Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 34
Nauta rib eye-steik og ljúf-
fengur humar á grillið í sumar
Jóhannes og Bjarni nýta sumarið velog grilla reglulega. „Þeir dagar semhægt er að grilla á árinu mættu vera
fleiri en það kemur auðvitað fyrir að
maður grilli á veturna,“ segir Jóhannes.
Þeir Jóhannes og Bjarni deila hér með
okkur uppskrift að gómsætum og vegleg-
um aðalrétti sem myndi vekja lukku í
hvaða grillveislu sem er, rétturinn sam-
anstendur af nauta rib eye-steik, humri
og bragðmiklu meðlæti. „Þessi réttur
kemur einstaklega vel út, aðalhráefnið er
nokkuð þungt en meðlætið er létt og
virkilega bragðmikið og skemmtilegt,“ út-
skýrir Bjarni.Jóhannes Steinn Jóhannesson og Bjarni Siguróli Jakobsson stýra þættinum Grillsumarið mikla.
GRILL OG SUMAR
SJÓNVARPSÞÁTTURINN GRILL-
SUMARIÐ MIKLA HÓF GÖNGU
SÍNA Á STÖÐ 2 Í MAÍ EN ÞAÐ ERU
MATREIÐSLUMENNIRNIR OG VIN-
IRNIR JÓHANNES STEINN JÓ-
HANNESSON OG BJARNI SIGURÓLI
JAKOBSSON SEM STÝRA ÞÆTT-
INUM LISTILEGA. Í ÞÆTTINUM
KENNA ÞEIR ÁHORFENDUM AÐ
TÖFRA FRAM GÓMSÆTA OG SUM-
ARLEGA GRILLRÉTTI.
Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is
Bragðmikið með-
lætið setur skemmti-
legan svip á réttinn.
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014
Matur og drykkir
Fyrir fjóra
NAUT OG HUMAR
1 kg nauta rib eye-steik
8 stk. stórir humarhalar
Sjávarflögusalt og svartur
pipar
½ sítróna
Aðferð: Skerið rib eye-steikina í
fjórar þykkar sneiðar. Kryddið með
salti og pipar, grillið svo í u.þ.b. tvær
mínútur á hvorri hlið og látið svo
hvíla í fimm mínútur. Skellið steik-
inni svo aftur á grillið í nokkrar sek-
úndur rétt áður en rétturinn er
borinn fram. Pillið humarinn úr
skelinni, setjið hann langsum á spjót
og grillið í stutta stund, kreistið svo
sítrónusafa yfir hann og saltið.
KARAMELLUÐ LAUKSULTA
Þrír laukar
200 g smjör
2 msk. Meyer’s eplaedik
Salt
Aðferð: Skerið laukana í smáa bita
og setjið í pott. Hitið smjörið á
pönnu þar til það byrjar að freyða
og komnir eru brúnir deplar á
smjörfroðuna, hellið þá smjörinu
yfir laukinn og eldið þar til hann er
orðinn mjög mjúkur og gylltur á lit-
inn. Það þarf að fylgjast vel með
honum og hræra reglulega. Setjið í
lokin eplaedikið út á og látið það
sjóða alveg niður. Smakkið til.
SALAT
Little Gem-salat
Mizuna-salat
Red Giant-salat
1 búnt hvítur aspas
Kryddjurtaolía og salt
- Það má vel nota aðrar týpur af sal-
ati en þessar fást m.a. á bænda-
mörkuðum eða í matjurtagörðum
yfir sumartímann.
Aðferð: Skolið salatið og skerið
eftir smekk. Grillið spergilinn eftir
að hafa skorið neðsta hlutann burt.
Dressið svo með olíu og salti. Setj-
ið svo allt salatið í skál og veltið upp
úr piparrótardressingu.
PIPARRÓTARDRESSING
120 g majónes
60 g grísk jógúrt
10 g rifin piparrót
1 hvítlauksrif
½ sítróna, raspaður börkur
og safi
1 msk. Meyer’s-eplaedik
Salt
Aðferð: Setjið allt saman í mat-
vinnsluvél og maukið.
CHIMICURRI MEÐ FÁFNIS-
GRASI OG KAPERS
50 g flöt steinselja
½ hvítlaukur
10 g basilíka
10 g bergmynta (bara blöðin)
20 g fáfnisgras (bara blöðin)
2 msk. kapers
3 msk. Mayer’s-kirsuberjaedik
6 msk. ólífuolía
1/4 tsk. þurrkaður chili- eða
cayanne-pipar
Salt
Aðferð: Grillið hvítlaukinn þar til
hann er meyr í gegn. Saxið jurtirnar
smátt, bætið olíu og ediki saman við
ásamt kapers, kreistið svo hvítlauk-
inn út í, hrærið saman og saltið eftir
smekk.
Grillað nauta rib
eye og humar með
spergilsalati í pip-
arrótardressingu