Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Svar: Ég er með svolítið óspennandi svar. Það er óákveðið. Það er bara ekkert búið að ákveða. Bryndís Jónasdóttir 35 ára Svar: Ég ætla að reyna að fara í einhverjar útilegur – bara yfir helgi til að komast burt úr bænum, helst að fara á einhverjar bæjar- eða tónlistarhátíðir. Gígja Haraldsdóttir 23 ára Svar: Ég er ólétt og á von á mér í september þannig að það verður lítið um ferðalög þetta sumarið. Emilia Krajewska 34 ára Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Svar: Ég ferðast almennt ekki mikið því ég vinn erlendis. Ég var bara að koma heim og stoppa í þrjár vikur, svo fer ég aftur út en kem aftur heim í haust. Kristján Elíasson 63 ára Morgunblaðið/Ómar SPURNING DAGSINS ÆTLAR ÞÚ AÐ FERÐAST Í SUMAR? Fjöldi almenningshlaupa og þrí- þrautarkeppna fer fram í júlí- mánuði um land allt. Hlaupa- dagatal er inni í blaðinu til að auðvelda hlaupurum yfirsýn. Tilvalið að klippa út og skella á ísskápinn. Heilsa 24 ÚR BLAÐINU FARGJÖLD HJÁ STRÆTÓ Heimild: Ársreikningar Strætó bs. (rekstrartekjur vegna fargjalda). 2009 2011 20132008 2010 2012 675 m. kr. 753 m. kr. 820 m. kr. 1.015 m. kr. 1.277 m. kr. 1.422 m. kr. Hverju mega gestir eiga von á í Sirkus Íslands? Ná- kvæmlega öllu því sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um sirkus og meira til: loftfimleikar ýmis konar, trúðar, kastlistir, húllahringir, áhættuatriði, grín... og það í alvöru sirkustjaldi. Nema dýr, við erum ekki með dýr. Hvernig hljómar sumarið hjá Sirkus Íslands? Við erum spennt og sýningarnar eru klárar. Þetta er sögulegt sumar í Ís- landssögunni, fyrsta farands- irkussumarið.Daglegt líf er að taka á sig mynd, við erum að læra á hvað maður gerir mikið af mat fyrir 20 sirkuslistamenn og hvað við erum lengi að koma tjaldinu upp og niður og fylla það af dótinu okkar. Er tjaldið eign ykkar eða þjóð- arinnar sem hjálpaði ykkur að kaupa það? Þjóðin hjálpaði okkur að kaupa það - og þeir sem styrktu það voru í raun að kaupa sér miða á sýningarnar okk- ar. Þú tókst þátt í ritsmíðum unga fólksins 1999 og lentir í öðru sæti. Semur þú enn? Ó guð, versta ljóð í heimi. Held að við höfum bara þrjár í verðlaunasæt- unum tekið þátt. Ég sem ekki... ekki svona upp- úr mér. Ég skrifa mikið, t.d. pistla fyrir Kjarn- ann, spurningar fyrir Gettu betur og fréttatilkynningar fyrir sirkusinn. Heyrðu, jú, feisbúkkstatusa. Ég sem þá. Svo saumaðir þú eftirminnilegan kjól í hönnunarkeppni grunnskól- MARGRÉT ERLA MAACK SITUR FYRIR SVÖRUM Hvorki tími né áhugi á HM anna, kennir magadans, hefur verið fararstjóri á vegum CISV samtakanna, sjónvarpsstjarna og ým- islegt fleira. Er eitthvað sem þú getur ekki? Ég get ekki spilað á hljóðfæri, en það er vel hægt að læra það síðar. Amma Erla byrjaði að læra á píanó upp úr sjö- tugu. Horfir þú á Heimsmeist- aramótið í fótbolta? Það er hvorki tími fyrir slíkt né áhugi. Ég er meira fyrir það leika mér sjálf en að horfa á annað fólk leika sér, sér- staklega á björtum og fögrum sumardögum og -kvöldum. Svo er svo andskoti mikið af mann- réttindabrotum í kringum þetta að ég get ver- ið með prinsippástæður líka fyrir að taka ekki þátt í þessu. Fótboltar, fótboltaskór og fleira fótboltatrums er t.d. framleitt með barna- þrælkun. Forsíðumyndina vann Elín Ester Myndlistarfólkið Berg- ur og Helena eiga list- rænt og litríkt heimili í Litla Skerja- firði í Reykjavík. Þau bjóða lesendum að líta inn á heimili sitt þar sem þau hafa raðað inn hlutum sem veita þeim innblástur. Heimili 28 Stuttbuxur eru vonandi þarfaþing í sumar. Þær þarf að velja af kostgæfni og gæta sérstaklega vel að því að stærðin sé rétt og síddin henti. Tíska 42 Da Vinci lykillinn og Lygi eru meðal uppáhaldsbóka Pét- urs Jóhanns Sig- fússonar grínista. Sem krakki hélt hann mest upp á Sval og Val og. Bækur 58 Sirkus Íslands hefur verið starfræktur síðan haustið 2007. Í sumar sýnir sirkusfólkið í Reykjavík, Reykja- nesbæ, á Ísafirði, Akureyri og Selfossi en lengd íslenska sumarsins og barneignir sirkusstjórans, Lee Nelson, takmörkuðu lengd ferðarinnar í ár svo sirkusinn kemst ekki austur eða á Vesturland. Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Maack er hluti af Sirkus Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.