Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 6
L
jóshært og bláeygt fólk
er algengt á Norð-
urlöndunum en þessi út-
litseinkenni verða yf-
irleitt sjaldgæfari þegar
sunnar dregur í Evrópu. Norrænu
einkennin eru að sjálfsögðu algeng
hjá afkomendum norrænna þjóða í
Ameríku og víðar í heiminum. En
hvað veldur því að í afskekktum döl-
um í Afganistan, Pakistan og sums
staðar í norðanverðu Indlandi eru til
þjóðarbrot og ættbálkar sem að jafn-
aði líkjast mjög Skandinövum í útliti?
Eins og sést á myndunum er ekki
um ýkjur að ræða. Málvísindamenn
og aðrir fræðimenn hafa reyndar
lengi vitað að flest tungumál í Evr-
ópu og á Indlandi, í Pakistan, Afgan-
istan og Íran eiga sér sameiginlega
rót. Þau eru þess vegna kölluð indó-
evrópsk, eitt þeirra er íslenska. Ef
menn vilja sannfærast er nóg að
benda á orð eins og brater (bróðir)
og mater (móðir) í forna málinu á
Indlandi, sanskrít.
Einhvern tíma hefur verið til þjóð
sem talaði sjálft upprunamálið sem
smám saman hefur skipst í margar
greinar. Nú hallast flestir að því að
þessi þjóð hafi fyrir mörg þúsund ár-
um búið í sunnanverðu Rússlandi
eða Úkraínu.
Hópar frá svæðinu, hvar sem það
nú nákvæmlega var, fóru á árunum
7000 til 5000 fyrir Krists burð á
flakk, sumir vestur á bóginn til Suð-
ur- og Vestur-Evrópu þar sem þeir
urðu nær allsráðandi. En aðrir ráf-
uðu til austurs og svo fór að lokum
að þeir lögðu undir sig áðurnefnd
lönd í Asíu. Á þeim óralanga tíma
sem liðinn er síðan einn hópanna,
Aríar, (nafnið Íran er dregið af
þjóðaheitinu) lagði undir sig Indland
og nálæg svæði um og eftir 1500 fyr-
ir Kr. hafa þeir að mestu runnið
saman við fjölmennari, innfæddar
þjóðir á Indlandi. Fólk í nyrsta hluta
landsins er þó almennt nokkuð ljós-
ara á hörund og fullyrt er að valda-
stéttin sé einnig ljósari en aðrar
stéttir. Afkomendur Aríanna?
Ef til vill. Nasistar, sem munu
hafa misskilið flest sem vísindamenn
sögðu um þessi mál, hafa komið hálf-
gerðu óorði á þessa löngu dauðu
Aría með kynþáttaofstæki sínu og
fjöldamorðum. En ekki má gleyma
að mikið er um að efnaðir Indverjar,
einkum konur, noti ýmis nýtísku efni
og meðul til að lýsa hörund sitt og
falla þannig betur inn í gömlu valda-
stéttina. Hátterni sem ekki er mikið
rætt en sést vel á auglýsingum í ind-
verskum fjölmiðlum og sölutölum,
segja heimildarmenn. Ljósa hörundið
er oft tilbúið, eins og litað hár og
sumir forðast líka sólina!
Margar skýringar hafa komið
fram á því að ljósa yfirlitið hefur
haldist í afskekktum dölum Kalash-
fólksins og víðar en ekki „drukknað“
í hafi dekkri þjóða. Menn hafa m.a.
velt upp þeirri hugmynd að einhvers
konar náttúruval sé á ferðinni, eitt-
hvað í umhverfinu hafi gert ljósa út-
litið hagkvæmt. Einnig er vitað að
Kalash-menn forðuðust lengi að taka
sér maka utan þjóðarinnar.
Erfðafræðin til hjálpar
En nú geta erfðafræðingar reiknað
út hvenær þessi evrópsk-norrænu
útlitseinkenni hafa borist á svæðið,
svona hér um bil. Fram kemur í
grein í The New York Times að
breskir og þýskir vísindamenn hafi
gert litningarannsóknir sem sýna
fram á að einhvern tíma á árunum
990 til 210 fyrir Krists burð hafi
ljósa útlitið borist í þessa dali.
Eitt þekktasta dæmið um þjóð-
arbrot af þessu tagi sem hugs-
anlega halda enn evrópsku útliti
eru Kalash-menn, sem búa í
Hindu Kush á mörkum Pakist-
ans og Afganistans. Þeir eru nú
aðeins um sex þúsund. En auk
þess að vera margir með evr-
ópskt útlit hafa þeir að miklu
leyti haldið fast í eigin tungu,
menningu og fjölgyðistrú á svæði
þar sem íslam er ríkjandi. Upp-
runaleg tunga þeirra tilheyrir svo-
nefndum dardískum málum en
þau eru indóevrópsk.
Kalash-menn eru flestir bláfá-
tækir og lifa í fjalllendi þar sem
þeir rækta geitur. En bendir eitt-
hvað í arfsögnum þeirra til tengsla
við Evrópu? Fram kemur í grein í
Aftenposten að til sé saga á máli
þeirra sem minni mjög á söguna af
því þegar Ása-Þór gisti hjá fátæk-
um bónda. Um kvöldið slátraði Þór
höfrunum sem hann notaði til að
draga vagninn sinn en Þór gat ávallt
vakið þá aftur frá dauðum. Sonur
bóndans, Þjálfi, óhlýðnaðist hins veg-
ar Þór, braut bein úr hafri til að
sjúga merginn og haltraði því haf-
urinn þegar hann reis upp. Þór refs-
aði fjölskyldunni, tók Þjálfa og syst-
ur hans Röskvu í sína þjónustu um
alla eilífð.
Saga sem er nauðalík þessari goð-
sögn er til hjá Kalash-þjóðinni og
öðrum sem tala dardísk mál. Ekki er
útilokað að hún hafi lifað með kyn-
slóðunum allar þessar árþúsundir.
En auðvitað er líka hugsanlegt að
hún hafi fyrir tilviljun borist miklu
síðar með ferðamönnum.
Asíufólk með
evrópskt útlit
ALLAR ÞJÓÐIR HAFA EINHVERN TÍMA BLANDAST VIÐ
AÐRAR, HUGTAKIÐ „HREIN ÞJÓГ ER ÞVÍ FIRRA. UPPRUNI
ÞJÓÐA OG BLÖNDUN GEGNUM ALDIRNAR ER HINS VEG-
AR VIÐFANGSEFNI VÍSINDAMANNA Í MÖRGUM GREINUM
EINS OG ERFÐAFRÆÐI OG SAGNFRÆÐI.
Stúlkur af þjóðerni Kalash, smáþjóðar sem býr á mörkum Afganistans og Pak-
istans. Flestir Kalash-menn munu vera ljósir yfirlitum.
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014
HEIMURINN
SÚDAN
KARTHOUM Meri r n
ní bandaríska sendiráð
ðirhafa að mati yfirvalda
úrá lefangelsi en handteki
SAMEINUÐU Þ
NEWYORK
Skýrslur benda til
þess að ræktun
á kókalaufi til
framleiðslu á kókaíni
hafi dregist saman
í Perú og Bólivíu
en ástandið ðsé óbreyt
af kókaíni
ríkjum. Í P
um 17,5% 01
talið víst a
framleiðen
á hvern he
NKÍ
K
n lh
þjóðern
veriðKína, hefur
ðuar, sakasíðan í janú
ndir sjálfs
sejóðarbrots Uig
hanneru múslímar. Han
alda áefur hins vegar g
i séhaUighurum. Lögfræ
i í 10fórkju
matss a
ÓPUSAMBANDIÐ
BR aína, Georgía og Mold
ptasamstarf við Evrmning um nánara viðski
nn mun tengja löndin þrjúambandið. Ljóst er að samninguris
ega sem pólitískt. Rússar hafaetur viðVestur-Evrópu, efnahagsl
er deilan um hann sögð mikilvægabarist hart gegn samningnum og ástæðan fyrir
u. Vladímír Pútín Rússlandsforsátökunum í austanverðri Úkraín að Úkraínu-
li ESB og Rússlands og afleiðönnum verði gert að velja mil in verði að landið klofni.
Margir Kalash-menn og fleiri
þjóðir, skyldar þeim, fullyrða að
þær séu afkomendur hermanna
Grikkjans Alexanders mikla sem
lagði undir sig nær öll Mið-
Austurlönd, Íran og Afganistan
áður en hann reyndi árangurs-
laust að leggja undir sig Indland.
Hann dó ungur árið 323 f. Kr. Erfðafræðingar hafa ekki fundið
traustar vísbendingar um þessi tengsl. Einnig er bent á að ljóst hár og
blá augu séu sjaldgæf meðal Grikkja. Þótt þessi arfsögn sé skemmti-
leg er talið líklegra að evrópsku einkennin séu mun eldri.
Alexander mikli
HERMENN ALEXANDERS?
* Ég hef mikla trú á gildi þess að setja staðlaum bíla en ekki um fólk.Albert Einstein, höfundur afstæðiskenningarinnar.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON
kjon@mbl.is