Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.6. 2014 G unnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós og prófastur í Kjal- arnessprófastsdæmi lætur af störfum í janúar á næsta ári vegna aldurs. „Þetta verða mikil umskipti því að við hjónin höfum búið hér í Kjósinni í tæp 36 ár,“ segir Gunnar. „Ég kom heim frá doktorsnámi í Þýskalandi haustið 1978 og eina prestakallið sem stóð til boða var í Kjósinni og þangað lá leiðin. Við hugsuðum okkur að vera hér í eitt til tvö ár en ílentumst í þessari fallegu sveit.“ Hvað tekur við hjá þér þegar þú lætur af störfum? „Ég hef stundað fræðistörf og skrifað og ætla að halda því áfram. Nýlega sendi ég frá mér bók um Martein Lúther og nú sé ég fram á að sá gamli draumur geti ræst að skrifa bók um séra Matthías Joch- umsson. Ég tók mér rannsókn- arleyfi í nokkra mánuði fyrir fáein- um árum og stundaði rannsóknir við Harvard-háskóla í Boston þar sem ég kynnti mér bandarískt bak- svið séra Matthíasar í guðfræði, bókmenntum og heimspeki sem allt hafði mótandi áhrif á hann. Stofn- endur og aðstandendur Harvard- háskóla voru guðfræðingar í Boston sem séra Matthías leit mjög til, há- skólinn er nefndur eftir séra John Harvard. Þetta yrði ekki ævisaga Matthíasar, enda hefur Þórunn Valdimarsdóttir skrifað slíka bók, heldur bók um menningarlega og trúarlega mótun þjóðskáldsins, hug- sjónir og hugmyndir.“ Styrkur í trúnni Víkjum að þér og trúnni. Varstu trúaður strax sem barn? „Já, ég var það. Ég held að ég hafi verið nokkuð dæmigert barn á íslensku sjómannsheimili á tímum þegar börnum var kennt að fara með bænir. Mamma var trúuð kona þótt hún talaði ekki mikið um trú sína frekar en pabbi eins og okkar Íslendinga er háttur. Trú Íslendinga er einstaklingsbundin og nátt- úrutengd en ekki sérlega tengd kirkjunni sem stofnun, þar búum við að trúarmenningu sem hefur mótast af langri húslestrahefð og klassískum trúarbókmenntum sem þjóðin mat mikils.“ Af hverju ákvaðstu að verða prestur? „Ég ætlaði mér ekki endilega að verða prestur. Guðfræðin varð fyrir valinu því mér fannst hún vera spennandi og breið fræðigrein. Inn- an hennar rúmast svo margt, þar er Ritningin, bókmenntafræði, túlk- unarfræði, trúarheimspeki, fornald- arsaga, almenn menningarsaga, sál- gæslufræði, prédikunarfræði og fleira. Eftir nám í guðfræði hér heima fór ég í framhaldsnám í trúarheimspeki til Boston og þegar ég kom heim varð ég að taka ákvörðun um starf og þá lá beinast við að verða prestur. Þá lá leiðin austur á Hérað.“ Er prestsstarfið erfitt? „Það er erfitt og krefjandi starf að vera prestur en að sama skapi afar gefandi. Kirkjan hefur ekki alltaf meðbyr og presturinn hefur oft vindinn í fangið. Kirkjurnar eru sjaldnast þéttsetnar. Presturinn heldur samt siglingunni áfram, hann hefur boðskap að flytja.“ Þegar fólk lendir í mótlæti eða upplifir mikla sorg, hvort finnst þér þá algengara að það afneiti Guði eða finni styrk í trúnni? „Reynsla mín í starfi hefur sýnt mér að maðurinn finni styrk í trúnni þegar hann er einn og yf- irgefinn í miklu mótlæti og djúpri sorg. Fáir hafa skrifað betur um þetta en Halldór Laxness í Heims- ljósi þegar hinn ósýnilegi vinur kemur til Ólafs Kárasonar. Í sorg- inni upplifir fólk iðulega að því sé gefinn styrkur sem það veit ekki hvaðan kemur, en túlkar kannski seinna, meðvitað eða ómeðvitað, sem guðlega návist.“ Að vera læs á menninguna Þú sendir nýlega frá þér bók um Martein Lúther og siðbótina. Segðu mér aðeins frá henni. „Ég hef skrifað talsvert, einkum ritgerðir og greinar, en þessi bók um Martein Lúther er lang- viðamesta verk mitt. Bókin á sér rætur alveg til ársins 1978 þegar mér var boðið á söguslóðir Lúthers sem flestar voru austan járntjalds.“ Hvað heillar þig við Lúther? „Lúther er einn af mótendum sögunnar. Enginn sem skoðar sögu Vesturlanda getur litið framhjá hon- um því mótunaráhrif hans á menn- ingu og samfélag eru gríðarleg. Hann var óbreyttur munkur og kennari þegar hann hóf upp raust sína. Fáum árum síðar var hann dæmdur útlægur og réttdræpur á ríkisþingi keisaradæmisins. Þá hafði rómversk-kaþólska kirkjan nýlega dæmt hann til eilífrar fordæmingar, sem enn er í gildi. En ekkert sló Lúther út af laginu, hugrekki hans var ótrúlegt. Áhrif hans voru afar víðtæk. Þýð- ing hans á Nýja testamentinu úr grísku er meistaraverk og enn í dag er lesið upp úr því í þýskum kirkjum. Hann sameinaði Þjóðverja um eitt ritmál og stíll hans vekur enn að- dáun. Hann var afar róttækur guð- Trúin er í eðli sínu þrá GUNNAR KRISTJÁNSSON PRESTUR Á REYNIVÖLLUM SEGIR ÍSLENSKU ÞJÓÐKIRKJUNA HAFA Á UNDANFÖRNUM ÁRA- TUGUM STEFNT TIL AUKINNAR ÍHALDSSEMI Í GUÐFRÆÐI OG STJÓRNSKIPAN. HANN ER EKKI SÁTTUR VIÐ ÞÁ ÞRÓ- UN. HANN RÆÐIR EINNIG UM MOSKUMÁLIÐ SVONEFNDA, MIKILVÆGI UMBURÐARLYNDIS, EÐLI TRÚARINNAR OG GILDI ÞESS AÐ ÞEKKJA SÖGUR BIBLÍUNNAR. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Ég vil sjá íslensku kirkjuna einsog hún var lengst af. Hún hafðieindregin þjóðkirkjueinkenni, var sam- ofin menningu og þjóðlífi með alveg sérstökum hætti, opin, frjálslynd með víðar dyr og lágan þröskuld. Þann kirkjuskilning hefði þurft að þróa í fjöl- menningarsamfélagi líðandi stundar.“ Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.