Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Page 33
15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 1 kg nautakjöt, t.d lund, fille eða annar mjúkur biti 2 dl teryaki sósa 2 tsk. ferskt engifer, rifið 2 hvítlauksrif, rifin 2 msk. sesamfræ svartur pipar eftir smekk Blandið öllu hráefninu í mariner- inguna. Snyrtið kjötið og skerið í hæfilega bita fyrir spjót. Látið kjötið marinerast yfir nótt eða a.m.k í 8 tíma. Grillið við háan hita þar til bit- arnir eru aðeins bleikir í miðjunni. Vatnsmelónusalat með fetaosti og pikkluðum rauðlauk1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar 2 msk. rauðvínsedik 1 poki eða tvær vænar lúkur klettasalat ½ vatnsmelóna (fer þó eftir stærð) 2 dl svartar ólífur 1 fetakubbur handfylli fersk mynta ólífuolía og gott sjávarsalt Setjið þunnt skorinn rauðlaukinn í skál og hellið rauð- vínsediki yfir. Látið standa á meðan salatið er útbúið. Leggið klettasalat á stóran disk. Skerið melónuna í grófa bita og leggið yfir salatið. Hellið ólífunum yfir og fetaost- inum í frekar stórum bitum. Saxið myntuna og stráið henni yfir og endið á rauðlauknum. Dreypið ólífuolíu yfir ásamt rauðvínsedikinu af lauknum. Stráið smá sjávarsalti yfir. Stökkar og sætar ofnbakaðar chili-kartöflur 700 g kartöflur með hýðinu, skornar í litla bita 3 tsk. sambal oelek chilimauk 1 msk. tómatpúrra 1 dl sweet chili sósa 2 tsk. paprikukrydd 3 msk. ólífuolía sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar Stillið ofninn á 180°C. Blandið öllu vel saman í eld- föstu móti þannig að kartöflurnar séu þaktar chili- marineringunni. Bakið í 45 mínútur eða þar til kartöfl- urnar hafa brúnast og eldast í gegn, betra að elda þær lengur en skemur svo þær verði stökkar. Hrærið af og til í kartöflunum á meðan þær bakast. Stráið smá sjávar- salti og meira paprikudufti yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum. Grísk jógúrt-sósa með dilli 1 dós grísk jógurt 3 msk. majónes 1 tsk. hunang góð handfylli ferskt dill, smátt saxað safi úr ½ sítrónu 1 tsk. gróft sjávarsalt Blandið öllu saman í skál. Smakkið sósuna til með hun- angi, salti og sítrónusafa ef ykkur finnst þurfa. Nautalund á spjóti og ljúffengt meðlæti Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma. Þær hafa verið handsmíðaðar í tæp 70 ár og hvert einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæða- eftirlitið með öllu þessu ristaða brauði. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Brauðristar- gæðaeftirlit laugavegi 47 | opið mán.-lau. 10-18, sun. 13-17 | www.kokka.is kokka@kokka.is Súkkulaðihúðuð jarðarberjaostakaka í krukku Súkkulaðihúðuð jarðarberjaostakaka í krukku Botn 12 Oreo-kexkökur 2 msk. brætt smjör Ostablandan 2 dl rjómi 250 g jarðarber, smátt söxuð 4 msk. flórsykur 250 g mascarpone, stofuheitur 125 g rjómaostur, stofuheitur 1 tsk. vanilluextrakt örlítið sjávarsalt Efsta lag 100 g 56% súkkulaði ½ dl rjómi Byrjið á að mylja Oreo-kexið smátt í matvinnsluvél og bætið bræddu smjörinu saman við. Skiptið kexmylsnunni í sex litlar krukkur eða glös og þjappið í botninn. Kælið. Stífþeytið rjómann og setjið til hlið- ar. Kremjið jarðarberin og 2 msk. flórsykur með gaffli þar til vökvinn fer að leka úr berjunum en haldið berjunum samt í smá bitum. Blandið mascarpone, rjómaosti, 2 msk. af flórsykri, vanilluextrakt og sjávar- salti saman með rafmagnsþeytara eða hrærivél. Bætið krömdu jarð- arberjunum út í og blandið vel sam- an. Bætið þá rjómanum varlega sam- an við með sleikju. Skiptið blönd- unni jafnt yfir kexmylsnuna og setjið í ísskáp. Bræðið súkkulaðið og rjómann saman við vægan hita. Kæl- ið aðeins og setjið svo u.þ.b. 1-2 tsk. af súkkulaði ofan á kælda ostakök- una. Kælið aftur. Berið fram með þeyttum rjóma og súkkulaðihúðuðu jarðarberi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.