Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 53
veruleikanum. Í mínum hagfræðilega skiln-
ingi á samfélagi þá er þetta ekkert óraun-
verulegra en hvert annað samfélag. Eins og í
lífinu sjálfu velja þátttakendurnir sín mark-
mið. Þeir geta viljað verða ríkasti spilarinn
eða virtasti diplómatinn eða hvaðeina. Sumir
vilja spila einir, aðrir ganga til liðs við stór
samtök. Samskiptamátinn er hins vegar í
gegnum tölvur. Þú gætir sagt að EVE online
væri samskiptaforrit, eins og Skype eða Fa-
cebook.“
Háskólarnir mikilvægir
Eyjólfur lauk BS-gráðu í hagfræði frá Há-
skóla Íslands og síðar doktorsprófi í hag-
fræði frá Rhode Island University í Banda-
ríkjunum. Eftir nám fluttist hann til
Akureyrar og hóf sinn akademíska feril hjá
HA þar sem hann starfaði meðal annars sem
deildarstjóri viðskipta- og raunvísindadeildar.
Árið 2007 gekk hann svo til liðs við CCP þar
sem hann hefur unnið síðan. Aðspurður
hvernig honum líði með að yfirgefa CCP við-
urkennir Eyjólfur að tilfinningarnar séu
blendnar. „Að fá að vaxa með þessari hug-
mynd, EVE Online, hefur verið draumi lík-
ast fyrir mig. Ég vissi fyrirfram að leikurinn
væri hannaður út frá grundvallarhugtökum í
hagfræði en óraði ekki fyrir því hversu djúp-
ur og margþættur hann væri. En allt á sinn
enda og ég sá alltaf fyrir mér að fara aftur í
háskólana. Mér þykja þeir afar spennandi
vettvangur og lít svo á að þeir séu af-
skaplega mikilvæg grunnstoð í mótun síns
samfélags. Mér leið alltaf afar vel á Akureyri
og ég hlakka til að snúa aftur þangað og
nýta það sem ég hef lært hér hjá CCP í
störfum mínum þar. Ég er mjög hrifinn af
frumkvöðla- og sprotafyrirtækjahugsuninni
og trúi því að vöxtur Íslands í framtíðinni
verði á þeim vettvangi ef við getum verið
með umhverfi þar sem nýjar hugmyndir fá
að vaxa og dafna. Við höfum dæmi um fyr-
irtæki sem hafa komið fram með hugmyndir
og vaxið út af tengingu sinni við netið. Data-
market, Dohop, Plain Vanilla og fleiri sem
minna hefur verið tekið eftir eiga öll sameig-
inlegt að vera á þessum 2-3 milljarða manna
markaði sem internetið er. Það er ekkert
sem stoppar okkur Íslendinga í að halda
áfram á þessari braut nema okkar eigið hug-
arfar. Íslendingur með rétta menntun og –
númer eitt, tvö og þrjú – rétt hugarfar hefur
alveg sömu möguleika og allir aðrir í heim-
inum til að búa til þjónsutu og afþreyingu
sem seld er í gegnum netið. Og dæmin
sanna það. Þetta finnst mér ekki fá nægileg-
an stuðning frá stjórnvöldum í dag þó að
nýjustu fréttir frá uppbyggingu tækniþróun-
arsjóðs séu skref í rétt átt. Íslensk stjórn-
völd þurfa að taka ákvörðun um hvernig við
ætlum að ná fram vexti. Ætlum við að vera
samfélag sem byggir styrkleika sína á þeim
auðlindum sem við eigum? Það er engin
spurning að þær eru grunnstoð okkar sam-
félags og fleyttu okkur í gegnum núverandi
fjármálakrísu. En hvaðan á vöxturinn að
koma? Hvernig ætlum við að standa undir
sambærilegum lífskjörum og í öðrum lönd-
um? Við vitum að í sjávarútvegi er hag-
kvæmni, hagræðing og betri nýting aflans
eina leiðin til að auka verðmæti sjávaraflans.
Við munum ekki auka verðmæti hans um
tugi prósenta á örfáum árum. Það er gullöld
í ferðamennsku og mörg svæði eru komin að
þanþoli sínu. Sama gildir um stóriðjuna.
Þessar auðlindir eru takmarkaðar og munu
aðeins standa undir tilteknum lífsskilyrðum
og mannfjölda til framtíðar. Það er hlutverk
háskólanna í dag að benda stjórnvöldum á
og stuðla að uppbyggingu nýrra sprota,
nýrrar hugsunar sem tengist alþjóðlegum
viðskiptum, opnum tengslum við umheiminn
þar sem netið okkar lífæð.“
Eyjólfur segir jafnframt að fjölbreytni
skapi styrk í samfélaginu og þetta hafi hann
séð vel í gegnum störf sín hjá CCP. „Há-
skólarnir þurfa að mennta einstaklinga til
þess að geta tekið þátt í netsamfélagi fram-
tíðarinnar þannig að hugarfar þeirra snúist
um að skapa verðmæti og nýta þau tækifæri
sem eru fyrir framan okkur. Menntunin er
ekki bara passívur máti til að taka við upp-
lýsingum heldur á fólk að koma út og nýta
þekkingu sína og menntun til að búa til eitt-
hvað nýtt. Þarna sé ég gríðarlega sterka
tengingu við það sem ég hef verið að gera
hjá CCP. Fáir gera sér grein fyrir hversu
fjölbreytta menntun starfsfólk CCP er með.
Hér vinna auðvitað forritarar, en líka stærð-
fræðingar, eðlisfræðingar, heimspekingar,
listamenn, hagfræðingar og svona mætti
lengi telja.“
Bjart framundan í opnu samfélagi
Eyjólfur segir að hann og fjölskyldan hafi
kunnað mjög vel við sig á Akureyri og hann
hlakki til þess að flytja þangað að nýju. „Ég
hef hrifist af því að Háskólinn á Akureyri
hefur þróað nýjar námsleiðir og getur jafn-
framt lagað sig fljótt að breyttum aðstæðum.
Háskólar eru oft tregir til breytinga, með
þykka deildar- og fagmúra. Mér líst vel á
tækifærið til að móta háskólasamfélagið í
samræmi við þá sýn sem ég hef þróað með
mér eftir veruna hér fyrir norðan og svo hjá
CCP. Það verður spennandi að sjá hvernig
mér gengur að sannfæra háskólasamfélagið
um að hér séu nýir og bjartari tímar í vænd-
um í opnu og tæknivæddu samfélagi. Það
verður þó aðeins að veruleika ef íslensk
stjórnvöld og samfélagið í heild sinni heldur
sig við þá braut að taka þátt í samstarfi
þjóða. Við höldum stundum að það sé sjálf-
gefið að við getum ferðast hvert sem við vilj-
um, að við höfum nettengingar á heimilum
okkar, en allt þetta byggist á nánu samstarfi
þjóða á milli. Þetta gleymist stundum.“
Dr. Eyjólfur Guðmundsson
kenndi við Háskólann á Akureyri
áður en hann flutti sig yfir til
CCP. Hann tekur við rektors-
stöðu Háskólans á Akureyri í
byrjun næsta mánaðar.
Morgunblaðið/Eggert
* EVE minnir að ákveðnu leyti á okkar sam-félag á þjóðveldisöld. Það eru lágmarkslög og-reglur en í raun er ekkert framkvæmdavald. Það
er samfélagsins að framfylgja reglunum. Ef þú
ræðst á mig öðlast ég rétt á því að svara í sömu
mynt. En ég get líka framselt þann rétt.
22.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53