Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 B orgarstjórnarkosningarnar í vor þóttu dauflegar og áhugi íbúa höfuðborgarinnar fyrir þeim dræm- ur með eindæmum. Það er því ekki að undra þótt þær séu ekki heldur eftirminnilegar. Það er þá helst að á endapunkti fjögurra ára stjórnar Besta flokksins og Samfylkingarinnar var látið eins og höfuðborgin væri orðin holdgervingur rasískrar umræðu í veröldinni. Fílapensill að feikna meini Og ekki var hún stór, þúfan sem var sögð velta því hlassi. Þeir sem helst þykjast eiga að ráða því hvað megi ræða um í íslensku þjóðfélagi náðu ekki upp í nef sér út af umræðunabba sem þeir sjálfir gerðu að Stóru bólu tvær síðustu vikurnar fyrir kosningar. Fréttastofa Ríkisútvarpsins, sem jafnan á samleið með hinum uppbelgdu álitsgjöfum, undirstrikaði, sem var óþarft, að hún er enn fjarri því að valda verkefni sínu og sýna lágmarks stillingu. Hún fór fram úr sér við að fá fordæmingu á rasískri umræðu sem hún taldi að hefði heltekið borgarmálaumræðu, sem var þó engin fyrir. Og auðvitað fór svo að einhverjir létu þennan erindrekstur „fréttastofu“ teyma sig í illa grundaðar fordæmingar. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hafði lent í miklum ógöngum með framboðsmál sín og mældist varla með nokkurt fylgi. Það var von að hann reyndi að fá smá athygli á lokametrunum. Hann veðjaði á að flugvallarmálið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði bæði svikið og vanrækt, gæti hjálpað sér. En það gekk ekki upp, þar sem Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn hafði tekið þátt í að svíkja þetta eina af fáum vafningslausum loforðum í stjórnarsáttmála með undirskriftum undir plögg með Degi B. Eggertssyni og samgönguráðherra. Hafði sérstökum trúnaðarmanni Jóhönnustjórnarinnar verið fengið flugvallarmálið í hendur af hálfu ríkisstjórnar sem treystir helst ekki fólki úr eigin röðum. Þá reyndi Framsókn að taka upp meinta andstöðu við lóða- úthlutun undir mosku í Reykjavík, þótt lítið hefði verið um það rætt áður. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem lóðir undir tilbeiðsluhús trúfélaga eru gerð að þrætueplum í borginni. „Um Hallgrímskirkju- byggingu er býsna lítill friður, biskup segir upp með hana, Pétur segir niður...“ Í þessa áttina söng Ómar Ragnarsson fyrir mörgum áratugum. Vanstilltir vinstrimenn með „ríka réttlætiskennd“, eins og þeir lýsa stundum sjálfum sér, höfðu ekki annað að gera þá stundina er moskumálið var viðrað en að ganga af göflunum svo þeir gerðu það. Þeir bjuggu til rasíska umræðu af ógeðfelldu tagi, þar sem engin var fyrir. Ríkisútvarpið, sem sýnir jafnan á spilin sín, asnaðist af afli með í þennan ys og þys út af engu. Tryggðu þessu viðbrögð Framsóknarflokknum tvo borgarfull- trúa í borgarstjórn. Rykdustun af moskumálinu hefði aldrei dugað til slíks árangurs án hjálpar hinna sann- færðu hrópenda rétttrúnaðarkirkjunnar. Hvert var málið? Það getur enginn gert mál úr því þótt sveitarfélag út- hluti lóð til viðurkennds trúfélags, sem getur sýnt fram á að hafa þörf fyrir að byggja sérstakt hús fyrir sig. En til að bregðast við slíkum óskum þarf sveitar- félagið að hafa lóð á skipulögðu svæði, þar sem gert er ráð fyrir slíku húsi, eða þar sem breyta má deili- skipulagi (eða annarri skipulagslegri forskrift) til að bregðast megi jákvætt við slíkri beiðni. Borgarbúar, og þá sérstaklega væntanlegir nágrannar, eiga að hafa góðan tíma til að bregðast við áformum borgar- yfirvalda. Þeir mega fjalla um staðsetningu, útlit, að- komu, stærð og gerð, bifreiðastæði og aðra praktíska hluti. Þeir mega líka láta óljósari atriði eins og smekk ráða afstöðu sinni (eins og var sennilega inn- tak deilna um Hallgrímskirkju). Þeir geta sannarlega haft skoðun á því hvort úthluta skuli lóð til viðkom- andi án endurgjalds. Þeir geta einnig látið hljóð og truflandi hávaða frá væntanlegri starfsemi í eða nærri íbúðahverfum ráða andstöðu sinni eða annarri afstöðu. (Menn hafa mótmælt klukknaslætti í turni Hallgrímskirkju þótt þar sé aðeins hringt á hefð- bundnum vökutíma.) Íbúar í Norðurmýri mótmæltu á sínum tíma kröftuglega sirkusstarfsemi sem stóð í Umræðan þroskast illa fari hún ekki fram, hún gerjast ekki, súrnar bara * Ekki þarf að efast um aðrétttrúnaðarmennirnir semmisstu sig út af litla moskumálinu eru vel meinandi. Enn minni vafi er á að þeir eru einlæglega sannfærðir um að þeir búi yfir ríkari réttlætiskennd en „hinir“. Þess vegna bannfæra þeir umræðu sem telst ekki vera innan þeirra marka sem þeir sjálfir ákveða. Reykjavíkurbréf 27.06.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.