Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 BÓK VIKUNNAR Sálfræðitryllirinn Öngstræti eftir Louise Doughty er ofarlega á metsölulista Eymundsson, en þar er sagt frá ástarsambandi sem hefur örlagaríkar afleiðingar. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Venjulega eru ljóðskáld komin ávirðulegan aldur þegar veglegtljóðasafn þeirra er gefið út. Hin rosknu skáld hafa þá haft áratugi til að sanna og sýna að verk þeirra séu þess verð að rata í safnbók. Ekki er þetta þó algilt eins og nýlegt dæmi sýnir. Skáld- konan Gerður Kristný hlýtur að teljast nokkuð langt frá því að vera komin á virðulegan aldur, fædd 1970 og örugg- lega í hópi yngri ljóðskálda sem hlotnast sá heiður hér á landi að virt bókaforlag gefi út heildarljóðasafn þeirra. Ljóðasafn Gerðar Kristnýjar sem geymir allar fimm ljóðabækur hennar er einstaklega fallegt, áberandi mikið hefur verið lagt í útlit og hönnun og ljóst er að þeir sem stóðu að útgáfunni hafa mikla trú á skáld- konunni. Sem kem- ur alls ekki á óvart því Gerður Kristný er í hópi bestu nú- lifandi skálda okkar og ljóð hennar hafa sannarlega ratað til sinna. Venjulega þarf ekki að tala lengi við unnendur ljóðlistar um ís- lenska nútímaljóðlist án þess að þeir nefni nafn skáldkonunnar og tali um ljóð hennar af áberandi hlýju og virðingu. Það er ekki mikið um að ljóðabóka sé beðið með óþreyju en víst er að það á við um verk Gerðar Kristnýjar, nýrrar ljóða- bókar eftir hana hefur síðustu ár ætíð verið beðið með eftirvæntingu. Hér er skáldkona sem býr til öguð og meitluð ljóð sem eru sérlega áhrifarík, enda einkennast efnistökin ætíð af miklu öryggi. Hún skapar glæsilegar náttúru- myndir þar sem oft ríkir nístandi kuldi. Hún yrkir ljóð um fólk úr fortíð, oft eru á sviðinu sterkar konur sem verða að þola mótlæti og bregðast við á misjafnan hátt. Hún yrkir um dauðann á áhrifamikinn hátt, eins og í ljóðinu um áhöfn Pour- quoi-pas í flæðarmálinu og um Þórð litla Kárason, verndara barna, í Ljóði um börn. Sem ljóðskáldi tekst Gerði Kristnýju á einstakan hátt að snerta strengi í brjósti lesandans og vekja sterk hughrif. Ljóðasafn Gerðar Kristnýjar er inni- haldsríkt verk og gleðileg tíðindi á dauf- legu bókasumri. Svo er bara að bíða eftir næstu ljóðabók skáldkonunnar, sem væntanleg er í haust. Orðanna hljóðan SKÁLD SNERTIR STRENGI Gerður Kristný. Skáldkona sem heillar með ljóðum sínum. Ljóðasafnið fallega og vinsæla. Þ essi týpa er önnur skáldsaga Bjargar Magnúsdóttur og sjálf- stætt framhald af bók hennar Ekki þessi týpa sem kom út í fyrra og hlaut góðar viðtökur. Aðalpersónur nýju bókarinnar eru þær sömu og í fyrri bókinni, ásamt nokkrum viðbótum í galleríið, fjórar vinkonur sem upplifa bæði gleði og sorgir. „Þessi bók er aðeins öðruvísi en sú fyrri og fjallar að hluta til um dekkri hliðar mannlífsins, eins og kynferðisofbeldi, en þarna er líka fjör og gleði eins og í fyrri bókinni. Ég vildi ekki vera að gera alveg það sama í þessari bók heldur prófa eitthvað ann- að og takast á við nýja hluti og áskoranir. Það er ekkert gaman að gera alltaf það sama og síðast,“ segir Björg. Spurð hvort þriðja bókin um vinkonurnar muni líta dagsins ljós neitar hún því og segir sögu vinkvennanna lokið. Þú hefur skrifað tvær bækur um þessar ungu konur. Hafa þær ekki verið næstum því eins og vinkonur þínar þann tíma sem þú varst að skrifa um þær? „Jú, mér fannst ég vera með aðalpersón- urnar ljóslifandi fyrir framan mig allan tím- ann. Mér fór að þykja vænt um þær og ímyndaði mér þær í alls kyns aðstæðum sem ég sjálf var stödd í. Þær voru með mér, næstum eins og fylgjur. Ég mun sakna þeirra.“ Finnst þér þú hafa lært mikið af því að skrifa tvær bækur sem komu út með árs millibili? „Mér líður eiginlega eins og ég hafi elst um mörg ár á síðasta rúma árinu. Það er mjög þroskandi að skrifa tvær bækur með harðan ritstjóra á bakinu sem er stöðugt að ýta manni áfram; það reynir á eigin þolmörk. Það er líka lærdómsríkt að takast á við gagn- rýni, bæði frá eigin haus og utanaðkomandi. Það getur verið erfitt að stíga fram og leggja fram verk. Viðbrögðin eru alls konar og smekkur er smekkur af góðri ástæðu. Það getur verið krefjandi að takast á við neikvæð viðbrögð en þá þarf að læra að taka þau ekki inn á sig. Góð æfing í æðruleysi. Ég reyni meðvitað að taka áliti annarra af yfirvegun, hvort sem það er lof eða last. Þegar öllu er á botninn hvolft vil ég frekar standa með sköp- unarkraftinum og bera eitthvað á borð, mín- ar bestu tilraunir hverju sinni, í stað þess að hakka það í mig sem aðrir eru að gera.“ Líturðu á þig sem rithöfund og ætlarðu að skrifa fleiri bækur? „Ég ber kannski allt of mikla virðingu fyr- ir starfsheitinu rithöfundur til þess að þora fullum fetum að kalla mig slíkan. Kannski venst það og verður auðveldara með tím- anum. Ég er að stíga mín fyrstu skref en ætla mér svo sannarlega að skrifa meira. Vonandi sögur í alls konar formi. Þar sem mér finnst gaman að vera í kringum skemmtilegt fólk og sæki þangað hugmyndir vonast ég til að geta skrifað samhliða öðrum störfum. Ég er með ýmsar hugmyndir að bókum, þar á meðal er ævintýri og hrottaleg glæpasaga. Þær hugmyndir geta auðvitað breyst en það er sannarlega margt skemmti- legt sem hægt er að skrifa um.“ Næstum eins og fylgjur Þegar öllu er á botninn hvolft vil ég frekar standa með sköpunarkraftinum og bera eitthvað á borð, mínar bestu tilraunir hverju sinni, í stað þess að hakka í mig það sem aðrir eru að gera, segir Björg. Morgunblaðið/Þórður NÝ SKÁLDSAGA BJARGAR MAGNÚS- DÓTTUR ER ÞESSI TÝPA, SEM FJALLAR MEÐAL ANNARS UM DEKKRI HLIÐAR MANNLÍFSINS. BJÖRG SEGIST HAFA VILJAÐ TAKAST Á VIÐ NÝJAR ÁSKORANIR. Það kann að vera klisjukennt en Sjálfstætt fólk er ein af eftirlætis- bókum mínum og ég hef lesið hana oftar en ég á tölu yfir. Í dag er ég reyndar hættur að lesa hana sem skáldsögu og fletti frekar upp í henni til að rifja upp, svona líkt og maður gerir með símaskrá eða al- fræðirit. Sem uppreisnargjarn ungur framhalds- skólanemi reyndi ég reyndar lengi að hafa meira dá- læti á Gunnari Gunnarssyni en Kiljan, svona rétt til að vera á móti kennurum og trúr hægrimennsk- unni í mér. Ég hef líka gaman af því að lesa ljóð og verð oft agndofa yfir mætti góðra ljóðskálda. Í viðbót við stóru skáldin hef ég sérstakt dálæti á ljóðum fólks sem ekki hefur skarað fram úr og myndi aldrei kalla sig ljóðskáld. Fólk sem eingöngu hefur birt stök ljóð í skólablöðum, tímaritum eða jafnvel á húsveggjum. Það er oft eitthvað svo hreint og fallegt við ljóðrænar hugsanir sem ekki verða of bundnar við lærða og þjálfaða fagurfræði. Ég grúska líka mikið í gömlum tímaritum og dagblöðum sem gefin hafa verið út hér í Vestmannaeyjum, svo sem Bliki, Fylki og fleira. Það hjálpar manni að skilja samtímann að sjá hvernig viðfangsefnin eru nánast ætíð þau sömu. Það eru bara viðbrögðin sem breytast. Svo er ég svo heppinn að Bertha, konan mín, er bókmennta- og ís- lenskufræðingur og mikill lestrarhestur. Til mín slæðist því hver konfektmolinn á eftir öðrum af náttborðinu hennar. Núna voru til að mynda að rata til mín bækurnar Og fjöllin endurómuðu eftir Kha- led Hosseini og Uppreisn eftir Jakob Ejersbo. Ég hlakka sérstak- lega til að lesa Uppreisn enda hafði ég gaman af bókinni Útlagi eftir Ejersbo, sem þekkti sögusvið bókanna af eigin raun. Í UPPÁHALDI ELLIÐI VIGNISSON BÆJARSTJÓRI Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur sérstakt dálæti á Sjálf- stæðu fólki eftir Laxness og hefur lesið hana margoft. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Laxness. ÆVINTÝRI OG HROTTALEG GLÆPASAGA ERU MEÐAL HUGMYNDA BJARGAR AÐ NÆSTU BÓKUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.