Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2014 Vertu áhyggjulaus í útlöndum með USA Traveller Vafraðu um netið í Bandaríkjunum og Kanada fyrir allt að 99% lægra gjald og hringdu eða sendu SMS á mun hagstæðara verði. Móttekin símtöl eru 0 kr. og einungis 990 kr. daggjald. Skráðu þig núna í Vodafone USA Traveller með því að senda sms-ið „USA“ í 1414. Vodafone Góð samskipti bæta lífið H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Alþjóðlegi nektarhjólreiðadagurinn (World Naked Bike Ride) fór fram þann 14. júní en þá kemur hjólreiða- fólk saman til að mótmæla aukinni bílamenningu í heiminum og til að auka vitund fólks fyrir því að hjól- reiðar eru vistvænn ferðamáti. 50 borgir víðsvegar um heiminn í fjórum heimsálfum tóku þátt í deg- inum að þessu sinni en nekt- arhjólreiðadagurinn var fyrst hald- inn árið 2003. Suðurafríski kvikmyndaleikstjór- inn og aðgerðasinninn Conrad Schmidt er titlaður faðir þessa dags. Hann skipulagði slíkan dag en þá var hjólað fyrir heimsfriði, gegn olíu- borunum og til að fagna mannslík- amanum. Ári síðar tóku 28 borgir þátt í tíu löndum en þá var þetta orð- inn dagur til að vekja borgaryfirvöld í viðkomandi borg til umhugsunar um að auka vægi hjólreiða á kostnað bílaumferðar – ekki öfugt. Klæðaburður er algjörlega frjáls en yfirskrift dagsins er „Komdu eins og þú þorir“. Það má því alveg hjóla með þó viðkomandi sé í fötum, með hlífar eða annað. FURÐUR VERALDAR Nektar- hjólreiðar Aðeins 12 hafa verið handteknir frá því nektarhjólreiðadagurinn fór fyrst fram árið 2003. Tveir voru handteknir í ár, báðir í New York. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Adele söngkona. Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsd. borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Lokaverkefni sló í gegn á netinu Marsibil er að vonum í skýjunum yfir frábærum árangri myndarinnar. Kvikmyndin Jón Jónsson eftir Marsibil Sæmundardóttur lenti í 16. sæti af 568 myndum sem bárust í al- þjóðlegu kvikmyndakeppnina Viewster Online Film Festival. Myndirnar sem enduðu í tuttugu efstu sætunum fara nú fyrir þriggja manna dómnefnd sem skilar nið- urstöðum sínum 7. júlí næstkom- andi. Í fyrstu verðlaun eru 70 þús- und bandaríkjadollarar, eða rúmlega átta milljónir króna. „Ég er bara algjörlega í skýjunum, það er ótrúlega gaman að ná svona góðum árangri. Myndin var lokaverkefni á þriðju önn í kvikmyndaskólanum og var gerð fyrir engan pening, öllu var sniðinn stakkur eftir vexti. Taugatrekkjandi lokasprettur Fyrirkomulag keppninnar var þann- ig að myndirnar voru á síðunni í tíu daga þar sem mögulegt var að horfa á þær og kjósa um bestu þrjár myndirnar. Hins vegar hafði öll virkni á samfélagsmiðlum sem tengdist myndunum einnig áhrif á stöðu þeirra. Fjöldi athugasemda sem bárust við hverja mynd hafði áhrif. Væri þeim deilt í miklu magni inn á samskiptamiðla stuðlaði það einnig að því að hífa þær upp listann. Kosningu lauk í hádeginu á fimmtudag. Marsibil segir það hafa tekið á taugarnar á köflum að fylgj- ast með myndinni skoppa upp og niður listann til skiptis. „Þetta var hörkuvinna og ég hef varla sofið síð- ustu daga. Þegar ég vaknaði á fimmtudag, eftir að hafa lagt mig í einhverja tvo tíma, var myndin kom- in í 19. sæti. Svo fylgdist ég með henni hoppa upp um nokkur sæti þarna á lokametrunum.“ Viewster-keppnin var haldin í fyrsta skipti í fyrra og þá voru þátt- takendur 80 talsins. Umsvif hennar jukust svo mikið í ár og veglegt verðlaunafé gerði að verkum að gríðarlega margar myndir voru sendar inn. Allar myndirnar verða að uppfylla skilyrði um að fjalla um tiltekið þema, sem í ár var Relation- ship status: It’s complicated. Marsi- bil segir að hún eigi aðra mynd í pokahorninu og hún hlakki til að halda vinnunni áfram. „Þetta er það sem ég elska að gera.“ haa@mbl.is KVIKMYND EFTIR MARSIBIL SÆMUNDARDÓTTUR GERIR ÞAÐ GOTT Stilla úr mynd Marsibil. Fyrstu verðlaun eru 70 þúsund bandaríkjadollarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.