Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 59
15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Fredrik Backman sló í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Maður sem heitir Ove, sem var bæði hjartnæm og fyndin. Það kemur því ekki á óvart að ný skáldsaga hans, Amma biður að heilsa, skuli fara rakleitt í fyrsta sæti metsölulista Eymundsson strax við útkomu. Aðalpersóna bókarinnar er hin sjö ára gamla Elsa, sem býr í fjölbýlishúsi með mömmu sinni og afar óvenjulegri ömmu. Íbú- arnir í fjölbýlishúsinu búa yfir alls kyns örlagasögum sem litla stúlkan flækist fljótlega í og við- burðarík atburðarás fer af stað. Bókin fékk mjög góðar viðtökur í heimalandinu og virðist sömuleiðis ætla að njóta vinsælda hér á landi. Backman á toppnum Blómin á þakinu var nýlega endurprentuð á fjölda tungumála. Bókin, sem er sívinsæl meðal bæði Íslendinga og ferða- manna, kom fyrst út árið 1985, en höfundur texta er Ingibjörg Sigurð- ardóttir og Brian Pilk- ington myndskreytti af alkunnu listfengi. Bókin var unnin á filmum eins og tíðkaðist á þeim tíma en síðan var hætt að prenta eftir þeim og film- urnar glötuðust þegar prentsmiðja úti í heimi fór á hausinn. Hluti af myndunum var til en eitt- hvað var glatað og annað upplitað og þar sem Bri- an vill ekki senda neitt frá sér sem ekki er full- komið tók hann tók sig til og endurgerði hluta af myndunum í bókinni. Fæstir munu taka eftir því að sumar myndirnar eru nýjar en þó leyfir listamaðurinn sér að breyta litlum smáat- riðum sem glöggir les- endur munu kannski taka eftir. Það er til dæmis kominn nýr blómavasi á kommóðuna hennar Gunnjónu í sveitinni og fleira af þessu tagi. Blómin á þakinu fjallar um Gunnjónu, sem ákveður að flytja úr sveitinni sinni. Hana lang- ar að upplifa hvernig er að búa í borg. Í blokkinni sem hún flytur í býr for- vitinn krakki sem fylgist með því hvernig henni gengur að aðlagast borg- arlífinu. Það gerir hún á sinn hátt og á end- anum er borgaríbúðin orðin nógu sveitaleg til að henni líði vel þar. Blómin á þakinu er bók sem nýtur vinsælda bæði meðal Íslendinga og útlendinga. BRIAN ENDURGERIR MYNDIR Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa? er bók eftir Óttar Guð- mundsson geðlækni. Þar segir hann sögu sjálfsvíga og gerir grein fyrir tilfinningum og vandamálum þeirra sem svipta sig lífi eða gera tilraun til þess. Hann nýtir sér eigin reynslu til að skyggnast inn í sálarlíf þeirra sem staðið hafa í þeim sporum að vilja ekki lifa lengur. Óttar býr yfir mikilli þekkingu á þessu málefni sem hann miðlar hér í hispurslausri umfjöll- un. Óttar skrifar um viðkvæm og erfið mál Sumarsmellur, rómantík og viðkvæm mál NÝJAR BÆKUR HÖFUNDUR OVE SENDIR FRÁ SÉR NÝJA SKÁLD- SÖGU SEM GÆTI ORÐIÐ SUMARSMELLUR. NORSKUR HÖFUNDUR SKRIFAR UM LANDNÁM NORÐMANNA Á ÍSLANDI. ÓTTAR GUÐMUNDS- SON LÆKNIR SKRIFAR UM SJÁLFSVÍG. RÓMAN- TÍKIN BLÓMSTRAR SÍÐAN Í NÝRRI BÓK EFTIR JOJO MOYES. Síðasta orðsending elskhugans eftir breska metsöluhöfundinn Jojo Mo- yes er líkleg til að heilla þá sem vilja lesa afþreyingarbækur þar sem ást- in er í forgrunni. Jennifer Stirling missir minnið og þekkir ekki eig- inmann sinn. Svo finnur hún ástríðufullt bréf frá karlmanni sem biður hana um að fara frá mann- inum sínum. Þetta er lipurlega skrifuð bók um ástir og örlög. Ástríðufull bréf frá elskhuga Í bókinni Landnámsmenn úr landnorðri bregður Alf Ragnar Nielssen, prófessor og sagnfræðingur, nýju ljósi á landnámssöguna og sýnir fram á að hartnær þriðjungur þeirra landnámsfjölskyldna sem getið er í fornum íslenskum heimildum hafi komið frá Norð- ur-Noregi. Hann greinir frá uppruna þeirra, hvaðan þær komu og hvar þær settust að á Íslandi. Jón Þ. Þór sagnfræðingur er þýðandi verksins. Landnámssagan í nýju ljósi * Sannkristið fólk sættir sig við hvað semer, jafnvel miðlungsgóðan skáldskap.Oscar Wilde BÓKSALA 4.-10. JÚNÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Amma biður að heilsaFredrik Backman 2 Frosinn - þrautirWalt Disney 3 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 4 ÖngstrætiLouise Doughty 5 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 6 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 7 Gæfuspor - gildin í lífinuGunnar Hersveinn 8 Bragð af ástDorothy Koomson 9 Skrifað í stjörnurnarJohn Green 10 Stjörnurnar á HM 2014Illugi Jökulsson Kiljur 1 Amma biður að heilsaFredrik Backman 2 ÖngstrætiLouise Doughty 3 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 4 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 5 Bragð af ástDorothy Koomson 6 Mamma segirStine Pilgaard 7 LífsmörkAri Jóhannesson 8 Þessi týpaBjörg Magnúsdóttir 9 Eða deyja ellaLee Child 10 AndófVeronica Roth MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Koma tímar, koma ráð. Það er ævinlega ánægjulegt þegar nýjar bókabúðir eru opnaðar. Nýlega var opnuð ný Ey- mundsson-verslun í miðbænum, á Laugavegi 77 þar sem Landsbankinn var með aðsetur. Bókabúðin er hin notalegasta, þar eru seldar bækur, tímarit, gjafa- og ferðamannavörur og til stendur að opna kaffihús von bráðar. „Búðin er hefðbundin bókabúð með þær vörur sem Penninn selur. Áherslan verður meira á ferðamannavörurnar á sumrin og meiri á bækurnar á veturna,“ segir Borgar Jónsteins- son rekstrarstjóri verslunarsviðs hjá Pennanum-Eymundsson. „Verslunin var opnuð um síð- ustu helgi og þangað komu fleiri hundruð manns. Viðtökur hafa verið gríðarlega góðar. Þetta fer því mjög vel af stað.“ NÝ BÓKABÚÐ Á LAUGAVEGI Bækur og gjafav- ara í nýrri verslun Eymundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.