Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 30
Matur og drykkir Hafðu það einfalt Morgunblaðið/Eyþór *Morgunmaturinn er oft sagður veramikilvægasta máltíð dagsins en mörgokkar hafa hreinlega ekki tíma til aðtaka saman mikinn morgunmat. Þá get-ur verið gott að taka fram hafrana,skera niður eitt epli, teygja sig í rús-ínurnar og strá kanil yfir. Þá þarf ekkert annað en heitt vatn til að mýkja upp grautinn sem er í senn góður og hollur. Pönnusteikt bleikja með eplasalati og hvít- vínssósu fyrir 4. EPLASALATIÐ Gænt epli skorið í litla teninga Lítill piparrótarbiti, smátt saxaður Rjómi, létt þeyttur Smá salt Smátt skorið dill Blandið hráefninu einfaldlega í skál og sal- atið er tilbúið BLEIKJAN Bleikjuflök, svona 2 til 3 Smjör Tveir skalottlaukar, smátt saxaðir Hvítlauksrif, smátt saxað Hvítvín eða mysa Sítrónupipar Dill eða önnur fersk kryddjurt Nýjar kartöflur Bræðið smjör á pönnu og hitið vel. Steikið bleikjuna á roðhliðinni fyrst í u.þ.b. 3 mín- útur. Kryddið með sítrónupiparnum. Snúið flakinu og steikið hina hliðina í u.þ.b. 2 mín- útur. Setjið fiskinn á volga matardiska. SÓSAN Bætið lauknum og smá hvítvínsslettu út í steikingarsoðið af fiskinum. Hrærið létt og náið upp suðunni. Hellið yfir fiskinn. Skreytið svo diskinn með dilli eða annarri ferskri kryddjurt. B ifröst er án nokkurs vafa þekktust fyrir rætur sínar til Sam- bands íslenskra samvinnufélaga en árið 1955 flutti Sam- vinnuskólinn á Bifröst þar sem reist hafði verið hentugt skólahúsnæði sem í dag er þekkt sem gamla skólahúsið. Samvinnuskólinn var stofnaður töluvert fyrr eða 1918 og varð Jónas Jónsson frá Hriflu fyrsti skólastjóri skólans en sr. Guðmundur Sveins- son tók við skólastjórastarfinu þegar skólinn flutti í Norðurárdal í Borgarfirði. Í dag er rekin margvísleg starfsemi á Bifröst sem þjónustar bæði nemendur skólans og ferðamenn sem eiga styttri eða lengri viðkomu á svæðinu. Þór Örn Víkingsson er hótelstjóri á Hótel Bifröst en það er eitt af þremur fornfrægum gisti- og veitingastöðum í Norðurárdal. „Fornihvammur er löngu aflagður en Hreðavatnsskáli og Hótel Bif- röst eru enn starfrækt. Á árum áður var Hótel Bifröst aðeins sumarhótel sem sneri sér al- farið að skólastarfseminni yfir veturinn en undanfarin misseri hefur verið lagður grunnur að öflugri greiðasölu allt árið um kring,“ segir Þór en upp á margt er að bjóða á staðnum enda stutt í golf, veiði og einstaka náttúru Borgarfjarðar. Hótelið er stórt og býður upp á fjölda herbergja sem öll uppfylla ýtrustu kröfur nútímaferðalanga en í öllum herbergjum er þráðlaust net, stór baðherbergi með sturtu, örbylgju- ofni og góðum ísskáp. Fyrir matgæðinga stendur þó veitingastaðurinn upp úr en hann er í elsta hluta Bifrastar. „Þetta notalega húsnæði er fullkomin umgjörð fyrir einfaldan sveitamat enda gamli Hátíðarsal- urinn og Kringlan óbreytt frá byggingu hússins árið 1949. Matseðill- inn er ekki stór en fjölbreyttur. Ferskt salat, borgarar, crepes, pitsur, bláskel, bleikja, nautalundir, lambafillet, að ógleymdum grjónagraut með lifrarpylsu.“ Veitingastaðurinn á Bifröst býður því upp á nútímalega rétti í bland við gamla í sérstöku umhverfi gamla Samvinnuskólans. SKEMMTILEGT KAFFI- OG VEITINGAHÚS Á BIFRÖST Nútíma sveitastemning Á BIFRÖST ER REKINN EINSTAKUR KAFFI- OG VEIT- INGASTAÐUR SAMHLIÐA REKSTRI HÓTELS BIFRASTAR. ÞAR GEFST TÆKIFÆRI TIL AÐ SNÆÐA BÆÐI KLASS- ÍSKAN ÍSLENSKAN MAT OG NÚTÍMARÉTTI Í NOTA- LEGU UMHVERFI GAMLA SKÓLAHÚSSINS Á BIFRÖST. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Allir í fjölskyldunni ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á matseðlinum. Gamla skólahúsið á Bifröst býður upp á einstaka og skemmtilega stemmingu fyrir kaffi- og veitingahúsagesti og maturinn skemmir heldur ekki fyrir. Pönnusteikt bleikja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.