Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 39
Ristað brauð hefur verið hnossgæti að morgni í rúmlega 100 ár. Brauðrist eins og við þekkjum hana, þar sem brauðinu er stungið ofan í og það skýst síðan uppúr þegar það er tilbúið, var fundin upp af Charles Strite árið 1919. Upprunalega brauðristin var hinsvegar fundinn upp í Skotlandi 1893 af Alan MacMasters þar sem brauðið stóð í hitalampa og grillaðist hægt en örugglega. Í desember 1928 auglýsti raftækjaverslunin Júlíus Björnsson í Morgunblaðinu brauðrist til sölu og þótti hún afbragðs hug- mynd að jólagjöf hér á landi á þeim tíma. Ári síðar, eða 1929, fann Otto Frederick Rohwedder frá Bandaríkjunum upp brauðhnífinn sem sneiddi bakað brauð í sneiðar. Í hartnær áratug skar fólk semsagt brauðið sitt sjálft til að setja í brauðristina. Var brauðhnífurinn aug- lýstur sem eitt mesta tækniundur í sögu bakaraiðnaðar. Enn í dag er hægt að fá brauð frá bakaraíum óskorið enda ekki allir sem vilja sjö til tíu millimetra þykka brauðsneið. Brauðrist kom á undan brauðhnífnum Auglýsing fyrir sjálf- virka brauð- rist frá 1926 sem lofaði að brenna ekki brauðið. 15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Fólk er orðið verkfæri sinna eigin verkfæra. Henry David Thoreau – rithöfundur Flestir í kringum þrítugsaldurinn kannast við TalkBoy græjuna sem Macaulay Culkin notaðist við í kvikmynd- inni Aleinn heima 2 (e. Home Alone 2) til að panta sér hótelherbergi og leika á vonda hótelstjórann. TalkBoy græjan var ekki búin til fyrr en 1993 en myndin kom út um jólin 1992. Vegna þrýstings frá börnum víða um heim ákvað Tiger Electronics að gera græjuna sem var ekkert sérstaklega flókin. Hún var í raun og veru bara diktafónn sem gat hægt á röddum eða hraðað þeim. TalkBoy var eins og flest kassettutæki á þessum tíma með fimm tökkum og hægt var að hraða röddinni um 130% og hægja á henni um 76%. Deluxe módelið fékkst síðan með fjölmörgum línum úr myndinni Aleinn heima. Töluvert var um að börn fengju TalkBoy að gjöf árið 1993 en tæknin breyttist ört á þessum tíma og áður en Tiger Electronics náðu að átta sig voru örlitlir dikta- fónar komnir á markað og nánast útrýmdu TalkBoy sem leiktæki. Í dag þykir Deluxe útgáfan töluvert eft- irsóttur safngrupir og kostar óopnaður TalkBoy rúm- lega 50 þúsund krónur á eBay. GAMLA GRÆJAN Aleinn heima TalkBoy TalkBoy tækið var gert sem leikmunur fyrir myndina Aleinn heima 2 og kom út ári síðar sem leiktæki. Flower Power, frá franska fyrirtækinu Parrot, er skynjari sem stungið er í blómapotta eða mold nálægt plöntu og gæti það verið svar þeirra sem vilja vera með græna fingur en hafa ekki kunnáttuna til að halda plöntum á lífi. Skynjarinn er 30 sentimetrar að lengd og stingst hann ofan í blóma- pott eða moldina. Flower Power fylgist með plöntunum í pottunum eða moldinni og lætur eigandann vita með smáforriti hvernig plöntunni líður. Skynjarinn kemur svo með tillögur um hvers viðkomandi planta þarfn- ast, hvort sem það er meiri eða minni birta, hvort moldin þurfi meira eða minna vatn og svo framvegis. Allt til að halda plöntunni á lífi. Gögnin eru send í snjallsíma notandans og hann getur gripið til nauðsyn- legra ráðstafana sé þess þörf. Smáforritið var þróað með frönskum, hollenskum og bandarískum grasafræðingum og hægt er að velja um yfir 6.000 plöntur til að fylgjast með, allt frá risa- stórum trjám sem finnast í útlöndum til krydd- jurtanna heima í stofu. Hægt er að nota skynjarann á margar plöntur í einu þannig að ekki er nauðsyn að kaupa marga. Skynjarinn notar blátönn (e. bluetooth) til að koma skila- boðum til notandans og því er aðeins hægt að nota tækið í 5-25 metra fjarlægð. Það kostar 60 dollara eða rúmlega sjö þúsund krón- ur og fæst það meðal annars á Amazon.com en smáforritið má sækja fyrir hvaða snjallsíma sem er og kostar það ekki neitt. HÖNNUN OG UPPFINNINGAR Tækið fæst í bláu, brúnu og grænu en fleiri litir eru væntanlegir. Plöntusnjallt í pottunum Flower Power hefur þegar bjargað lífi margra plantna víða um heim en tækið kom á almennan markað í byrj- un árs. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Sneitt brauð kom tíu árum á eftir sjálfvirku brauðristinni. **Uppítökuverð og skilmálamá sjá hér: www.epli.is/uppitaka Samsung GalaxyS4 i9505 Uppítökuverð** 26.000.- iPhone4s 16GB Uppítökuverð** 22.000.- Dæmiumuppítökuverð: B ir t m e ð fy ri rv a ra u m p re n tv ill u r o g ve rð b re yt in g a r. UPPÍTÖKU TILBOÐ Við viljumauðvelda þér aðeignast nýjan iPhone5seða iPad miniRetina. Til 19. júní tökum við Samsung og iPhone síma ásamt spjaldtölvum af sömu gerðum upp í iPhone 5s eða iPadmini Retina** Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.