Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 22
Ásta Arnardóttir, jóga- kennari, segir núvit- undarhugleiðslu minnka streitu og kvíða meðal iðkenda. Morgunblaðið/Þórður Á sta Arnardóttir, yoga- kennari og leiðsögukona, hefur frá árinu 2010 staðið fyrir árlegum kyrrðarvökum þar sem fólk kemur saman og hugleiðir í þögn í nokkra daga, fjarri símum, tölvum, kross- gátum og hverju því sem beinir at- hygli fólks frá hugsunum þess. Á öld hinnar tafarlausu afþreyingar kann að hljóma óvenjulega að vilja fara eitthvað og þegja með hópi fólks en Ásta segir að þögnin sé aldagömul aðferð innan ýmissa and- legra leiða til að sjá dýpra inn í eðli lífsins. „Kyrrðin veitir einstakt tækifæri til þess að staldra við og tengjast lífinu á djúpstæðan hátt. Allir þrá að vera hamingjusamir og líða vel en oft erum við ófullnægð í daglegu lífi og ekki í tengslum við dýpri lögmál lífsins. Við erum oft á stöðugum flótta undan því sem er óþægilegt eða að eltast við það sem er þægilegt. Og það veldur þján- ingu. Í kyrrðinni öðlumst við með- vitund um þessa tilhneigingu hug- ans og náum að slaka á og sleppa takinu. Margir upplifa dýpri tengsl sem birtast sem hamingja, traust, kærleikur, vellíðan“ segir Ásta. Hún segir jafnframt að iðkunin leiði iðk- andann úr heimi hugmyndanna og yfir í veruleika skynjunar. „Í kyrrð- inni erum við að hlusta eftir því hvernig við bregðumst við skynj- unum og reynum að taka eftir til- hneigingu hugans að halda í þægi- legar skynjanir og ýta hinum frá. Við þjálfum okkur í að sleppa tak- inu á þessum tilhneigingum, sem byggjast á þeim misskilningi að ég verði hamingjusöm ef ég safna nógu mörgum þægilegum augnablikum og leiði hin hjá mér. Hamingja er í raun óháð ytri aðstæðum, hún er nær því að vera afstaða til lífsins.“ Opnir tímar einu sinni í viku Ásta fer jafnframt fyrir félagi um núvitundarhugleiðslu á Íslandi. Fé- lagið stendur fyrir opnum hug- leiðslutímum einu sinni í viku á vet- urna og heldur jafnframt byrjenda- námskeið. Hugleiðslan sem þar er iðkuð er kennd við núvitund (e. mindfullness) og á rætur sínar að rekja til kennslu Búdda fyrir 2.500 árum. „Í núvitund erum við að þjálfa hugann. Margir eru með mjög sterkar hugmyndir um hugleiðslu þegar þeir byrja, til dæmis að hún snúist um að kyrra hugann. Flestir taka svo eftir því að það er ekki auðvelt. Hann getur verið hljóður og hann getur verið mjög virkur. Við erum að æfa okkur í því að taka eftir hvernig hugurinn bregst við skynjun og velja viðbrögð sem hlúa að lífinu – vera kyrr með hug- anum eins og hann er.“ Ásta segir jafnframt að ásókn í hugleiðsluna hafi aukist mikið í vetur. „Þetta hef- ur byggst upp jafnt og þétt hjá okkur. Fleiri og fleiri byrja að iðka og þá verður þetta meira eins og hluti af lífi þeirra. Áhrif núvitundar hafa líka verið rannsökuð og þau eru mjög mikil. Hún minnkar streitu og kvíða og hjálpar fólki að lifa í vellíðan og sátt. Það geta orðið svakalegar hugarfarsbreytingar á skömmum tíma. Í stað þess að stjórna erum við að finna, í staðinn fyrir að berjast erum við að elska, í stað þess að loka viljum við opna. Þetta er bara eins og að þjálfa vöðva.“ Þátttaka á kyrrðarvökum á vorin hefur verið afar góð og stefnt er að því að fá virta kennara hingað til lands til að leiða slíkar vökur frá og með árinu 2015. Nánar er hægt að fræðast um hugleiðsluna á www.dharma.is og www.yogavin.is. HUGLEIÐSLA OG KYRRÐARVÖKUR VEKJA ATHYGLI Gætir þú þagað í nokkra daga? Í SAMFÉLAGI NÚTÍMANS HÖFUM VIÐ NÆR ÓTELJANDI LEIÐIR TIL AÐ FLÝJA ÓÞÆGILEGAR HUGSANIR. ÁSTA ARNARDÓTTIR SEGIR AÐ KYRRLÁT ÞÖGN GETI HJÁLPAÐ OKKUR AÐ SJÁ DÝPRA INN Í EÐLI LÍFSINS Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Heilsa og hreyfing Hugsuðir sem skildu þögnina Morgunblaðið/Sigurður Ægisson *Hugsuðir mannkynssögunnar voru margir hverjirmeðvitaðir um kraft þagnarinnar. 600 árum fyrirKrist sagði Lao-Tzu að „þögnin væri uppsprettamikils máttar“. Snillingurinn Leonardo da Vinci léthafa eftir sér að „ekkert styrkti vald jafn-kröft-uglega og þögnin“. Richard Nixon tileinkaði þögn-inni heilan kafla í æviminningum sínum. Kvikmynda- leikstjórinn Woody Allen sagði jafnframt „Guð er þögull. Bara að maðurinn gæti haldið sér saman.“ Kennsla á kyrrðarvöku og hjá hugleiðslufélaginu er ókeypis og starfsemin er rekin með frjálsum fram- lögum. Þetta fyrirkomulag kallast Dana og á rætur að rekja til þess að kennsla Búdda var gefins og á lang- flestum stöðum þar sem búddísk hefð er iðkuð er Dana haldið í heiðri. „Búdda ráðlagði leik- mönnum að gefa og Dana er hversdagsleg iðkun sem hefur djúpstæð áhrif á sál- arlífið. Gjöfin þarf ekki endilega að vera peningar eða beinar gjafir heldur getur hún líka verið bros, tími eða hlustun. Áherslan er á meðvitund um gjafir lífsins. Þessi iðkun byggist á dýpri meðvit- und um þessa gjöf að vera á lífi og henni fylgir oftar en ekki mjög djúpstæð löngun til að gefa af sér. Hún leiðir okkur á stefnumót við eigingirni. Hvað er það sem við höldum í, viljum ekki sleppa takinu á? Þannig er hægt að öðlast frelsi frá hugmyndinni um skort,“ segir Ásta. ÖRLÆTI ER MIKILVÆGUR HLUTI IÐKUNARINNAR Búdda kenndi ókeypis Búdda hvatti iðkendur til að vera meðvit- aða um gjafir lífsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásta er jafnframt leiðsögukona og hefur staðið fyrir öræfaferðum inn á miðhálendi á sumrin þar sem gengið er í kyrrð að hluta. Tvær slíkar ferðir eru á dagskránni nú í sumar. „Það er alltaf mikið hlegið og sungið í ferðunum en svo er dýrmætt að eiga tíma inni á öræfum þar sem gengið er saman í kyrrð og þögn. Öræfakyrrðin er ein af gjöfum öræfanna og það er afar þakklátt að eiga stund þar í kyrrð. Það er eitthvað dásamlegt við að iðka þar í sameiningu. Sumum hefur fund- ist þetta skrýtin tilhugsun en oftar en ekki er byrjað að kalla á kyrrð- argöngu á þriðja degi. Stundum göngum við berfætt. Þá er hver og einn með sjálfum sér og beinir athygli sinni að snertingu við jörð. Slík ganga getur dýpkað tengsl við náttúruna og gefið náin augnablik í öræfum. Áhrifin eru oft svipuð og á kyrrðarvöku. Hugurinn hljóðnar, það hægist aðeins á og það kemur upp mikið þakklæti. Skynfærin verða oft mjög næm og fólki verður meira ljóst hvað er aðalatriði og hvað er aukaatriði. Þannig öðlast margir djúp tengsl við náttúruna og sjá til dæmis að allt líf á jörðu er samtengt og við erum nátengd því öllu.“ Í fjallgöngu getur öræfaþögnin verið kraftmikil og haft djúpstæð áhrif. ÖRÆFAÞÖGNIN ER EIN AF GJÖFUM LANDSINS Djúpstæð náttúrutengsl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.