Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Svipmynd M athúsið Bergsson við Templarasund virðist njóta mikilla vinsælda meðal reykvískra ráða- manna. Blaðamaður hefur mælt sér mót við Sóleyju Tómasdóttur, borgarfulltrúa Vinstri-grænna, en fyrsti maðurinn sem stígur inn úr rigningunni á eftir honum er Halldór Auðar Svansson, nýr borgarfulltrúi Pírata, klæddur í leð- urjakka. Skömmu síðar ljúkast dyrnar upp að nýju og Karl Sigurðsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Besta flokksins, æðir inn ásamt unnustu sinni, Tobbu Marinósdóttur rithöfundi. Við innsta borðið í salnum segir Sóley að meirihlutasamstarfið leggist vel í sig og hún sé sannfærð um að það muni ganga vel. „Ég leyfi mér að vona að ástand- ið í borginni sé nú aftur stöðugt. Það hafa verið óvenjulegir tímar í Reykjavík frá árinu 2006. Í nýja meirihlutanum eru allir nema hægrið og mér finnst það mjög spennandi, ekki síst í ljósi þess að við erum nú með mjög hægrisinnaða ríkisstjórn. Það virðist vera hægribylgja í mörgum sveitar- félögum og mér finnst gott að við séum að mynda ákveðið mótvægi við hana hér í Reykjavík enda mikilvægt að fjölbreytni sé fyrir hendi í sveitarfélögum á Íslandi. Við erum fjórir ólíkir flokkar sem komum sam- an hver úr sinni átt og myndum þennan meirihluta. Við tókum okkur tíu daga í við- ræðurnar þar sem grunnstefið var ótrúlega mikill samhljómur. Auðvitað tókumst við á, það þarf að finna lendingu í ýmsum erfiðum málum en það er búið að leggja góðan grunn að samstarfi. Allir flokkarnir hafa eitthvað gott til málanna að leggja og ef við nýtum það besta frá öllum verður útkoman góð fyrir Reykjavík,“ segir Sóley. Sóley hafði áður gefið út að síðasta kjör- tímabil yrði hennar síðasta í borgarpólitík- inni en hætti svo við að hætta og gegnir nú hlutverki forseta borgarstjórnar í nýjum meirihluta Samfylkingar, Bjartrar fram- tíðar, Vinstri-grænna og Pírata. Hún tekur fram að ýmislegt hafi breyst í millitíðinni síðan hún gaf út yfirlýsinguna. „Fólk hefur stundum sagt mér að ég sé hvatvís. Ég á það til að taka ákvarðanir og fullyrða um framtíð mína út frá því hvernig mér líður þá stundina. Það var sannarlega þannig árið 2010 að ég hét sjálfri mér að gera þetta ekki aftur. Kosningabaráttan hafði verið hræðileg fyrir mig persónulega, mikil átök voru innan flokksins og almennt ekki góð stemning. Ég gat ekki hugsað mér að gera þetta aftur. En eftir því sem leið á kjör- tímabilið fann ég að ég hafði öðlast dýr- mæta reynslu og þekkingu sem væri synd að nýta ekki í þágu borgarinnar. Svo er auðvitað erfitt að sleppa takinu. Mér finnst starfið skemmtilegt og það hefur fennt yfir hræðilegustu kaflana í kosningabaráttunni 2010. Ég er fegin því núna að hafa ákveðið að halda áfram, ég finn að ég hef ennþá mikið að gefa í þetta starf.“ Hinn 16. júní var Sóley kosin forseti borgarstjórnar til eins árs. Starf hennarer ekki síst áhugavert í ljósi þess að hún sagði af sér sem fyrsti varaforseti borgarstjórnar árið 2010, ásamt Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur forseta, vegna vinnubragða þáverandi meirihluta. Þá voru í meirihluta margir af samstarfsmönnum hennar í núverandi meiri- hluta. Sóley segir að staðan núna sé ger- ólík. „Árið 2010 tókum við Hanna Birna að okkur hlutverk þrátt fyrir að vera í minni- hluta. Þetta var tilraun til að dreifa hlut- verkum sem af ótrúlega mörgum ástæðum gekk ekki. Það var ekki nægilegt samráð til þess að við gætum sinnt þessum hlut- verkum vel og það gafst ekki vel að við værum að stýra fundum þar sem við vorum hjartanlega ósammála meirihlutanum. En núna erum við í nýjum meirihluta. Við Hall- dór gengum ekki til liðs við gamla meiri- hlutann, heldur mynduðum nýjan með áherslum allra fjögurra flokkanna. Að vera forseti í því verkefni er mér mikill heiður.“ Málamiðlanir stundum góðar Gjaldfrjálsir leikskólar voru stærsta kosn- ingamál Vinstri-grænna og fyrir kosningar sagði Sóley að gjaldfrjáls þjónusta við börn myndi kosta um þrjá milljarða á ári. Í kosningabaráttunni slógu fulltrúar Samfylk- ingar og Bjartrar framtíðar þessa hugmynd út af borðinu á þeim forsendum að þær væru óraunhæfar. Í samstarfssáttmála nýja meirihlutans segir að árið 2015 verði fjár- magn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir og árið 2016 verði 200 millj- ónir til viðbótar settar til lækkunar á náms- gjöldum í leikskólum. Þá segir jafnframt að „stefnt verði að því að taka frekari skref til að bæta kjör barnafjölskyldna á síðari hluta kjörtímabilsins“ og þær ákvarðanir muni taka mið af stöðu borgarsjóðs. „Mikilvæg- ustu tíðindin eru þau að við erum að stíga skref í áttina að gjaldfrjálsum leikskóla,“ segir Sóley. „Auðvitað gerist þetta mun hægar en við vildum en það er bara þannig að maður verður gera málamiðlanir í fjög- urra flokka meirihluta. Fólk hefur auðvitað skoðanir á því hvort við vorum of mjúk eða hörð eða náðum öllu því í gegn sem við mögulega gátum, en ég er sannfærð um að við hefðum ekki getað lent samstarfssátt- mála með betri hætti. Ef fólk vill meira, þá verða bara fleiri að kjósa Vinstri græn í næstu kosningum. Gjaldtaka á leikskólum er arfleifð gamalla tíma, þegar fólk var að kaupa gæslu fyrir börn sín. Það eru mörg ár síðan leikskólinn var viðurkenndur sem fyrsta skólastigið, án þess að við höfum formgert það í kerfinu. Það ríkir nær alger samstaða um að menntun eigi að vera gjaldfrjáls og engum dettur í hug að taka upp skólagjöld á öðrum skólastigum, hvorki á grunn-, framhalds- eða háskólastigi. Það er þannig alger tímaskekkja að innheimta hundruð þúsunda á ári fyrir leikskólana. Jafnt aðgengi að menntun er forsenda jafn- ræðis í lýðræðissamfélagi og þess vegna verðum við að afnema efnahagslegar hindr- anir.“ Aðspurð hvernig staðið verði að því lof- orði að reisa 3.000 leiguíbúðir í Reykjavík á kjörtímabilinu, líkt og fram kemur í sam- starfssáttmálanum, segir Sóley að borgin muni ekki nema í litlum mæli byggja. „Fólk talar eins og við borgarfulltrúar ætlum bara að fara út með hamar og nagla og byggja þessar íbúðir. Þetta snýst um að vera með gott skipulag þar sem við gerum ráð fyrir öðru en eignahúsnæði.Við þurfum að gera Félagsstofnun stúdenta, Búseta og öðrum leigu- og búseturéttarfélögum kleift að fara í uppbyggingu og tryggja þannig meiri sanngirni á markaðnum.“ Frumkraftar viðbrögð við ógn Árum saman hefur Sóley mátt sitja undir því að vera kölluð öfgamannaeskja þegar kemur að hugmyndum hennar um kven- frelsi og verið úthrópuð á athugasemdakerf- um netsins. Aðspurð hvernig kvenfrelsisbar- áttan geti vakið svo heiftúðug viðbrögð segist Sóley telja að einhvers konar frum- kraftar brjótist fram í fólki þegar sótt er að forréttindum þess. „Ég var á Nordiskt For- um í vor á fyrirlestri um hatursorðræðu gegn femínisma og þar var kona að lýsa ástandinu í Svíþjóð. Hún sagði frá at- hugasemdakerfum, lýsingarorðum og að- ferðum andfemínista. Hún hefði hreinlega getað verið að lýsa íslensku samfélagi. And- staðan við femínisma er ekki skipulögð, það eru ekki haldnir landsfundnir and-femínista eða samráðsfundir en samt er ástandið ná- kvæmlega eins í þessum tveimur löndum og sjálfsagt víðar. Óttinn við breytingar virðist vera svo mikill að frumstæðir kraftar brjóta sér leið upp á yfirborðið. Krafan um jafn- rétti virðist einhverra hluta vegna vera svona ógnvekjandi – þetta er hvort tveggja ótti við hið óþekkta og ótti við að missa völdin hjá fólki sem neitar að horfast í augu við forréttindi sín. “ Sóley hefur mátt þola sinn skammt af óhróðri í gegnum tíðina og meðan á viðtal- inu stóð þurfti hún meðal annars að aðgæta hvort facebooksíða, sem einhver hafði stofn- að með vísan í nafn sonar hennar og beitt til þess að dreifa ósmekklegum og and- femínískum skilaboðum, hefði verið tekin niður. „Ég er orðin frekar ónæm á þessum tíu árum sem eru liðin síðan ég varð svona umdeild. Það safnast ansi þykkur skrápur á konur en það er hins vegar ekki gott að þurfa að bera með sér skráp. Meðferðin á femínískum konum er ekki bara slæm fyrir þær persónulega, heldur eru hún áhrifarík þöggunaraðferð á hugmyndafræðina í heild sinni. Mér finnst ekkert skrýtið að konur veigri sér við því að taka þátt í baráttunni af ótta við harkalega andstöðu og úthrópun. Klám rætt reglulega í borgarstjórn Hún segir hins vegar „erfiðu slagina“ hafa skilað árangri og sér finnist gott að hugsa til þess að baráttan geri gagn. „Ég man til dæmis eftir því að árið 2007 stóð til að halda klámráðstefnu í Reykjavík og við vor- um nokkrar sem beittum okkur gegn henni. Þá var ég varaborgarfulltrúi og Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG. Okkur fannst mikilvægt að málið yrði rætt á fundi borgarstjórnar, en það reyndist Svandísi ekki auðvelt að koma því á dagskrá. Ástæð- an var sú að einhverjum borgarfulltrúum þótti óviðeigandi að orðið klám kæmi fyrir á dagskrá borgarstjórnarfundar. Það var nú samt gert, borgarstjórn ályktaði þver- pólitískt gegn ráðstefnunni og hún var sleg- in af. Í dag er klám rætt reglulega í borg- arstjórn og kynjajafnrétti er orðið viðurkenndara viðfangsefni stjórnmála en áður.“ Sú gagnrýni hefur heyrst að borgar- fulltrúar Reykjavíkur séu einsleitur hópur fólks sem búi flestallt á sama stað í mið- borginni eða vestur í bæ og sýni málefnum annarra hverfa takmarkaðan áhuga. Sóley segist aldrei hafa komið í hverfi án þess að einhver minnist á að viðkomandi hverfi hafi Erfiðu slagirnir skila árangri SÓLEY TÓMASDÓTTIR, FORSETI BORGARSTJÓRNAR Í NÝJUM MEIRIHLUTA, TELUR VINSTRISTJÓRN Í REYKJAVÍK MYNDA MIKILVÆGT MÓTVÆGI VIÐ HÆGRIBYLGJU Í ÖÐRUM SVEITARFÉLÖGUM. HÚN ER ÝMSU VÖN, SEGIR AÐ Í ÁRANNA RÁS HAFI SAFNAST Á HANA ÞYKKUR SKRÁPUR EN ÓTTAST JAFNFRAMT AÐ KONUR VEIGRI SÉR VIÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í KVENRÉTTINDA- STARFI AF ÓTTA VIÐ AÐ VERÐA ÚTHRÓPAÐAR EINS OG HÚN. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.