Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Listakonan og skáldið Hekla Björt Helgadóttir opnar sýninguna „Kast- ala í Mjólkurbúðinni“ í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 28. júní kl. 15. Hekla er þekkt fyrir myndlist sína, hefur hald- ið samsýningar og er með vinnustofu í Lista- gilinu og sýningarrýmið Geimdósina. Sýn- ingin „Kastalar í Mjólkurbúðinni“ geymir, að sögn listakonunnar, skúffusögur, eða „vond- ar“ sögur sem hafi verið betrumbættar og endurskapaðar sem mínímaliskar allegóríur í þrívíðu formi. Sögum, sem upphaflega hafi verið gerðar fyrir skúffuna eina, hafi þannig verið fundinn staður og stund til að láta ljós sitt skína. Sýning Heklu er aðeins opin helgina 28. og 29. júní en allir eru boðnir velkomnir. LISTAGILIÐ Á AKUREYRI SKÚFFUSÖGUR Hekla Björt sýnir í Listagilinu á Akureyri. Pétur Sakari orgelleikari og undrabarn í tónlist heldur tónleika í Hallgrímskirkju nú um helgina. Finnski konsertorganistinn Pétur Sakari kem- ur fram á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgríms- kirkju laugardaginn 28. júní kl. 12 á hádegi og sunnudaginn 29. júní kl. 17. Á hvorum tveggja tónleikunum mun Pétur flytja verk eftir klassísk tónskáld en einnig leika af fingrum fram. Pétur hóf nám í sellóleik einungis þriggja ára gamall og bætti orgelinu við þegar hann var átta ára. Fyrstu einleikstónleikana hélt hann árið 2005, þá þrettán ára, en hefur síðan þá haldið fjölda tónleika víða um Evr- ópu. Pétur hefur undanfarin ár stundað framhaldsnám í París. Listvinafélag Hallgríms- kirkju stendur að orgelhátíðinni en tónleikar verða alls 38 í sumar. UNDRABARN Í TÓNLIST ORGELTÓNLEIKAR Laugardaginn 28. júní verður opnuð sýning á verkum fjögurra íslenskra myndlistarmanna í Galleri Tornby í danska bænum Tversted á Norður-Jótlandi. Sýningin ber yfirskriftina „Islandsk Billedkunst i Verdensklasse“ sem á íslensku útlegðist „Íslensk myndlist í heims- klassa“. Listamennirnir sem verk eiga á sýn- ingunni eru Sævar Karl Ólason, Arnór Bielt- vedt, Tolli Morthens og Sossa Björnsdóttir. Opnunin verður hátíðleg, boðið upp á ís- lenskan harðfisk og hugsanlega eitthvað með honum. Sævar og Arnór verða viðstaddir opnunina, en þeir eru báðir búsettir erlend- is. Galleri Tornby sýnir fyrst og fremst mynd- list, jafnt danska sem alþjóðlega, en helsta markmið gallerísins er að bjóða almenningi upp á aðgengilega list í hágæðaflokki. SÝNA Í DANMÖRKU AF MYNDLIST „Old Tree by the Sea“ eftir Arnór Bieltvedt. Safnið Katonah Museum of Art í bænum Bedford, rétt utan NewYork í Bandaríkjunum, setur árlega upp tíu til tólf listsýn-ingar. Svo skemmtilega stendur á um þessar mundir, að af fjórum sýningum sem uppi eru tengjast þrjár þeirra Íslandi. Má þar fyrst nefna sýningu á verkum kvikmyndagerðarmannsins Erics Heimbold, en hún ber yfirskriftina ICELAND: The Fire With- in. Kvikmyndaverkin sýna náttúru landsins, eldfjöll, jökla, fossa og norðurljós, en einnig bregður fyrir andlitum Íslendinga. Sýningin ICELAND: Artists Respond to Place einblínir á sam- band íslenskra samtíðarlistamanna við óviðjafnanlega náttúru lands- ins, landfræðilega staðsetningu þess og þær öfgakenndu dægur- sveiflur sem af staðsetningunni hljótast. Listaverk á sýningunni eiga Birgir Andrésson, Eggert Pétursson, Egill Sæbjörnsson, Einar Falur Ingólfsson, Georg Guðni Hauksson, Guðjón Ketilsson, Guðrún Ein- arsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Ólafur Elíasson, Ragna Róberts- dóttir, Rúrí og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Þriðja sýningin geymir málverk eftir Gunnellu og kallast Icelandic Tales Illustrated by Gunnella en myndlistarkonan er þjóðinni þegar vel kunnug fyrir einkennandi og heillandi stíl sinn. Allar sýningarnar standa frá 29. júní til 28. september. ÍSLENSK LIST Í KATONAH MUSEUM OF ART Íslensk list vekur athygli erlendis Ljósmyndin „Við Þingvallavatn“ úr myndaseríunni Skjól eftir Einar Fal Ing- ólfsson, af sýningunni ICELAND: Artists Respond to Place. Morgunblaðið/Einar Falur Málverk Gunnellu, úr bókinni Hænur eru hermikrákur e. Bruce McMillan. BANDARÍSKA LISTASAFNIÐ KATONAH MUSEUM OF ART SETUR UPP ÞRJÁR SÝNINGAR ER TENGJAST ÍSLANDI. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Menning D agskrá Sumartónleika í Skál- holti hefur frá upphafi verið metnaðarfull en vegna fjörutíu ára afmælis hátíðarinnar er hún einstaklega glæsileg í ár,“ segir Þorgerður Edda Hall, framkvæmda- stjóri tónlistarhátíðarinnar Sumartónleika í Skálholti. Hátíðin, sem fram fer í Skálholts- kirkju, hefur verið haldin árlega síðan árið 1975 og stendur í fimm til sex vikur hverju sinni. Gestir hátíðarinnar eru þrjú til fjögur þúsund talsins yfir sumartímann en fjölgar stöðugt, enda dagskráin skipuð virtum lista- mönnum víðsvegar að. Ekki eru seldir miðar á tónleikana, heldur tekið við frjálsum fram- lögum. „Tónleikaverð hefur almennt hækkað mikið síðustu ár,“ segir Sigurður Halldórsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Við ákváðum hins vegar að leggja áherslu á frjáls framlög tónleikagesta í stað þess að selja inn. Þetta er gert til þess að sem flestir hafi tök á því að sækja tónleika á hátíðinni.“ Norrænt yfirbragð er á Sumartónleikunum í ár og margir flytjenda koma á hátíðina fyrir milligöngu norræna tengslanetsins NOR- DEM. Í fyrstu vikunni er boðið upp á nor- ræna barokkveislu. Má í því samhengi nefna þann hóp listamanna sem opna hátíðina, sunnudaginn 29. júní kl. 20. Hópurinn, sem er sænskur og kallast Ensemble Villancico, hyggst spila barokk en með heldur öðru sniði en flestir hlustendur eiga að venjast. Megnið af þeirri barokktónlist sem spiluð er í dag kemur frá Evrópu en barokktónlistin sem En- semble Villancico leikur er suðuramerísk. „Tónlistin sem þau ætla að spila er upp úr handritum sem stjórnandi hópsins, Peter Pontvik, fann sjálfur í klaustri í bænum Ib- arra í Ekvador,“ segir Sigurður. „Síðasta ára- tuginn má segja að tónlist frá Suður-Ameríku hafi verið aðalsprengingin hjá þeim sem spila tónlist fyrri alda. Handrit, sem enginn hefur litið á í yfir þrjú hundruð ár, líta nú dagsins ljós og mikil vinna fer í að lesa úr tónlistinni sem þar er rituð. Villancico-hópurinn verður síðan með dansara með sér líka, sem dansa við barokkið.“ Hið norræna þema nær ekki einungis yfir fyrstu vikuna, heldur teygir sig í hinar vik- urnar einnig. „Í annarri vikunni flytja t.d. Kammerkór Suðurlands, hópurinn Music for the Mysteries og María Ellingsen, leikkona, verkið „The Testimony of Melangell“ eftir danska tónskáldið Hanne Tofte Jespersen. Verkið er nýtt og byggt á gömlum kelt- neskum textum um hina velsku konu og dýr- ling Melangell, en á bak við hana er skemmti- leg saga sem tónleikagestir munu fá að heyra.“ Gömul tónlist og gömul hljóðfæri Sumartónleikarnir hafa í gegnum tíðina sér- staklega einbeitt sér að flutningi tónlistar frá 17. og 18. öld og telst hátíðin mikilvæg á heimsvísu á því sviði. Birtist þessi áhersla ekki einungis í vali á tónlist og flytjendum, heldur leggja tónlistarmennirnir einnig áherslu á að leika tónlistina á upprunaleg hljóðfæri, þ.e. þau hljóðfæri sem notuð voru á þeim tíma þegar tónlistin var samin. Hljóð- færin eru þá ýmist gömul, eða ný, smíðuð með gömlum aðferðum og eru nákvæmar eft- irgerðir upprunalegu hljóðfæranna. „Það breytir auðvitað hljómi tónlistarinnar þegar verk er leikið á annað hljóðfæri en tónskáldið hafði hugsað sér,“ segir Sigurður. „Því fer þó fjarri að hljóðfærið sé hið eina sem máli skipt- ir þegar reynt er að leika tónlist líkt og hún var leikin þegar hún var samin, því túlkun skiptir gríðarlegu máli líka. Þetta eru mikil SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTI Barokk úr aldagömlum handritum frá Ekvador SUMARTÓNLEIKAR SKÁLHOLTS ERU HALDNIR Í FERTUGASTA SINN Í ÁR OG VERÐA FYRSTU TÓNLEIKARNIR HALDNIR SUNNUDAGINN 29. JÚNÍ. VEGNA TÍMAMÓTANNA VERÐUR DAGSKRÁ SUMARSINS MEÐ HÁTÍÐLEGRA MÓTI OG HEFST MEÐ VIKULANGRI NORRÆNNI BAROKKVEISLU. ÞESSI GAMALGRÓNA HÁTÍÐ Í SKÁLHOLTI HEFUR FÓSTRAÐ MARGA AF FÆRUSTU TÓNLISTARMÖNNUM ÞJÓÐARINNAR EN FRAMTÍÐ HÁTÍÐARINNAR ER NÚ ÓVISS. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Páll Ragnar Pálsson er staðartónskáld Skál- holts. Páll stundaði nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og flutti til Tallinn eftir út- skrift, þar sem hann lauk MA-gráðu við Eistnesku tónlistar- akademíuna árið 2009 og doktorsgráðu frá sama skóla á þessu ári. Verk Páls hafa verið leikin á ýmsum tónlistarhátíðum og má þar nefna Listahátíð í Reykjavík, Myrka músíkdaga og Tallinn Music Week. Árið 2013 var „Nostalgia“, verk hans fyrir fiðlu og hljómsveit, valið tónverk ársins á Ís- lensku tónlistarverðlaununum. STAÐARSKÁLD SKÁLHOLTS Staðartónskáldið Páll Ragnar Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.