Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna AFP AFP *Skólagjöld háskólanna vestanhafs geta verið æðihá og hefð er fyrir því að foreldrar leggi fyrir til aðhjálpa unglingunum sínum að mennta sig. Núvirðist þetta vera að breytast og greinir CNN fráað í ár segjast 77% foreldra hyggjast hjálpa til viðnámskostnaðinn, en voru 81% fyrir ári. Helstaástæðan fyrir lækkuninni er að þrengra er í búi en áður. Þá segjast 15% foreldra á þeirri skoðun að börnin þeirra eigi að borga námið alfarið sjálf. Síður viljugir að borga námið Birkir Snær Mánason er bankamaður á dag- inn en tónlistarhetja á kvöldin. Um þessar mundir vinnur hann hörðum höndum að skipulagningu útgáfutónleika hljómsveitar sinnar, Mercy Buckets, sem fram fara á Gauknum föstudaginn 4. júlí. Hvað eruð þið mörg í heimili? Ég er piparsveinn og leigi í Kópavogi með æskuvini mínum Arnari Guðna Kárasyni. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Gervirjóma og malt. Aðallega vegna þess að hvorugur okkar nennir að baka vöfflur og maltið er útrunnið. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Minna en mikið og meira en ekkert. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega. Ég er dug- legur að borða í vinnunni og því eru mat- arinnkaupin ekki mikil hjá mér. Hvar kaupirðu helst inn? Í langflestum tilvikum versla ég í Bónus Smáratorgi en örsjaldan sést ég (á nammi- barnum) í Hagkaupum Garðabæ. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Ég er lúmskur nammigrís og þarf því að hlaupa fram hjá nammi- og kexhillunni til að falla ekki í freistingar. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Ég borða í mötuneytinu í vinnunni á daginn og fæ mér oftast skyr og brauð í kvöldmat- inn. Ég drekk ekki gos og reyni að takmarka eyðslu í allskyns vitleysu. Hvað vantar helst á heimilið? Við erum með grill á svölunum en okkur vantar sárlega nýjan gaskút til þess að detta í grillgírinn í sumar. Einnig langar mig í öflugri tölvu til þess að vinna myndir og klippa myndbönd en sú gamla er ekki látin enn, þannig að ég ætla að bíða aðeins með það. Eyðir þú í sparnað? Ég er nýskriðinn úr skóla og hef því ekki lagt mikið fyrir seinustu árin. Ég stefni þó á að kaupa mína fyrstu íbúð á næstu árum og er að byrja að leggja til hliðar fyrir því. Skothelt sparnaðarráð? Pabbi gamli sagði einu sinni við mig: „Mundu bara að eiga meira en þú skuldar.“ Mikil ein- földun en engu að síður klassískt ráð. Einnig að sleppa gosinu og drekka vatn með mat. Alveg skothelt. BIRKIR SNÆR MÁNASON Í MERCY BUCKETS Duglegur að borða í vinnunni Birkir segist þurfa að hlaupa framhjá nammi- og kexhillum verslana til að falla ekki i freistni. Aurapúkinn lét það eftir sér á dög- unum að kaupa PlayStation 4 leikja- tölvu. Púkinn er á þeirri skoðun að leikjatölvur séu bráðgóð fjárfesting enda leitun á þeim miðli sem veitir fleiri og betri afþreyingarstundir á hverja krónu en góður tölvuleikur. Ekki nóg með það heldur eru leikjatölvur í dag nettengdar af- þreyingarmiðstöðvar sem geta gert ótrúlegustu hluti. Þannig upp- götvaði Púkinn t.d. á dögunum að hann getur opnað YouTube í vafra leikjatölvunnar, og samstillt við snjallsímann eða fartölvuna, og stýrt þaðan því YouTube-efni sem spilast á sjónvarpsskjánum. Núna lætur Púkinn myndböndin rúlla við hvert tækifæri, nýtur góðrar tónlistar á færibandi í gegn- um heimabíókerfið, horfir á fyr- irlestra, umræðu- og skemmtiþætti eins og honum hugnast hverju sinni, sinn eigin útvarps- og sjón- varpsstjóri. púkinn Aura- Mikið fæst úr leikjatölvunni O ft má gera mjög góð kaup í erlend- um netverslunum, jafnvel þó að of- an á verðið bætist sendingarkostn- aður og óteljandi skattar og opinber gjöld þegar varan berst til landsins. Að rápa um netverslanir eins og Amazon- .com, eða bresku útgáfuna Amazon.co.uk getur hreinlega verið hin besta skemmtun, svo auð- velt er að skoða úrvalið, gera verðsamanburð og leita uppi afslætti. Eru þá ótaldar ýmsar aðrar skemmtilegar netverslanir, ýmist sér- hæfðar í tiltekinni vöru eins og gæludýravarn- ingi, tölvuleikjum, raftækjum eða tískufatnaði. En vissirðu, lesandi góður, að hægt er að beita ýmsum brögðum til að fá enn betra verð á netinu? Með smá útsjónarsemi, þolinmæði og heppni má oft ramba á tilboð sem annars ber ekki á, eða jafnvel knýja fram viðbótarafslátt frá seljandanum. Kíkt á marga staði Fyrsta reglan er að gera samanburð á milli verslana. Þar koma til bjargar vefsíður eins og Google Shopping (www.google.com/shopping) og PriceGrabber (wwwp.pricegrabber.com). Eftir að hafa fundið það sem þig langar að kaupa í uppáhaldsnetbúðinni er gott að fara á þessa staði, slá inn heiti vörunnar og sjá hvort betra verð kemur upp hjá öðrum seljanda. Blaðamaður Huffington Post bendir á að þeir sem eru sérlega duglegir að versla á netinu ættu jafnvel að skoða þann möguleika að hlaða inn smáforriti í vafrann, eins og PriceBlink (www.priceblink.com) eða Invisible Hand (www.getinvisiblehand.com), sem greinir það sjálfkrafa þegar verið er að skoða netverslun og leitar um leið að betra verði fyrir sömu vöru annars staðar. Verð á vörum getur líka breyst mikið eftir árstíma. Árstíðabundin útsala gæti verið alveg á næsta leiti og ekki gaman að vera nýbúinn að panta vöruna til þess eins að sjá verðið lækka næsta dag. Þess vegna er sniðugt að kíkja á síður eins og Camelcamelcamel.com og Keepa- .com. Þar má slá inn slóðina á vöruna í net- versluninni, eða vöruheitið og fá yfirlit yfir breytingar í verði langt aftur í tímann. Þetta yfirlit gæti sýnt að verðið á það til að lækka og hækka með reglubundnum hætti svo að borgar sig að bíða ögn með að gera kaupin. Þessar vefsíður geta líka sent sjálfvirka meldingu þeg- ar varan fer niður fyrir óskaverð notandans. Svo má ekki gleyma að skoða síður eins og Retailmenot.com, sem safna saman á einn stað afsláttarkóðum. Sláðu inn heiti vörunnar sem á að kaupa og sjáðu hvort ekki kemur upp af- sláttur upp á 5-15%. Seljandinn píndur með biðinni Síðasta bragð útsjónarsamra neytenda á netinu er um leið það lymskulegasta: Að setja vörur í „körfuna“ en bíða með að kaupa. Margar net- verslanir vakta mjög nákvæmlega allar slíkar hreyfingar og túlka sem svo að kaupandinn sé tvístígandi. Gerist það þá stundum að seljand- inn liðkar fyrir viðskiptunum með því að senda afsláttarkóða í tölvupósti eftir nokkurra daga bið. Aðrir seljendur, eins og Amazon, láta vita ef það gerist að varan í körfunni lækkar í verði. TILBOÐIN ÞEFUÐ UPPI Verslað af mikilli útsjónarsemi á netinu NOKKUR EINFÖLD BRÖGÐ OG HJÁLP- LEGAR VEFSÍÐUR GETA SKILAÐ RÍFLEGUM AFSLÆTTI Á ÞVÍ SEM FINNA MÁ HJÁ NETVERSLUNUNUM Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Með því að fylgja einföldum ráðum má oft fá mjög góðan afslátt þegar verslað er á netinu í stóru er- lendu netbúðunum, eins og Amazon.com. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.