Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014
Ein af niðurstöðum doktorsverkefnis
Kolbrúnar frá árinu 2012 var sú að
fagvitund frístundaleiðbeinenda væri
almennt óljós og meirihluti starfs-
manna hefði ekki sérhæfða menntun
og réði sig til skamms tíma. „Starfs-
fólkið var að stórum hluta ungt fólk
sem hafði afskaplega gaman af því að
vinna með börnum og naut þess að
gefa af sér í fjölbreyttu umhverfi. En
það ígrundaði starfið sitt ekki mikið
og tengdi það ekki endilega við eitt-
hvað sem skipti máli í víðara sam-
hengi fyrir börnin, hvort sem það var
líðan barna í skóla eða hvernig þeim
gekk námslega eða heima fyrir. Hins
vegar var gaman að sjá hversu starfs-
ánægja starfsfólks var mikil. Innan
frístundaheimilanna á skapandi starf
sér víða stað.“
Heilsdagsstörf vantar
Á Íslandi er starfsemi frístundaheim-
ila í um 83% tilvika í umsjá skólanna.
Sama gildir um önnur lönd í Evrópu.
Kolbrún segir að í Svíþjóð og Dan-
mörku séu frístundaheimili hluti af
skólakerfinu og þar leiði faglærðir
tómstundafræðingar starfið. „Hérna
á Íslandi erum við nýlega byrjuð að
mennta þessa stétt tómstundafræð-
inga. Þarna steytir á, okkur vantar
meira faglært fólk inn í þessi störf.
Sveitarfélög og ríki þurfa að taka ein-
beitta og meðvitaða ákvörðun um að
fjölga fagmenntuðu starfsfólki. Þá
þarf einnig að búa til heilsdagsstörf –
stöður í frístundaheimilum eru gjarn-
an hlutastörf. Ein hugmynd er að
samþætta skóla- og frístundastarf,
ráða inn tómstundafræðinga sem
gætu unnið samhliða kennurum á
morgnana og svo leitt fagstarf á frí-
stundaheimilum. Það er ein leið að
framtíðarsýn,“ segir Kolbrún.
haa@mbl.is
Skólabörn í stigagangi Langholtsskóla.
Morgunblaðið/Eggert
Fjölga þarf
fagmennt-
uðum
Um 85% barna í fyrsta bekk nýta
þjónustu frístundaheimila.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kolbrún segist ekki efast um að frístundaheimili verði álitin mik-
ilvægur vettvangur í menntun barna þegar fram líða stundir. „Leik-
skólinn hefur þróast frá því að vera félagslegt úrræði og yfir í
viðurkennda skólastofnun. Hann er fyrsta skólastigið. Ég
efast ekki um að sama mun gerast fyrir frístundaheim-
ilin. Rannsóknin mín sýndi að skóladagur yngstu
barnanna var mjög skipulagður. Það var lítið svigrúm
fyrir frjálsan leik og val barna á viðfangsefnum var
mjög takmarkað. Frístundastarfið byggist á barn-
hverfri uppeldisfræði þar sem barnið tekur virkan þátt
í skapandi leik og starfi. Þessi sýn gleymist stundum í
skólastarfi þar sem áherslan er gjarnan lögð á bók-
lega og tæknilega þekkingu.“
S
tarfsemi frístundaheim-
ila fer vaxandi innan
sveitarfélaga landsins
en staða þeirra innan
opinbera kerfisins er að
mörgu leyti veik, ekki síst í ljósi
þess að engin sérstök lög gilda um
starfsemi þeirra. Þetta segir Kol-
brún Þorbjörg Pálsdóttir, lektor í
tómstunda- og félagsmálafræði við
HÍ. Árið 2012 varði hún doktors-
verkefni sitt sem nefndist Um-
hyggja, nám og tómstundir: Hlut-
verk og staða frístundaheimila
fyrir sex til níu ára börn í Reykja-
vík.
Árið 2013 framkvæmdi Samband
íslenskra sveitarfélaga könnun á
stöðu frístundaheimila á landsvísu
fyrir starfshóp mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytis um málefni
frístundaheimila. Kolbrún vann
svo skýrslu um þá könnun fyrir
starfshópinn. Þar kom fram að
stjórnendur sveitarfélaga líta í
auknum mæli á rekstur frístunda-
heimila sem grunnþjónustu í sam-
félaginu og meirihluti þeirra taldi
æskilegt að mótaður yrði miðlæg-
ur rammi um starfsemi þeirra.
Sambærileg könnun var gerð árið
2009 og samanburður á árunum
2009 og 2013 leiðir í ljós að þátt-
taka barna í starfi frístundaheim-
ila hefur aukist verulega. Af þeim
17.747 börnum á aldrinum 6-9 ára
sem bjuggu á Íslandi 1. desember
2013 má áætla að um 10.393
þeirra hafi verið skráð á frístunda-
heimili, eða um 58%.
Mikilvægi óform-
legs náms
„Það er að ýmsu að hyggja,
frístundaheimilin eru ung
og viðkvæm uppeldisstofnun í okk-
ar samfélagi,“ segir Kolbrún.
„Hérna áður fyrr voru frístunda-
heimilin félagslegt úrræði fyrir
þröngan hóp barna en í dag eru
þau grunnþjónusta sem á að
standa öllum börnum til boða. Þau
eru sífellt mikilvægari því í þeim á
félagslegur lærdómur sér stað,
börn mynda og styrkja félags-
tengsl og njóta sín á öðrum for-
sendum en í skólastarfi. Börnin
hafa meiri áhrif og velja sér sín
viðfangsefni.“
Í dag er það svo að 85% barna í
fyrsta bekk á öllu landinu nýta sér
þjónustuna sem frístundaheimili
veita, í öðrum bekk eru það 76%,
48% í þriðja bekk og 21% úr
fjórða bekk. Kolbrún bendir á að
fjöldi barna verji miklum tíma inn-
an veggja frístundaheimila, oftar
en ekki séu þau þar þrjá til fjóra
tíma á dag alla virka daga og
jafnvel allan daginn í jóla- og
sumarfríum. „Börn eru eins og
svampar og eru alltaf að læra og
tileinka sér nýja hæfni bæði innan
og utan skóla. Spurningin er
hvaða skilyrði til óformlegs náms
eru sköpuð á frístundaheimilum
og hvort við nýtum þennan vett-
vang nægilega vel til að styrkja
alhliða þroska og jákvæða sjálfs-
mynd barna,“ segir Kolbrún.
Lagaviðmið skortir
Með frístundaheimili er átt við þá
dvöl utan skólatíma sem mörg
sveitarfélög bjóða upp á, aðallega
fyrir nemendur í 1.-4. bekk í
grunnskóla. Í grunnskólalögum
frá 1995 er að finna heimild til að
reka lengda dagveru – þ.e. frí-
stundaheimili – en þar er ekkert
kveðið á um markmið þeirra, við-
mið eða menntun starfsfólks, svo
dæmi séu tekin. Þessi skortur á
lagalegum ramma um starfsemi
frístundaheimila var eitt þeirra at-
riða sem Kolbrún benti á í dokt-
orsverkefni sínu. „Skólar for-
gangsraða sínum verkefnum í
samræmi við lögbundin hlutverk
sín. Í ljósi þess að lítið sem ekk-
ert er kveðið á um frístundaheim-
ilin í lögum sjáum við oft meiri
niðurskurð þar þegar kreppir að
og víða þarf að efla faglega um-
gjörð.“ Kolbrún segir ennfremur
að rannsóknir í Danmörku og Sví-
þjóð hafi leitt í ljós hversu mik-
ilvæg frístundaheimili séu börnum
sem standa höllum fæti. „Styðja
má betur við þau sem minna
mega sín með heildstæðri þjón-
ustu.“
Börn á aldrinum 6-9 ára taka í auknum mæli þátt í starfsemi frístundaheimila. Rannsóknir benda til þess að þau séu mikilvæg börnum sem standa höllum fæti.
Morgunblaðið/Ómar
BARNIÐ TAKI ÞÁTT Í LEIK OG STARFI
Kolbrún Þ.
Pálsdóttir
Vinsæl frístundaheimili
skortir lagaramma
58% BARNA Á ALDRINUM 6-9 ÁRA Á LANDINU ERU SKRÁÐ Á FRÍSTUNDAHEIMILI. LEKTOR Í TÓMSTUNDA- OG FÉLAGS-
MÁLAFRÆÐI SEGIR HEIMILIN VIÐKVÆMA UPPELDISSTOFNUN OG AÐ VÍÐA ÞURFI AÐ EFLA FAGLEGA UMGJÖRÐ
Hlutfall barna á frístundaheimilum
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
2009 2013
1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur
80,7%
85,2%
68,4%
76,4%
39,8%
47,9%
10,9%
21,0%
* Í grunnskólalögum er ekkert kveðið á ummarkmið frístundaheimila, viðmið þeirraeða menntunarkröfur til starfsfólks.ÞjóðmálHALLDÓR A. ÁSGEIRSSON
haa@mbl.is