Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Page 30
Matur og drykkir Hafðu það einfalt Morgunblaðið/Eyþór *Morgunmaturinn er oft sagður veramikilvægasta máltíð dagsins en mörgokkar hafa hreinlega ekki tíma til aðtaka saman mikinn morgunmat. Þá get-ur verið gott að taka fram hafrana,skera niður eitt epli, teygja sig í rús-ínurnar og strá kanil yfir. Þá þarf ekkert annað en heitt vatn til að mýkja upp grautinn sem er í senn góður og hollur. Pönnusteikt bleikja með eplasalati og hvít- vínssósu fyrir 4. EPLASALATIÐ Gænt epli skorið í litla teninga Lítill piparrótarbiti, smátt saxaður Rjómi, létt þeyttur Smá salt Smátt skorið dill Blandið hráefninu einfaldlega í skál og sal- atið er tilbúið BLEIKJAN Bleikjuflök, svona 2 til 3 Smjör Tveir skalottlaukar, smátt saxaðir Hvítlauksrif, smátt saxað Hvítvín eða mysa Sítrónupipar Dill eða önnur fersk kryddjurt Nýjar kartöflur Bræðið smjör á pönnu og hitið vel. Steikið bleikjuna á roðhliðinni fyrst í u.þ.b. 3 mín- útur. Kryddið með sítrónupiparnum. Snúið flakinu og steikið hina hliðina í u.þ.b. 2 mín- útur. Setjið fiskinn á volga matardiska. SÓSAN Bætið lauknum og smá hvítvínsslettu út í steikingarsoðið af fiskinum. Hrærið létt og náið upp suðunni. Hellið yfir fiskinn. Skreytið svo diskinn með dilli eða annarri ferskri kryddjurt. B ifröst er án nokkurs vafa þekktust fyrir rætur sínar til Sam- bands íslenskra samvinnufélaga en árið 1955 flutti Sam- vinnuskólinn á Bifröst þar sem reist hafði verið hentugt skólahúsnæði sem í dag er þekkt sem gamla skólahúsið. Samvinnuskólinn var stofnaður töluvert fyrr eða 1918 og varð Jónas Jónsson frá Hriflu fyrsti skólastjóri skólans en sr. Guðmundur Sveins- son tók við skólastjórastarfinu þegar skólinn flutti í Norðurárdal í Borgarfirði. Í dag er rekin margvísleg starfsemi á Bifröst sem þjónustar bæði nemendur skólans og ferðamenn sem eiga styttri eða lengri viðkomu á svæðinu. Þór Örn Víkingsson er hótelstjóri á Hótel Bifröst en það er eitt af þremur fornfrægum gisti- og veitingastöðum í Norðurárdal. „Fornihvammur er löngu aflagður en Hreðavatnsskáli og Hótel Bif- röst eru enn starfrækt. Á árum áður var Hótel Bifröst aðeins sumarhótel sem sneri sér al- farið að skólastarfseminni yfir veturinn en undanfarin misseri hefur verið lagður grunnur að öflugri greiðasölu allt árið um kring,“ segir Þór en upp á margt er að bjóða á staðnum enda stutt í golf, veiði og einstaka náttúru Borgarfjarðar. Hótelið er stórt og býður upp á fjölda herbergja sem öll uppfylla ýtrustu kröfur nútímaferðalanga en í öllum herbergjum er þráðlaust net, stór baðherbergi með sturtu, örbylgju- ofni og góðum ísskáp. Fyrir matgæðinga stendur þó veitingastaðurinn upp úr en hann er í elsta hluta Bifrastar. „Þetta notalega húsnæði er fullkomin umgjörð fyrir einfaldan sveitamat enda gamli Hátíðarsal- urinn og Kringlan óbreytt frá byggingu hússins árið 1949. Matseðill- inn er ekki stór en fjölbreyttur. Ferskt salat, borgarar, crepes, pitsur, bláskel, bleikja, nautalundir, lambafillet, að ógleymdum grjónagraut með lifrarpylsu.“ Veitingastaðurinn á Bifröst býður því upp á nútímalega rétti í bland við gamla í sérstöku umhverfi gamla Samvinnuskólans. SKEMMTILEGT KAFFI- OG VEITINGAHÚS Á BIFRÖST Nútíma sveitastemning Á BIFRÖST ER REKINN EINSTAKUR KAFFI- OG VEIT- INGASTAÐUR SAMHLIÐA REKSTRI HÓTELS BIFRASTAR. ÞAR GEFST TÆKIFÆRI TIL AÐ SNÆÐA BÆÐI KLASS- ÍSKAN ÍSLENSKAN MAT OG NÚTÍMARÉTTI Í NOTA- LEGU UMHVERFI GAMLA SKÓLAHÚSSINS Á BIFRÖST. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Allir í fjölskyldunni ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á matseðlinum. Gamla skólahúsið á Bifröst býður upp á einstaka og skemmtilega stemmingu fyrir kaffi- og veitingahúsagesti og maturinn skemmir heldur ekki fyrir. Pönnusteikt bleikja

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.