Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 21
15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 þakkarskyni. „Snapper er mjög góður fiskur, við smökkuðum hann á veitingastöðum. Heitsjávarhum- arinn er líka ljúffengur,“ segir Elv- ar. Eins og nýgræðingar Eitt er að veiða lax og silung í ám og vötnum Íslands, annað að renna fyrir tarpon í Karíbahafinu. Það fengu Kristján og Elvar að reyna. „Þetta er allt önnur íþrótt og fyrstu dagana vorum við eins og nýgræð- ingar. Leiðsögumaðurinn hristi oft höfuðið yfir aðförunum. Við misst- um fullt af fiski vegna þess að við- brögðin voru röng. Í stað þess að lyfta stönginni eins og maður er vanur í laxveiðinni á að setja hana niður. Í hita leiksins getur þetta gleymst,“ segir Elvar. Þeir hlæja við tilhugsunina. Tarponinn stekkur gjarnan upp úr sjónum meðan á glímunni stend- ur og lætur öllum illum látum. „Þetta eru loftfimleikar dauðans,“ segir Kristján. „Við náðum samt fljótt tökum á þessu.“ Drjúgur tími fer í að sigla en fé- lagarnir létu sér alls ekki leiðast á meðan. Fylgdust með fugla- og dýralífi. Komu meðal annars á land í svonefndri Apaey, þar sem alls kyns apakettir léku lausum hala. Og svín. „Umhverfið þarna er ótrú- lega fallegt. Ég hef hvergi séð svona marga bláa liti í hafi,“ segir Elvar. Eitt var þó til ama. „Maður verð- ur svolítið aumur í rassinum að hossast á þessum bátum og á þriðja eða fjórða degi æpti ég á leiðsögu- manninn vegna sársauka. Hvað gerði hann þá? Dró fram púða og rétti mér. Kunni ég honum bestu þakkir fyrir að láta mig vita af púð- anum – á þriðja eða fjórða degi,“ segir Elvar og hlær. Komið var í land síðdegis og á kvöldin gerðu menn sér glaðan dag. Veiða átti í sex daga en síðasti dagurinn datt út vegna mikils sjó- gangs. Það kom ekki að sök því fé- lagarnir notuðu tækifærið til að skoða sig um í eynni, heimsóttu meðal annars fangelsið sem Castro- bræður og aðrir skæruliðar voru vistaðir í á sinni tíð. „Þetta er mik- ið mannvirki og það var gaman að skoða rúmið hans Fídels. Þar hefur hann örugglega lesið Halldór Lax- ness,“ segir Elvar. Yndislegt fólk Þeir eru sammála um að Ungey- ingar séu yndislegt fólk og með af- brigðum gestrisið, en um sjötíu þúsund manns búa í eynni. Enda þótt lítið sé til var það upplifun Kristjáns og Elvars að enginn liði skort. „Það verður enginn svangur á Kúbu og allir eru með þak yfir höfuðið. Þá eru menntun og heilsu- gæsla ókeypis og munar auðvitað um minna,“ segir Kristján og Elvar bætir við að ekki megi gleyma stöð- ugu og góðu veðri. „Það eru líka lífsgæði.“ Afar lítið er um ferðamenn í Ungey og báru heimamenn Krist- ján og Elvar á höndum sér. Þegar sá fyrrnefndi varð fimmtugur, 5. maí, var mikill viðbúnaður á hót- elinu og veitingastaðnum, þar sem snætt var um kvöldið. Salsasveit meðal annars kvödd á vettvang. „Við tipsuðum þá ágætlega. Raunar svo vel að umboðsmaður þeirra kom til okkar og spurði hvort þeir mættu koma upp á hótel og spila fyrir okkur. Það gerðu þeir svo í tvígang,“ segir Kristján. Heimamenn tala litla ensku og þurftu Kristján og Elvar því víða að bjarga sér á spænsku, „sem við tölum ekki,“ segir Elvar hlæjandi. Þeir spurðu heimamenn um af- stöðu þeirra til stjórnvalda og fengu þau svör að 90% elskuðu Fí- del Castro og 100% Che Guevara. Núverandi forseti, Raúl Castro, nýtur á hinn bóginn mun minna trausts meðal þegna sinna. Þegar allt er saman tekið segja Kristján og Elvar ferðina hafa stað- ið undir væntingum – og rúmlega það. „Fyrir utan hvað veiðin var skemmtileg gáfu viðmót og gleði heimamanna okkur mikið. Stað- urinn er líka einstakur, gjör- samlega ósnortinn. Við erum búnir að panta aðra ferð á sama tíma að ári.“ Elvar í banastuði ásamt þýskum vini þeirra, Thorsten Strüben. Apakettir á stjákli á Apaeyju. Dýralíf er fjölskrúðugt í Karíbahafinu. Kristján hress á fimmtugsafmæli sínu. Tarpon stekkur, spriklar og lætur almennt ófriðlega meðan á glímunni stendur. Elvar og leiðsögumaðurinn eldhressir með afla dagsins. Þessi froskur leit við eitt árdegið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.