurreisnar. „Unnið er með 23 karata blaðgull, eggjarauðu og litaduft á tréplötur. Ég nota þessa gömlu tækni en vel mér myndefni sem fylgir nútím- anum og er á skjön við myndefnið sem notað var við þessa tækni á sínum tíma, þ.e. helgi- myndir,“ segir Kristín. „Þannig myndast áhugaverð spenna. Myndmál mitt fjallar mikið um reynsluheim kvenna en listasagan fjallar að mestu um verk eftir karla. Listir í heild sinni fjalla hins vegar að sjálfsögðu um hvað það er að vera manneskja. Ég vil sjálf sem listamaður ganga út frá þeim punkti og tel það kjarna verka minna.“ List Kristínar er fjölbreytileg og meðal verka hennar eru teikningar, málverk, egg- temperur og útsaumsverk. „Tæknin sjálf skapar ekki listaverk,“ segir Kristín, „en þeim mun fjölhæfari sem maður er á mis- munandi tæknigreinar, þeim mun meira frelsi upplifir maður til þess að koma sem best hugmyndum sínum á framfæri. Ég nota mikið klassískar aðferðir og geng alltaf út frá teikningu. Hugmyndin og tæknin eru mjög samofin hjá mér og hluti hvort af öðru. Hjá mér er teikningin alltaf grunnurinn og síðustu ár hef ég leyft henni að flæða meira. Þannig leysi ég myndefnið enn frekar upp og innri kjarni verksins kemur betur í ljós.“ Mikið er um konur í verkum Kristínar og hafa opinskáar myndir hennar af kynfærum kvenna vakið athygli. „Rödd kvenna í listum hefur í margar aldir verið þögguð niður og ég var búin að fá mig fullsadda á sýn karla í gegnum listasöguna á konur og kvenlíkam- ann. Fátt er útjaskaðra, ofnotaðra og mis- notaðra en þetta litla svæði á líkamanum en um leið er svæðið tákn fyrir eitt það helg- asta sem manneskjan býr yfir og opinberar varnarleysi hennar. Hér gildir það sama í verkum mínum sem og í lífinu; að standa með því sem er og segja satt. Sem betur fer hafa margar myndlistarkonur haslað sér völl í samtímalist en mér sýnist þó ekki veita af því að konur haldi vöku sinni, standi saman og hver með sjálfri sér og gefi sér eitt stórt já!“ segir Kristín en hún verður með lista- mannsspjall í Flóru föstudaginn 4. júlí. KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR OPNAR SÝNINGU Í FLÓRU Á AKUREYRI Kjarninn er að vera manneskja SÝNING KRISTÍNAR GUNNLAUGS- DÓTTUR Í FLÓRU Á AKUREYRI VERÐ- UR OPNUÐ 14. JÚNÍ. ÞAR ERU BÆÐI NÝ OG NÝLEG VERK EFTIR HANA. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Kristín Gunnlaugsdóttir við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Ernir Helgi Björnsson söngvari, leikari og hestamaður, segir stemningu á tónleikum hjá Reiðmönnum vindanna líkjast stemningunni í hesthúsinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.