Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 33
15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 1 kg nautakjöt, t.d lund, fille eða annar mjúkur biti 2 dl teryaki sósa 2 tsk. ferskt engifer, rifið 2 hvítlauksrif, rifin 2 msk. sesamfræ svartur pipar eftir smekk Blandið öllu hráefninu í mariner- inguna. Snyrtið kjötið og skerið í hæfilega bita fyrir spjót. Látið kjötið marinerast yfir nótt eða a.m.k í 8 tíma. Grillið við háan hita þar til bit- arnir eru aðeins bleikir í miðjunni. Vatnsmelónusalat með fetaosti og pikkluðum rauðlauk1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar 2 msk. rauðvínsedik 1 poki eða tvær vænar lúkur klettasalat ½ vatnsmelóna (fer þó eftir stærð) 2 dl svartar ólífur 1 fetakubbur handfylli fersk mynta ólífuolía og gott sjávarsalt Setjið þunnt skorinn rauðlaukinn í skál og hellið rauð- vínsediki yfir. Látið standa á meðan salatið er útbúið. Leggið klettasalat á stóran disk. Skerið melónuna í grófa bita og leggið yfir salatið. Hellið ólífunum yfir og fetaost- inum í frekar stórum bitum. Saxið myntuna og stráið henni yfir og endið á rauðlauknum. Dreypið ólífuolíu yfir ásamt rauðvínsedikinu af lauknum. Stráið smá sjávarsalti yfir. Stökkar og sætar ofnbakaðar chili-kartöflur 700 g kartöflur með hýðinu, skornar í litla bita 3 tsk. sambal oelek chilimauk 1 msk. tómatpúrra 1 dl sweet chili sósa 2 tsk. paprikukrydd 3 msk. ólífuolía sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar Stillið ofninn á 180°C. Blandið öllu vel saman í eld- föstu móti þannig að kartöflurnar séu þaktar chili- marineringunni. Bakið í 45 mínútur eða þar til kartöfl- urnar hafa brúnast og eldast í gegn, betra að elda þær lengur en skemur svo þær verði stökkar. Hrærið af og til í kartöflunum á meðan þær bakast. Stráið smá sjávar- salti og meira paprikudufti yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum. Grísk jógúrt-sósa með dilli 1 dós grísk jógurt 3 msk. majónes 1 tsk. hunang góð handfylli ferskt dill, smátt saxað safi úr ½ sítrónu 1 tsk. gróft sjávarsalt Blandið öllu saman í skál. Smakkið sósuna til með hun- angi, salti og sítrónusafa ef ykkur finnst þurfa. Nautalund á spjóti og ljúffengt meðlæti Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma. Þær hafa verið handsmíðaðar í tæp 70 ár og hvert einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæða- eftirlitið með öllu þessu ristaða brauði. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Brauðristar- gæðaeftirlit laugavegi 47 | opið mán.-lau. 10-18, sun. 13-17 | www.kokka.is kokka@kokka.is Súkkulaðihúðuð jarðarberjaostakaka í krukku Súkkulaðihúðuð jarðarberjaostakaka í krukku Botn 12 Oreo-kexkökur 2 msk. brætt smjör Ostablandan 2 dl rjómi 250 g jarðarber, smátt söxuð 4 msk. flórsykur 250 g mascarpone, stofuheitur 125 g rjómaostur, stofuheitur 1 tsk. vanilluextrakt örlítið sjávarsalt Efsta lag 100 g 56% súkkulaði ½ dl rjómi Byrjið á að mylja Oreo-kexið smátt í matvinnsluvél og bætið bræddu smjörinu saman við. Skiptið kexmylsnunni í sex litlar krukkur eða glös og þjappið í botninn. Kælið. Stífþeytið rjómann og setjið til hlið- ar. Kremjið jarðarberin og 2 msk. flórsykur með gaffli þar til vökvinn fer að leka úr berjunum en haldið berjunum samt í smá bitum. Blandið mascarpone, rjómaosti, 2 msk. af flórsykri, vanilluextrakt og sjávar- salti saman með rafmagnsþeytara eða hrærivél. Bætið krömdu jarð- arberjunum út í og blandið vel sam- an. Bætið þá rjómanum varlega sam- an við með sleikju. Skiptið blönd- unni jafnt yfir kexmylsnuna og setjið í ísskáp. Bræðið súkkulaðið og rjómann saman við vægan hita. Kæl- ið aðeins og setjið svo u.þ.b. 1-2 tsk. af súkkulaði ofan á kælda ostakök- una. Kælið aftur. Berið fram með þeyttum rjóma og súkkulaðihúðuðu jarðarberi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.