Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Side 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Side 21
15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 þakkarskyni. „Snapper er mjög góður fiskur, við smökkuðum hann á veitingastöðum. Heitsjávarhum- arinn er líka ljúffengur,“ segir Elv- ar. Eins og nýgræðingar Eitt er að veiða lax og silung í ám og vötnum Íslands, annað að renna fyrir tarpon í Karíbahafinu. Það fengu Kristján og Elvar að reyna. „Þetta er allt önnur íþrótt og fyrstu dagana vorum við eins og nýgræð- ingar. Leiðsögumaðurinn hristi oft höfuðið yfir aðförunum. Við misst- um fullt af fiski vegna þess að við- brögðin voru röng. Í stað þess að lyfta stönginni eins og maður er vanur í laxveiðinni á að setja hana niður. Í hita leiksins getur þetta gleymst,“ segir Elvar. Þeir hlæja við tilhugsunina. Tarponinn stekkur gjarnan upp úr sjónum meðan á glímunni stend- ur og lætur öllum illum látum. „Þetta eru loftfimleikar dauðans,“ segir Kristján. „Við náðum samt fljótt tökum á þessu.“ Drjúgur tími fer í að sigla en fé- lagarnir létu sér alls ekki leiðast á meðan. Fylgdust með fugla- og dýralífi. Komu meðal annars á land í svonefndri Apaey, þar sem alls kyns apakettir léku lausum hala. Og svín. „Umhverfið þarna er ótrú- lega fallegt. Ég hef hvergi séð svona marga bláa liti í hafi,“ segir Elvar. Eitt var þó til ama. „Maður verð- ur svolítið aumur í rassinum að hossast á þessum bátum og á þriðja eða fjórða degi æpti ég á leiðsögu- manninn vegna sársauka. Hvað gerði hann þá? Dró fram púða og rétti mér. Kunni ég honum bestu þakkir fyrir að láta mig vita af púð- anum – á þriðja eða fjórða degi,“ segir Elvar og hlær. Komið var í land síðdegis og á kvöldin gerðu menn sér glaðan dag. Veiða átti í sex daga en síðasti dagurinn datt út vegna mikils sjó- gangs. Það kom ekki að sök því fé- lagarnir notuðu tækifærið til að skoða sig um í eynni, heimsóttu meðal annars fangelsið sem Castro- bræður og aðrir skæruliðar voru vistaðir í á sinni tíð. „Þetta er mik- ið mannvirki og það var gaman að skoða rúmið hans Fídels. Þar hefur hann örugglega lesið Halldór Lax- ness,“ segir Elvar. Yndislegt fólk Þeir eru sammála um að Ungey- ingar séu yndislegt fólk og með af- brigðum gestrisið, en um sjötíu þúsund manns búa í eynni. Enda þótt lítið sé til var það upplifun Kristjáns og Elvars að enginn liði skort. „Það verður enginn svangur á Kúbu og allir eru með þak yfir höfuðið. Þá eru menntun og heilsu- gæsla ókeypis og munar auðvitað um minna,“ segir Kristján og Elvar bætir við að ekki megi gleyma stöð- ugu og góðu veðri. „Það eru líka lífsgæði.“ Afar lítið er um ferðamenn í Ungey og báru heimamenn Krist- ján og Elvar á höndum sér. Þegar sá fyrrnefndi varð fimmtugur, 5. maí, var mikill viðbúnaður á hót- elinu og veitingastaðnum, þar sem snætt var um kvöldið. Salsasveit meðal annars kvödd á vettvang. „Við tipsuðum þá ágætlega. Raunar svo vel að umboðsmaður þeirra kom til okkar og spurði hvort þeir mættu koma upp á hótel og spila fyrir okkur. Það gerðu þeir svo í tvígang,“ segir Kristján. Heimamenn tala litla ensku og þurftu Kristján og Elvar því víða að bjarga sér á spænsku, „sem við tölum ekki,“ segir Elvar hlæjandi. Þeir spurðu heimamenn um af- stöðu þeirra til stjórnvalda og fengu þau svör að 90% elskuðu Fí- del Castro og 100% Che Guevara. Núverandi forseti, Raúl Castro, nýtur á hinn bóginn mun minna trausts meðal þegna sinna. Þegar allt er saman tekið segja Kristján og Elvar ferðina hafa stað- ið undir væntingum – og rúmlega það. „Fyrir utan hvað veiðin var skemmtileg gáfu viðmót og gleði heimamanna okkur mikið. Stað- urinn er líka einstakur, gjör- samlega ósnortinn. Við erum búnir að panta aðra ferð á sama tíma að ári.“ Elvar í banastuði ásamt þýskum vini þeirra, Thorsten Strüben. Apakettir á stjákli á Apaeyju. Dýralíf er fjölskrúðugt í Karíbahafinu. Kristján hress á fimmtugsafmæli sínu. Tarpon stekkur, spriklar og lætur almennt ófriðlega meðan á glímunni stendur. Elvar og leiðsögumaðurinn eldhressir með afla dagsins. Þessi froskur leit við eitt árdegið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.