Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 47
inn í kör. Sumir voru sagðir vera „farnir að kalka“, aðrir voru „gengnir í barndóm“ og loks voru einhverjir „komnir út úr heiminum“. Slíkt var ekkert fagnaðar- efni, en ekki heldur nein hrollvekja. Það þótti næstum sjálfsagt að fólk, sem farið var að grána fyrir margt löngu, færi að kalka pínulítið og stundum var brosað góðlátlega að því. Það þótti jafnvel eitthvað vinalegt við það að menn gengju í barndóm. Gamall þulur sagði að þeir sem væru dálítið barnalegir alla ævina gengju síður í barndóm en hinir. Hann virtist telja að manni væri í öndverðu skammtaður tiltekinn barnaskapur og tæki hann sjálfan sig of alvarlega drýgstan hluta æv- innar hlyti hann að ganga harkalega í barndóm áður en yfir lyki. Ólíklegt er að mikil vísindi hafi verið á bak við þess háttar kenningar. En í rauninni var ekki litið á „kölkunina“ eða „barndómsganginn“ sem eiginlegan sjúkdóm, og enginn var því að amast við því þótt engin lækning væri til. Þetta var óhjákvæmilegur hluti af lífsins hringrás. Fyrir daga hitaveitu og pensilíns sá svo blessuð lungnabólgan um það að þetta skeið stóð fremur stutt. Ný og erfið staða Nú kalkar enginn né gengur í barndóm og baðkör eru hin eina kör sem nútímamaðurinn hefur heyrt nefnda. En margir fá hins vegar alzheimer-sjúkdóminn. Og það er ekkert gamanmál. Vaxandi langlífi skýrir það að hluta til. En fleira kemur til. Ný og betri þekking leiðir til þess að með réttu er litið á fyrrnefnt ástand sem sjúkdómsástand, sem alzheimer er í huga almennings safnheiti fyrir. Og þegar óumdeilt er, að um sjúkdóm sé að ræða, eru að sjálfsögðu kröfur uppi um að fundnar séu leiðir til að lækna hann. Á meðan það hafi ekki tekist þurfi að finna ráð til að hægja á sjúkdómnum og meðan sé beðið eftir árangri þar er þrautavarakrafan sú, að ein- kennin verði milduð og tilvera sjúklinga og aðstand- enda gerð bærilegri en nú er. En hvað veldur því að óttinn við þennan sjúkdóm er að nálgast óttastig krabbameins? Leikmaður kemst ekki nær því en að geta sér til um ástæður. Bein áhrif sjúkdómsins og sjúkdómskvalir eru auð- vitað ein ástæðan. Og þær eru þungbærar, m.a. vegna þess að sjúklingurinn missir fyrr eða síðar getu til að hjálpa heilbrigðisfólki og aðstandendum að draga úr kvölum og milda angist. En þessi sjúkdómur breytir iðulega manneskju úr sjálfri sér í aðra, með allri þeirri niðurlægingu sem slíku getur fylgt. Ástvinirnir kveljast kannski meir en sjúklingurinn á því stigi. Er lyfjalausn sjáanleg? Risafyrirtæki í lyfjaframleiðslu ráða mestu um hvert fjármunum er beint þegar „uppgötva“ skal ný lyf sem vinna eiga á tilteknum sjúkdómum. Ákvarðanir um slíkt eru sagðar eðlislíkar þeim sem teknar eru við borð stóru spilavítanna, þar sem mest er undir. Rann- sóknir af slíku tagi kosta óhemjulegt fé. Og mestar lík- ur eru á, að því fé sé á glæ kastað. En vonin er að gagnlegt lyf við viðkomandi sjúkdómi finnist. Þá mun gull í buddur burgeisa bætast og kostnaður skila sér margfaldur til baka. En eins og við spilaborðið er rétt að stilla væntingum í hóf. Lyfjafyrirtæki, sem finnur og framleiðir nýtt lyf, sem sannar gagn sitt, hefur einkaleyfi á því í afmarkaðan tíma. Hann verður að duga til þess að endurheimta rannsóknarkostnað, rekstur tiltekinna þátta fyrirtækisins, hallann af öðr- um lyfjarannsóknum og þar fram eftir götunum. Þar sem heimurinn er mjög skammt á veg kominn í átt til þess að finna lyf sem skipt gæti sköpum í barátt- unni við alzheimer-sjúkdóminn þykir áhættan við um- fangsmiklar rannsóknir mikil. Því er þrýstingur á að lengdur verði sá tími sem einkaleyfi lyfjafyrirtækja gildi fyrir þau lyf sem þeir ná að framleiða, til að rétt- læta óviss útgjöld. Þau viðbrögð heyrast á móti að lyfjafyrirtækjum sé ekki treystandi. Þessi fyrirtæki eru ekki þau vinsæl- ustu í heiminum og vantraust ríkir á heilindum þeirra og því að stjórnendur þeirra og eigendur hafi stjórn á gróðafíkn sinni. En það er mikið í húfi og þýðingarmikið að aukinn kraftur sé settur í leit að lyfjum sem geti breytt ein- hverju um framgang þessa sjúkdóms. Aldursmynstrið á Vesturlöndum mun óhjákvæmi- lega auka vægi þessa sjúkdóms verulega á allra næstu árum. Sameiginleg útgjöld vegna þessa munu aukast stórkostlega. Það er sennilega rétt sem öldrunarlæknirinn sagði: Verði ekki tekið miklu fastar á en nú er gert geta allir, ekki aðeins sjúklingarnir, gleymt þessu. Þá munu ára- tugir líða án þess að glitti í árangur. Þá munu miklu meiri fjármunir fara í umönnun en gætu dugað í rann- sóknir nú. Það er mjög dapurleg spá. Morgunblaðið/Ómar 22.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.