Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 35
29.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Fallegur garður hefur verið settur upp fyrir utan veitinga- staðinn Noma í Kaupmanna- höfn, sem fjór- um sinnum á síðustu fimm árum hefur verið valinn besti veit- ingastaður heims af tímaritinu Res- taurant. Garðurinn samanstendur meðal annars af skandinavískum plöntum og íslensku hrauni. Helsta ástæðan fyrir því að garðinum var komið fyrir var að áhugasamir ferðamenn lágu á gægjum á kvöldin og trufluðu einbeitingu gesta veit- ingastaðarins. Noma-garður Frá Kaupmannahöfn. FERÐAMENN TRUFLUÐU Meira en fjórðungur Bandaríkja- manna segist reyna að minnka glú- ten-neyslu eða hætta henni alveg. Rannsakendur telja að verðmæti iðnaðarins í kringum glútenfrítt mataræði kunni að verða 15,6 milljarðar dollara árið 2016. Þetta kemur fram í The New York Tim- es. Glúten er prótínið í hveiti sem gerir að verkum að það er teygj- anlegt. Tískubylgjur í kringum mataræði koma og fara en í Bandaríkjunum telja margir að glútenfría matar- æðið sé komið til að vera í ljósi aukinnar meðvitundar meðal al- mennings um mataróþol, heilbrigt meltingarkerfi, erfðabreytt korn og svo framvegis. Um eitt prósent Bandaríkjamanna er greint með glútenóþol en mun fleiri hafa til- einkað sér mataræðið, til dæmis þeir sem heyja baráttu við aukakíló eða vilja losna við bólgur. Glúteniðnaður vex hratt Glútenlausir valkostir verða sífellt al- gengari á matsölustöðum. TÍSKAN SKÝTUR RÓTUM Fagrir réttir gleðja ekki aðeins augað heldur getur listræn áferð breytt bragðskynjun til hins betra. Morgunblaðið/Ómar Fallegur og listrænn matur bragðast betur í munni fólks en sá sem raðað er af hroðvirkni á disk og listrænt innsæi fólks getur haft áhrif á upplifun þess af mat. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á vegum verðlaunakokksins Charles Michael sem birtust í tímaritinu Flavour á dögunum og fjallað er um í The Guardian. Í rannsókninni útbjó Michael flók- ið salat úr 17 ólíkum hráefnum fyrir 60 manns og útfærði það á þrenns konar hátt. Fólkið hafði enga hugmynd um við hverju átti að búast eða í hverju rannsóknin fælist. Á fyrsta disknum raðaði hann hráefnunum upp aðskildum. Í annarri útfærslunni hrærði hann þeim saman og kom salatinu fyrir á miðjum disknum. Í þriðju og síðustu útfærsl- unni raðaði hann salatinu þannig upp á disk- inn að það minnti á málverk eftir listamann- inn Kandinsky sem kallast Málverk 2001. Niðurstöðurnar komu á óvart að því leyti að gestirnir voru þeirrar skoðunar að Kand- insky-salatið hefði verið flóknara, listrænna, meira aðlaðandi og bragðbetra en hin salöt- in. Þeir vissu ekki að rétturinn væri innblás- inn af listaverki – þeim fannst hann einfald- lega betri á bragðið. LISTRÆN SKYNJUN HEFUR ÁHRIF Á MATARUPPLIFUN Fallegur matur bragðast betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.