Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.06.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna Ágæt landsframleiðsla *Þó að ástandið mætti og gæti verið betra erlandsframleiðsla á Íslandi samt með því hæstasem þekkist. Ef marka má tölur AGS er lands-framleiðsla á mann hérlendis sú 16. hæsta íheiminum, mitt á milli Írlands og Belgíu og hærrien í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Lands-framleiðsla á mann á Íslandi er tvöfalt hærri en hjá Grikklandi, fjórfalt hærri en hjá Argentínu og meira en tífalt hærri en hjá Úkraínu. Það mæðir á Lárusi Halldóri Grímssyni á sumrin enda er hann stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur og ófár skrúðgöngurnar þar sem halda þarf uppi fjörinu. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum 2-4 í heimili. Á sumrin allt upp í 6 manns, þegar synir mínir eru á landinu. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég er úr sveit, á því mjólk, ostinn Skagfirskan sveitabita, reyktan silung og allskonar nýgræð- ing. Á líka alltaf vestfirskan harðfisk og viðbit, skola þessari tvennu niður með Sól appels- ínusafa og sódavatni blönduðu 50/50. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Góð spurning, sem ég hef aldrei velt sér- staklega mikið fyrir mér. Við erum allavega ekki svo dýr í rekstri. Hvar kaupirðu helst inn? Í Vesturbænum er óvenju góð flóra af smáum og stórum verslunum, allt til staðar nema Kaupfélag Skagfirðinga. Þeir ætla að opna útibú á Fiskislóð fyrir næstu jól, það verður örugglega fullt út úr dyrum hjá þeim. Ég þarf oft að fara í margar búðir í sömu ferð ef mig vantar t.d. ferskan kóríander og enda gjarnan svoleiðis innkaupaferðir í Melabúðini. Þar fæst allt, villtur lax, öll fersku kryddin og allt á grill- ið, sem sagt allt! Hvað freistar helst í matvörubúð- inni? Heitur sviðakjammi úr hitaofninum í Mela- búðini, ekkert toppar það. Ég er sko úr sveit eins og fram hefur komið. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Sendi sambýliskonuna út í búð, það þræl- virkar. Hvað vantar helst á heimilið? Stærri frysti fyrir fiskinn sem ég veiði á sumrin í Veiðivötnum, á Arnarvatnsheiði og norður í Fljótum. Eyðir þú í sparnað? Já, Sönnlæf o.fl. Skothelt sparnaðarráð? Hér er eitt skothelt, fyrir íslenska ólofaða karlmenn. Ég hitti gamlan félaga fyrir 10 árum. Hann var nýgiftur, kominn með góða og glæsi- lega konu frá Filippseyjum plús tvö börn henn- ar. Hann sagði mér að hún sæi um öll mat- arinnkaup, það væru í mesta lagi 5000 kr. á viku sem færu í matinn fyrir 4 á heimilinu. Framreiknað á verðlagi dagsins í dag eru það þrjár 12 tommu pizzur á viku, borðleggjandi dæmi! Koma svo, strákar! LÁRUS HALLDÓR GRÍMSSON LÚÐRASVEITARSTJÓRI Blandar appelsínusafa við sódavatn Lárus segir að sig vanti stærri frysti undir allan fiskinn sem hann veiðir á sumrin. Morgunblaðið/Eggert Aurapúkinn veit að það er gott að eiga smá varabirgðir af geymsluþolnum mat. Nokkrar dósir af súpu, niðursoðnir ávext- ir og núðlupakkar geta komið sér vel þegar þröngt er í búi eða ef tímann skortir til að kaupa í matinn. Púkinn hefur hins vegar brennt sig á að sumt það sem hann kaupir í þessum tilgangi langar hann svo ekkert að borða þegar á hólminn er komið. Vara- matarbirgðirnar þurfa að vera ljúffengar ef þær eiga að gera sitt gagn. Til að grisja eld- hússkápana reynir Púk- inn að gera hreinsunarátak með reglulegu millibili. Hann tekur allt fram og setur á eldhús- borðið og saxar svo smám sam- an á staflann. Það sem klárast síðast, eða hreyfist jafnvel ekki neitt, er matur sem má sleppa því að kaupa framvegis, sama hversu gott verð er í boði úti í stórmarkaðinum. Þessar restar má svo losna við í gegnum matarbýttahópinn á Facebook, gefa nágrönnum, ætt- ingjum eða vinum, og njóta þess síðan að hefa meira rými í skáp- unum. púkinn Aura- Skáparnir grisjaðirH ver kannast ekki við þá upplifun að standa fyr- ir framan fullan ísskáp- inn en finnast samt ekki neitt vera til, til að snæða? Allar skúffur og skápar eru stút- full af hráefni sem virðist samt einhvern veginn ekki passa saman og eitthvað vantar til að hægt sé að matbúa. Þeir sem standa í þessum spor- um, og líka þeir sem vilja einfald- lega spara sér ferð út í búð og elda eitthvað gott úr því sem til er, ættu að fara rakleiðis á netið því þar má finna fjölda vefsíðna sem nota má til að leita að upp- skriftum eftir því hvaða hráefni er þegar til. Veislumatur úr litlu Einn mjög notendavænn vefur af þessu tagi er Supercook (www.su- percook.com). Þar er ýmist hægt að velja af lista eða skrifa beint inn, á ensku, hvað er til í búrinu. Forritið kemur jafnóðum með til- lögur að uppskriftum og spyr hvort til er fleira hráefni sem gæti víkkað uppskriftaúrvalið enn frekar. Eftir því sem fleira hráefni rat- ar inn á listann því fjölbreyttari og flóknari uppskriftir birtast. Síð- an má flokka uppskriftirnar eftir matargerðarhefð, til að finna bet- ur það bragð sem heimilismeð- limir eru í skapi fyrir þá stundina. Ekki síður mikilvægur fítus á Supercook er að hægt er að úti- loka uppskriftir sem innihalda t.d. hnetur, skelfisk, glúten eða kjöt. Síðan kemur vandlega fram í upp- skriftunum hversu flóknar og tímafrekar þær eru, og hversu marga matargesti þær metta. Næringarinnihaldið á hreinu Annar ágætur vefur er My Fridge Food (www.myfridgefood.com). Viðmótið er ögn öðruvísi en hjá Supercook en innihaldið að mestu það sama. Notandinn einfaldlega hakar við stuttan (eða langan) lista af hráefni til að gefa til kynna hvað er þegar til. Upp- skriftirnar eru myndskreyttar og skýrar og tekið fram á greinilegan hátt hvert hitaeininga- og næring- arinnihaldið er, og hvort eitthvert tiltekið hráefni vanti til að hægt sé að byrja að elda. Ef ætlunin er t.d. að hreinsa úr skápunum er upplagt að nota My Fridge Food, skjótast svo út í búð (eða yfir til nágrannans) eftir ein- hverju einu eða tvennu smávægi- legu sem vantar til að gera freist- andi rétt. Kannski vantar ekki nema klípu af smjöri eða flís af osti til að galdra fram veislumat. Önnur ágæt uppskrifta-leitarvél til að hreinsa úr skápunum er Re- cipematcher.com. Viðmótið er ögn óþjálla en niðurstöðurnar eru hins vegar mjög skýrar og auðlæsileg- ar um hvað vantar mögulega uppá til að vera með allt sem þarf í ljúffenga uppskrift. Eldað með Google Síðast en ekki síst verður að nefna leitarvélina Google. Það get- ur verið vel þess virði að einfald- lega slá inn heitið á því hráefni sem til er á heimilinu, og bæta við orðinu „uppskrift“ ef leitað er á íslensku en „recipe“ ef leitað er á ensku. Þannig má stundum ramba á uppskriftir bæði frá mat- reiðsluvefsíðum og matarsíðum áhugamanna. ERU SKÁPARNIR FULLIR AF ENGU? Eldað úr því sem til er MEÐ HJÁLP NETSINS ER LÉTTUR LEIKUR AÐ FINNA UPPSKRIFTIR SEM NÝTA ÞAÐ HRÁEFNI SEM ÞEGAR ER AÐ FINNA Í ELDHÚSINU Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Nokkrar góðar vefsíður geta vísað veginn að spennandi uppskriftum sem nýta það hráefni sem þegar er í skápum og skúffum eldhússins. Það má meira að segja nota leitarvélina Google til að þefa uppi uppskriftir eftir innihaldi. Morgunblaðið/Ernir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.