Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2014
Vertu áhyggjulaus í
útlöndum með
USA Traveller
Vafraðu um netið í Bandaríkjunum og Kanada fyrir allt að
99% lægra gjald og hringdu eða sendu SMS á mun
hagstæðara verði. Móttekin símtöl eru 0 kr. og einungis
990 kr. daggjald.
Skráðu þig núna í Vodafone USA Traveller með
því að senda sms-ið „USA“ í 1414.
Vodafone
Góð samskipti bæta lífið
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Alþjóðlegi nektarhjólreiðadagurinn
(World Naked Bike Ride) fór fram
þann 14. júní en þá kemur hjólreiða-
fólk saman til að mótmæla aukinni
bílamenningu í heiminum og til að
auka vitund fólks fyrir því að hjól-
reiðar eru vistvænn ferðamáti.
50 borgir víðsvegar um heiminn í
fjórum heimsálfum tóku þátt í deg-
inum að þessu sinni en nekt-
arhjólreiðadagurinn var fyrst hald-
inn árið 2003.
Suðurafríski kvikmyndaleikstjór-
inn og aðgerðasinninn Conrad
Schmidt er titlaður faðir þessa dags.
Hann skipulagði slíkan dag en þá
var hjólað fyrir heimsfriði, gegn olíu-
borunum og til að fagna mannslík-
amanum. Ári síðar tóku 28 borgir
þátt í tíu löndum en þá var þetta orð-
inn dagur til að vekja borgaryfirvöld
í viðkomandi borg til umhugsunar
um að auka vægi hjólreiða á kostnað
bílaumferðar – ekki öfugt.
Klæðaburður er algjörlega frjáls
en yfirskrift dagsins er „Komdu eins
og þú þorir“. Það má því alveg hjóla
með þó viðkomandi sé í fötum, með
hlífar eða annað.
FURÐUR VERALDAR
Nektar-
hjólreiðar
Aðeins 12 hafa verið handteknir frá því nektarhjólreiðadagurinn fór fyrst
fram árið 2003. Tveir voru handteknir í ár, báðir í New York.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Adele
söngkona.
Jóhanna María Sigmundsdóttir
þingmaður Framsóknarflokksins.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsd.
borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Lokaverkefni sló í gegn á netinu
Marsibil er að vonum í skýjunum yfir
frábærum árangri myndarinnar.
Kvikmyndin Jón Jónsson eftir
Marsibil Sæmundardóttur lenti í 16.
sæti af 568 myndum sem bárust í al-
þjóðlegu kvikmyndakeppnina
Viewster Online Film Festival.
Myndirnar sem enduðu í tuttugu
efstu sætunum fara nú fyrir þriggja
manna dómnefnd sem skilar nið-
urstöðum sínum 7. júlí næstkom-
andi. Í fyrstu verðlaun eru 70 þús-
und bandaríkjadollarar, eða
rúmlega átta milljónir króna. „Ég er
bara algjörlega í skýjunum, það er
ótrúlega gaman að ná svona góðum
árangri. Myndin var lokaverkefni á
þriðju önn í kvikmyndaskólanum og
var gerð fyrir engan pening, öllu var
sniðinn stakkur eftir vexti.
Taugatrekkjandi
lokasprettur
Fyrirkomulag keppninnar var þann-
ig að myndirnar voru á síðunni í tíu
daga þar sem mögulegt var að horfa
á þær og kjósa um bestu þrjár
myndirnar. Hins vegar hafði öll
virkni á samfélagsmiðlum sem
tengdist myndunum einnig áhrif á
stöðu þeirra. Fjöldi athugasemda
sem bárust við hverja mynd hafði
áhrif. Væri þeim deilt í miklu magni
inn á samskiptamiðla stuðlaði það
einnig að því að hífa þær upp listann.
Kosningu lauk í hádeginu á
fimmtudag. Marsibil segir það hafa
tekið á taugarnar á köflum að fylgj-
ast með myndinni skoppa upp og
niður listann til skiptis. „Þetta var
hörkuvinna og ég hef varla sofið síð-
ustu daga. Þegar ég vaknaði á
fimmtudag, eftir að hafa lagt mig í
einhverja tvo tíma, var myndin kom-
in í 19. sæti. Svo fylgdist ég með
henni hoppa upp um nokkur sæti
þarna á lokametrunum.“
Viewster-keppnin var haldin í
fyrsta skipti í fyrra og þá voru þátt-
takendur 80 talsins. Umsvif hennar
jukust svo mikið í ár og veglegt
verðlaunafé gerði að verkum að
gríðarlega margar myndir voru
sendar inn. Allar myndirnar verða
að uppfylla skilyrði um að fjalla um
tiltekið þema, sem í ár var Relation-
ship status: It’s complicated. Marsi-
bil segir að hún eigi aðra mynd í
pokahorninu og hún hlakki til að
halda vinnunni áfram. „Þetta er það
sem ég elska að gera.“ haa@mbl.is
KVIKMYND EFTIR MARSIBIL SÆMUNDARDÓTTUR GERIR ÞAÐ GOTT
Stilla úr mynd Marsibil. Fyrstu verðlaun eru 70 þúsund bandaríkjadollarar.