Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 13
Sverrir Steinn tengist gamla Héraðsskólahúsinu á skemmtilegan hátt. „Afi og amma voru með fyrstu nem- endum í Héraðsskólanum á sínum tíma. Afi, Ólafur Þor- láksson bóndi á Hrauni í Ölf- usi, var nemandi frá 1929 til 1931 en Karl bróðir hans, bóndi á sama bæ, var hér við nám 1934 á sama tíma og Helga Eysteinsdóttir úr Vatnsdal. Karl tók hana sem kaupakonu að Hrauni um sumarið, þar sem afi náði í hana. Ári síðar tók Helga svo Brynhildi systur sína með sér að Hrauni þar sem Karl bróð- ir afa náði í hana! Þau giftu sig og bjuggu öll á Hrauni þar til yfir lauk. „Ég hef verið leitandi síð- ustu árin; hef reynt að finna sannleika lífsins í öllu og ein- hvern veginn var ég leiddur hingað í Héraðsskólann og fæ tækifæri til að gefa húsinu líf. Mamma var hér í íþrótta- kennaraskólanum en það var ekki fyrr en eftir að ég kom hingað að ég áttaði mig á tengingu afa og ömmu við húsið.“ Af því afi hitti ömmu 15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Járnbrautarlest merkt ítalska verk- takafyrirtækinu Impregilo stendur í hlaðinu við félagsheimilið Végarð í Fljótsdal. Þar hefur Landsvirkjun starfrækt sýningu fyrir þá sem um svæðið fara og vilja kynna sér Fljótsdalsvirkjun, sem framleiðir alls 690 MW af rafmagni. Bygging virkjunarinnar á árunum 2003 til 2007 er ein umfangsmesta fram- kvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi. Sérstaklega var gerð jarð- ganga frá Kárahnjúkastíflu að virkj- unarhúsinu í Fljótsdal krefjandi verkefni. Göngin eru tugir kílómetra á lengd og lestir voru notaðar til flutn- inga á framkvæmdatímanum. Að honum afstöðnum var ein lestin skil- in eftir við Végarð og er nú orðin skemmtilegur safngripur. Það er gaman að skoða hin miklu mannvirki eystra. Áhugavert er að koma að Kárahnjúkum, en þangað eru um 60 km úr Fljótsdal á beinum og breiðum slitlagsvegi. Leiðsögu- maður á vegum Landsvirkjunar er við Kárahnjúkastíflu á miðviku- dögum og laugardögum, frá 14 til 17, og segir gestum og gangandi frá framkvæmdunum og náttúrunni, sem á þessum slóðum er ægifögur – þótt sumum þyki virkjunarmann- virkin þar orka tvímælis. FLJÓTSDALUR Járnbrautarlestir eru sjaldséðar á Íslandi og því fangar sú sem er eystra augað. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Járnbrautarlest á teinum Halldór Kiljan Laxness ermeistari blýantsins ímargra huga. Handskrif- aði snilldina á blað og Auður kona hans settist síðan við ritvél og hreinritaði sögurnar og ljóðin og leikritin. Áður en skáldið kynntist Auði vélritaði hann hins vegar mik- ið sjálfur og í gamla Héraðsskól- anum á Laugarvatni er einmitt rit- vél sem Laxness mun hafa notað þegar hann vann þar að Sjálfstæðu fólki á fjórða áratugnum. Stór hluti bókarinnar var skrifaður fyrir aust- an. Á árum áður var rekið hótel í gamla húsinu yfir sumartímann og í fyrra var opnaður gististaður, hos- tel, á nýjan leik og kenndur við skólann. „Við erum tveir vinir sem kynntust í verkfræði fyrir rúmlega áratug sem stöndum að þessu. Með hjálp fjölskyldna okkar og vina höf- um við náð settu marki og viðtökur hafa farið langt fram úr björtustu vonum,“ segir Sverrir Steinn Sverr- isson, sem rekur gisti- og veitinga- staðinn ásamt Sveini Jakobssyni. Ráðstefna stóð yfir þegar blaða- maður sló á þráðinn til Sverris Steins í vikunni og búið að bóka brúðkaup og alls kyns veislur í sumar. Húsið leigja þeir af ríkinu. „Við fengum góðfúslegt leyfi til að nota eigur skólans og hér eru ýmsir skemmtilegir munir, til dæmis þessi ritvél sem staðið hefur inni á skrifstofu en verður frammi í gestamóttökunni þar sem líka verð- ur kaffihús og lítil verslun.“ Héraðsskólinn lagðist af árið 1996 en gerðar voru heiðarlegar til- raunir til að nota húsið; þar var bókasafn menntaskólans, fé- lagsmiðstöð fyrir nemendur skól- anna og listsýningar á vegum Gull- kistunnar. „Húsið hafði lítið sem ekkert ver- ið notað í 17 ár þegar við tókum við því í fyrra og höfðum knappan tíma til að standsetja. Við vinnum að ýmsum framkvæmdum hægt og ró- lega samhliða rekstrinum svo að þetta er lifandi verkefni og mikið að gera.“ Þeir ákváðu strax að vinna mark- visst með sögu byggingarinnar og staðarins. „Hugmyndin gengur út á að fólk komi inn í gamla Héraðs- skólann og hér er til dæmis ekki hostel-stjóri heldur skólastjóri!“ segir hann. „Við vildum reyna sem best að koma með eitthvað nýtt í ferða- þjónustuflóruna og ferðamenn, ekki síður erlendir, eru ótrúlega hrifnir af skólanum og sögu hússins og finnst fróðlegt að heyra af þeim stórmennum sem komið hafa við sögu.“ Héraðsskólinn var stofnaður 1928, húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og Jónas Jónsson frá Hriflu tók af skarið eftir nokkrar vangaveltur um að skóli yrði settur á laggirnar á staðnum. Þá kemur Nóbelsskáldið við sögu eins og að framan greinir. „Við viljum koma sögu svæðisins til gestanna í máli og myndum og höfum til dæmis fengið mikið myndefni frá gömlum nemendum og starfsfólki,“ segir Sverrir Steinn, sem er bjartsýnn á framhaldið: „Staðsetningin er sérstaklega skemmtileg, stutt frá Reykjavík en húsið er líka gríðarlega fallegt og andinn engu líkur. Við viljum hefja Laugarvatn upp til vegs og virð- ingar sem heilsársferðamannastað,“ segir Sverrir Steinn. SUÐURLAND Í fingraför Laxness við Laugarvatn TVEIR VINIR REKA GISTI- STAÐ Í GAMLA HÉRAÐS- SKÓLAHÚSINU Á LAUGAR- VATNI. ÞAR ER GEYMD RITVÉL SEM HALLDÓR LAXNESS KU HAFA HAMRAÐ Á ÞEGAR HANN SKRIFAÐI SJÁLFSTÆTT FÓLK. Sverrir Steinn með ritvél skólans sem sagt er að Nóbelsskáldið hafi notast við. Morgunblið/Sigurður Bogi Ný ríkisstjórn var kynnt í Héraðs- skólahúsinu. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson og Bjarni Benediktsson. Morgunblaðið/Eggert Guðný Sverrisdóttir hætti sem sveitarstjóri Grýtu- bakkahrepps nú að loknum kosningum og auglýst hefur verið eftir starfinu. Það verða örugglega viðbrigði fyrir ýmsa, enda hefur Guðný gegnt starfinu í 27 ár! Allir dagar án Guðnýjar Gömlu góðu kassabílarnir verða dregnir fram sums staðar á landinu hinn 17. júní. Keppni í akstri þeirra hefur verið auglýst bæði á Ísafirði og á Flúðum og hugsanlega víðar. Á heimasíðu Ísafjarðarbæjar eru eigendur beðnir að huga að ökutækjum sín- um og gera þau klár fyrir daginn. Hugið að ökutækjunum Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja K raftaverk studio ROOF er hönnunarteymi í Hollandi sem framleiðir margskonar listaverk og hönnun úr endurunnum pappír. Verkin koma á flötu spjaldi sem raðað er saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.