Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 34
Nauta rib eye-steik og ljúf- fengur humar á grillið í sumar Jóhannes og Bjarni nýta sumarið velog grilla reglulega. „Þeir dagar semhægt er að grilla á árinu mættu vera fleiri en það kemur auðvitað fyrir að maður grilli á veturna,“ segir Jóhannes. Þeir Jóhannes og Bjarni deila hér með okkur uppskrift að gómsætum og vegleg- um aðalrétti sem myndi vekja lukku í hvaða grillveislu sem er, rétturinn sam- anstendur af nauta rib eye-steik, humri og bragðmiklu meðlæti. „Þessi réttur kemur einstaklega vel út, aðalhráefnið er nokkuð þungt en meðlætið er létt og virkilega bragðmikið og skemmtilegt,“ út- skýrir Bjarni.Jóhannes Steinn Jóhannesson og Bjarni Siguróli Jakobsson stýra þættinum Grillsumarið mikla. GRILL OG SUMAR SJÓNVARPSÞÁTTURINN GRILL- SUMARIÐ MIKLA HÓF GÖNGU SÍNA Á STÖÐ 2 Í MAÍ EN ÞAÐ ERU MATREIÐSLUMENNIRNIR OG VIN- IRNIR JÓHANNES STEINN JÓ- HANNESSON OG BJARNI SIGURÓLI JAKOBSSON SEM STÝRA ÞÆTT- INUM LISTILEGA. Í ÞÆTTINUM KENNA ÞEIR ÁHORFENDUM AÐ TÖFRA FRAM GÓMSÆTA OG SUM- ARLEGA GRILLRÉTTI. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Bragðmikið með- lætið setur skemmti- legan svip á réttinn. 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Matur og drykkir Fyrir fjóra NAUT OG HUMAR 1 kg nauta rib eye-steik 8 stk. stórir humarhalar Sjávarflögusalt og svartur pipar ½ sítróna Aðferð: Skerið rib eye-steikina í fjórar þykkar sneiðar. Kryddið með salti og pipar, grillið svo í u.þ.b. tvær mínútur á hvorri hlið og látið svo hvíla í fimm mínútur. Skellið steik- inni svo aftur á grillið í nokkrar sek- úndur rétt áður en rétturinn er borinn fram. Pillið humarinn úr skelinni, setjið hann langsum á spjót og grillið í stutta stund, kreistið svo sítrónusafa yfir hann og saltið. KARAMELLUÐ LAUKSULTA Þrír laukar 200 g smjör 2 msk. Meyer’s eplaedik Salt Aðferð: Skerið laukana í smáa bita og setjið í pott. Hitið smjörið á pönnu þar til það byrjar að freyða og komnir eru brúnir deplar á smjörfroðuna, hellið þá smjörinu yfir laukinn og eldið þar til hann er orðinn mjög mjúkur og gylltur á lit- inn. Það þarf að fylgjast vel með honum og hræra reglulega. Setjið í lokin eplaedikið út á og látið það sjóða alveg niður. Smakkið til. SALAT Little Gem-salat Mizuna-salat Red Giant-salat 1 búnt hvítur aspas Kryddjurtaolía og salt - Það má vel nota aðrar týpur af sal- ati en þessar fást m.a. á bænda- mörkuðum eða í matjurtagörðum yfir sumartímann. Aðferð: Skolið salatið og skerið eftir smekk. Grillið spergilinn eftir að hafa skorið neðsta hlutann burt. Dressið svo með olíu og salti. Setj- ið svo allt salatið í skál og veltið upp úr piparrótardressingu. PIPARRÓTARDRESSING 120 g majónes 60 g grísk jógúrt 10 g rifin piparrót 1 hvítlauksrif ½ sítróna, raspaður börkur og safi 1 msk. Meyer’s-eplaedik Salt Aðferð: Setjið allt saman í mat- vinnsluvél og maukið. CHIMICURRI MEÐ FÁFNIS- GRASI OG KAPERS 50 g flöt steinselja ½ hvítlaukur 10 g basilíka 10 g bergmynta (bara blöðin) 20 g fáfnisgras (bara blöðin) 2 msk. kapers 3 msk. Mayer’s-kirsuberjaedik 6 msk. ólífuolía 1/4 tsk. þurrkaður chili- eða cayanne-pipar Salt Aðferð: Grillið hvítlaukinn þar til hann er meyr í gegn. Saxið jurtirnar smátt, bætið olíu og ediki saman við ásamt kapers, kreistið svo hvítlauk- inn út í, hrærið saman og saltið eftir smekk. Grillað nauta rib eye og humar með spergilsalati í pip- arrótardressingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.