Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 20
MATUR OG DRYKKUR T il Kaupmannahafnar er stutt að fara, menningarleg og söguleg tengsl Íslands við borgina eru margskonar og margir eiga þar vini og ættingja sem þeir sækja heim. Svo er þar líka svo ótal margt skemmtilegt í boði; Tívolí, dýragarðurinn, söfnin, tónleik- arnir og allur góði maturinn, en Kaupmannahöfn státar af ekki færri en 15 Michelin-veitingastöðum og urmul annarra gæðastaða. Listinn er langur, en allt kostar þetta skildinginn og buddan getur ver- ið býsna fljót að tæmast. Ekki síst fyrir Íslendinga eftir gengisfall ís- lensku krónunnar. Fram að því var gengi þeirrar dönsku lengi vel á bilinu 10-12 íslenskar krónur, en hefur undanfarið verið á bilinu 20-22. Reyndar er borgin ekki bara dýr fyrir Íslendinga, því samkvæmt ný- legri úttekt ferðasíðunnar Trip Advisor er hún sú fjórða dýrasta í heimi fyrir ferðamenn. Engin ástæða er þó til að láta hugfallast, því með und- irbúningi og nokkurri fyrirhyggju er vel hægt að skemmta sér þar dátt, sækja heim áhugaverða staði, borða fyrirtaks mat og gera sér glaðan dag án mikilla fjárútláta, því fjölmargt er í boði í þessari gömlu höfuðborg Ís- lands sem kostar lítinn sem engan pening. FERÐALÖG ÞURFA EKKI ALLTAF AÐ VERA DÝR Ódýrt og ókeypis í Kaup- mannahöfn KAUPMANNAHÖFN ER EINN VINSÆLASTI VIÐKOMU- STAÐUR ÍSLENDINGA Á LENGRI OG SKEMMRI FERÐALÖGUM, EN JAFNFRAMT EIN DÝRASTA BORG HEIMS. MEÐ ÚTSJÓNARSEMI MÁ ÞÓ VEL NJÓTA LÍFSINS Í BORGINNI VIÐ SUNDIÐ. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Flestir sælkerar ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í Kaupmannahöfn, en þar eru fjölmargir úrvals veitingastaðir, t.d. skarta hvorki meira né minna en 15 þeirra einni eða fleiri Michelin- stjörnum. En góður matur þarf ekki að kosta mikið. Vefsíðan aok.dk velur á hverju ári besta ódýra veitingastaðinn í borginni. Í ár hlaut franski veitingastað- urinn Mon Amour á Skindergade þá nafn- bót. Aðrir staðir sem voru tilnefndir voru m.a. Madklubben Vesterbro og Manfreds & Vin. Ef pantað er borð í gegnum vefsíðuna Foodie (aok.dk/foodie) fæst þriðjungs afsláttur á völdum veitingastöðum og á vefsíðunum earlybird.dk og justhalfprice.dk fást veglegir afslættir. Annars þarf ekki að borða á veitingastað í hvert mál, hvernig væri t.d. að ná sér í samloku eða salatbox í næstu búð? Jafnvel hið víðfræga danska smørrebrød? Fá sér síðan snæðing á bekk eða í almenn- ingsgarði og horfa á mannlífið blómstra um leið. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Ferðalög og flakk Hélstu að það væri dýrt að njóta menningar og lista? Það er mesti misskilningur, því vel er hægt að vera hinn mesti menning- arviti í Kóngsins Köben og borga lítið sem ekki neitt. Mörg af söfnum borgarinnar eru með einn ókeypis dag í hverri viku og í sum þeirra þarf aldrei að greiða aðgangseyri. Til dæmis er alltaf frítt í Þjóðminjasafnið, sömuleiðis í Þjóðarlistasafnið, Statens Museum for Kunst ,en reyndar þarf að greiða þar aðgangseyri inn á sérsýningar. Þá kostar ekkert inn á hið undurfagra safn Glyptotek á sunnudögum, ekki þarf að opna budduna þegar Thorvaldsenssafnið er heimsótt á miðvikudögum og það sama gildir um Tøjhusmuseet, sem er bráðskemmtilegt hergagnasafn með fallbyssum og gömlum herbúningum. Á föstudögum er svo frítt inn í Kaupmannahafnarsafnið við Vesterbrogade, en þar er saga borgarinnar rakin á áhugaverðan hátt. FYRIR MENNINGARVITA OG FLEIRA FÓLK Langar þig í útibíó? Hvað segirðu um ókeypis útibíó? Í sumar stendur sjónvarpsstöðin Zulu fyrir útisýningum mynda á borð við The Wolf of Wall Street og Gravity í Fælledparken og í Østre Anlæg, sem eru almenningsgarðar í austurhluta Kaupmannahafnar, skammt frá miðborginni. DFI, danska kvikmyndastofnunin, verður sömuleiðis með útibíósýningar í sumar. Þær verða í Kongens Have sem er garðurinn um- hverfis Rósenborgarhöll, örskammt frá mið- borginni. Þær eru þó ekki fyrir viðkvæma, því mynd Stanleys Kubricks, The Shining með Jack Nicholson, verður m.a. þar á dagskrá. Farðu með teppi og nesti og komdu þér vel fyrir. Upplýsingar um kvikmyndir og sýning- artíma eru á vefsíðu dönsku kvikmyndastofn- unarinnar; dfi.dk og á vefsíðu Zulu: zulu.dk. ÓKEYPIS ÚTIBÍÓ Í GRÆNUM GARÐI „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.