Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 48
Úttekt 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Ísland á Ebay Á EINUM STÆRSTA UPPBOÐSVEF HEIMSINS, EBAY.COM, SELJA ÍSLEND- INGAR OG ÚTLENDINGAR MUNI SEM Á EINN EÐA ANNAN HÁTT TENGJ- AST ÍSLANDI. GRIPIRNIR SKIPTA ÞÚSUNDUM OG HÆGT ER AÐ EYÐA VIK- UM Í AÐ GRAMSA Í DÓTINU MEÐ ÞVÍ AÐ PRÓFA AÐ SLÁ INN HIN OG ÞESSI LEITARORÐ. VIÐ NÁNARI SKOÐUN ER AÐ FINNA ALLS KYNS NÝTI- LEGA, FALLEGA, DÝRA, ÓDÝRA OG SKONDNA HLUTI SEM MINNA Á GAMLA TÍMA OG NÝRRI. EINNIG MÁ FINNA MINNA FYNDNA HLUTI SEM ÓPRÚTTNIR AÐILAR FREISTA AÐ KOMA Í VERÐ OG SVO ER EINFALDLEGA FÓLK SEM VEIT EKKI BETUR OG STUNDAR ÓLÖGLEGT ATHÆFI. ÞVÍ ÞAÐ MÁ EKKI SELJA ALLT SEM FINNST Í GEYMSLUNNI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Þennan ágæta 10.000 kr. seðil fékk Íslendingur í banka um daginn en nú er hann til sölu á Ebay á hvorki meira né minna en 42.000 kr. Ástæð- an fyrir því er einföld – á seðlinum er sjaldgæfur galli, nánar tiltekið á hægri jaðri hans sem er óskorinn. Lítur því út fyrir að seðillinn sé rifinn en svo er alls ekki. Þar sem gallar á nýjum peningaseðlum eru afar sjald- gæfir í seinni tíð eru þeir eftirsóknarverðir í heimi safnara. Nútímatæknin leyfir engum gallagripum að sleppa í gegn. Það er Safn- aramiðstöðin sem auglýsir seðilinn til sölu á Ebay. Svo eru það hinir gömlu og góðu peninga- seðlar sem flestum finnst þeir hafa notað í gær en eru farnir úr umferð fyrir mörgum árum þótt misstutt sé eftir seðlum. Þá má alla fá á Ebay og kosta þeir örfáa hundrað kalla. 10.000 KR. SEÐILLINN Á 42.000 KR Á Ebay hafa fuglsegg verið auglýst til sölu og selj- endur hafa auglýst að eggin hafi fundist á Íslandi. Í vikunni seldist lundaegg en búið er að blása úr egginu. 14 tilboð bárust í eggið sem fór að lokum á 17.000 kr. Samkvæmt lögum er bannað að flytja fugla, egg, eggjaskurn og hreiður úr landi nema með undanþágu frá umhverfisráðuneytinu en bannið tekur þó hvorki til rjúpna né alifugla. Engu að síður hefur mátt sjá egg músarrindils, skógarþrastar, starra og jafnvel sílamávs auglýst til sölu á Ebay. Ævar Petersen fuglafræðingur sagði í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að sala eggja úr landi væri eitt af þeim málum sem hefðu nýlega komið upp og tengdust meðal annars vefsölum eins og Ebay. „Markaðir eru að opnast í krafti netsins sem gerir slíka sölu auðveld- ari,“ segir Ævar. Ævar staðfesti að verið væri að skoða þessi mál og Fuglaverndarfélagið væri að skoða frek- ari skref og málið væri komið inn á borð lögreglu. Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lög- reglunni á Selfossi, staðfesti að þeir væru með eggjasölu á Ebay inni á sínu borði. „Það er búið að benda okkur á eggjasöluna og við erum með málið í skoðun. Fyrst var okkur bent á síðuna en síðan var maður staðinn að verki í votlendinu fyrir ofan Eyrarbakka, í frið- landinu þar, þar sem hann var að tína egg ofan í bakpoka. Þá var farið í húsleit heim til hans og fundust þar fleiri egg og náttúrufræðingur var fenginn til að skoða hvaða egg þetta væru en við erum að bíða greiningar frá honum,“ segir Elís. Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Ís- lands, segir að einn og sami aðili hafi um langan tíma selt egg frá Íslandi, bæði egg friðaðra og ófriðaðra fugla, en á síðunni sé hægt að skoða þakkarbréf frá ánægðum viðskiptavinum um víða veröld. „Það er tilviljun að þessi maður á Selfossi var grip- inn við eggjatínsluna í vikunni en athugull vegfarandi sá hann vera að sniglast þar með bakpoka. Þetta er auðvitað alvarlegt í alla staði og sérstaklega þegar um er að ræða friðaða fugla en það eru ekki nema örfáar tegundir sem eru ófriðaðar. En þeirra egg er engu að síður líka ólöglegt að selja úr landi nema með sérstakri undanþágu.“ Eggjasölumál á Ebay á borði lögreglu Það er ótrúlegur fjöldi hluta á Ebay er tengjast flugfélaginu Loftleiðum sem stofnað var árið 1944 en sameinaðist svo Flugfélagi Íslands árið 1973 undir nafninu Flugleiðir. Á 7. áratug 20. aldar varð félagið fyrst í heimi með lággjaldaflug milli Bandaríkj- anna og Evrópu. Harðnandi samkeppni leiddi til þess að félagið sameinaðist Flug- félagi Íslands árið 1973 undir nafninu Flugleiðir sem var myndað úr nöfnum flugfélaganna tveggja. Til hægri má sjá ljósmynd vegfaranda sem hann tók af flug- vél Loftleiða árið 1975 en staðsetningar er ekki getið. Mikið er um ljósmyndir sem almenningur hefur tekið af ýmsu sem tengist Íslandi og fást þær á Ebay í alls kyns slæmum gæðum en oft eru þær nokkuð skondnar. Þessi ljósmynd fæst fyrir litlar 600 kr. Nokkuð fallegri myndir prýða póstkort að neðan þar sem sjá má Keflavíkur- flugvöll og flugvél Loftleiða en það seld- ist fyrir nokkrum dögum á rúmlega 600 kr. Að lokum er gaman að sjá að nokkrar nafnanælur áhafnarmeðlima Loftleiða eru til sölu á Ebay og meðal annars spjald Ingu nokk- urrar. Viðmiðunarverð á því er 17.400 kr. LOFTLEIÐIR SÉRKAFLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.