Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 2
Þú hefur leikið víða og komið fram í mörg ár. Tók það meira á taugarnar að fá að vera fjallkonan en hin hlutverkin? Vissulega var ég með fiðring í maganum. Þetta er svo hátíðleg stund. En ég held að ég hafi verið örlítið stressaðri þegar ég fór á svið sem María í Söngvaseið eða Fantine í Vesalingunum. Af hverju valdir þú að lesa eftir Valgeir Guðjónsson? Það var nú ekki ég sem valdi það. Hann Benóný Ægisson sendi mér kvæðið sem ákveðið hafði verið að skyldi verða ávarp fjallkonunnar. Við Valgeir þekkjumst vel. Hann vissi ekk- ert hver myndi lesa kvæðið hans, þar sem það er best geymda leyndarmál lýðveldisins hver fjallkonan er hverju sinni. Hann var mjög glaður með þetta og við bæði. Kvæðið finnst mér ákaflega fallegt. Er það rétt að þú hafir stolist inn í grunnskólann þinn og gist þar með vinkonum þínum? Já, það er satt. Ég var hinn mesti prakkari sem krakki. Við vinkonurnar, þríburasamlokurnar Tinna, Vala og Gulla, laumuðumst inn í skólann eftirmiðdag nokkurn og gistum í púðaherberginu svokallaða um nóttina. Þetta var vissulega al- veg hrikalegur prakkaraskapur og foreldrar okkar ekki sáttir með okk- ur en minningin er skemmtileg og enginn hlaut skaða af. Þú fermdist með stæl í barokkkjól. Hvernig kom það til? Þá komum við aftur að þríburasamlokunum Tinnu, Völu og Gullu sem vildu vera öðruvísi en aðrir. Við teiknuðum upp barokkkjóla með dyggri aðstoð Dísu systur Gullu. Gulla reddaði ekta períóðu kjól úr Þjóðleikhúsinu frá ömmu Dísu (Herdísi Þorvalds leikkonu) og við hinar létum sauma á okkur kjóla með barokkívafi. Þetta var kannski hluti af því að vera ævintýralegur. Horfir þú á heimsmeistaramótið? Já með öðru auganu. Var t.d. mjög hissa á að Spánverjar skyldu detta út í riðlakeppninni. Held annars með Ítalíu. Morgunblaðið/Eggert VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 Sumarsólstöður höfðu þýðingu fyrir mig þegar ég var sveitabarn en ekki eins mikla í dag. Maður er ekki í eins mikilli snertingu við náttúruna. Heiðar Jónsson. Já, ég gifti mig á sumarsólstöðum. Þetta er bara fallegasti tími ársins. Ólöf Björg Óladóttir. Nei, dagarnir eru bara allir eins. Tinna María Hafþórsdóttir. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég veit ekki hvað það er. Ísak Óli Helgason. Morgunblaðið/Þórður SPURNING DAGSINS HAFA SUMARSÓLSTÖÐUR EINHVERJA ÞÝÐINGU FYRIR ÞIG Margföld afmælisveisla var haldin á heimili Ernu Kaaber í vikunni, en hún bauð í 100 prósent glúten- fría veislu. Sumarleg salöt voru í aðalhlutverki og girni- legt bakkelsi. Í BLAÐINU MEÐALHITI Í MAÍ 2010-2014 Heimild:Veðurstofan 9°C 8°C 7°C 6°C 5°C 4°C 2010 2011 2012 2013 2014 Reykjavík Akureyri 8,2° 8,2° 6,5° 7,5° Forsíðumyndina tók Golli Írland er meira en bara Dublin og eyjan græna hefur upp á margt að bjóða. Akstur um eyjuna getur verið dásamleg lífsreynsla en mælt er með því að leigja fólksbíl frekar en að treysta á almennings- samgöngur. Muna bara vinstri umferð. 20 Grænir lita- tónar eru vinsælir í sumar og helstu hönnuðir heims nota grænan í sum- arlínur sínar 2014; hvort sem er fatn- að eða fylgihluti. Verslanir Reykjavík- urborgar bjóða upp á ýmislegt grænt og vænt. 42 Íslenska þjóðkirkjan hefur á undanförnum ára- tugum stefnt til aukinnar íhaldssemi í guðfræði og stjórnskipan segir Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum, og er ekki sáttur við þá þróun. 14 Valgerður Guðnadóttir, söng- og leikkona, var fjallkona Reykjavíkur 17. júní í ár. Hún flutti ávarp eftir Valgeir Guðjónsson tónlistarmann. Valgerður er komin í sumarfrí og ætlar í fjögurra daga göngu frá Borgarfirði eystri og í Seyðisfjörð. Prakkari sem krakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.