Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014
Heilsa og hreyfing
F
immvörðuhálsinn er ein vin-
sælasta gönguleið landsins
og á hverju ári fara þús-
undir Íslendinga þessa
fornu leið auk fjölda erlendra
ferðamanna. Fyrst og fremst er
það stórbrotin náttúra sem heillar
göngumenn en litlu skiptir hvort
það eru fossarnir á fyrsta hluta
leiðarinnar, þegar gengið er frá
Skógafossi, jöklarnir báðum megin
Fimmvörðuhálsins, eldstöðvarnar
eða gróðurinn og náttúran inni í
Þórsmörk, því hvert sem litið er á
göngunni má sjá brot af því besta
sem íslensk náttúra hefur upp á að
bjóða. Sigurður Sigurðarson er
höfndur bókarinnar Gönguleiðin yf-
ir Fimmvörðuháls og er manna
fróðastur um leiðina og umhverfi
hennar. Sigurður hefur mikla
reynslu í fjallaferðum og hefur
leiðbeint bæði Íslendingum og út-
lendingum um landið þvert og
endilangt um árabil. „Íslensk nátt-
úra hefur upp á svo margt að
bjóða og erfitt er að velja eina leið
umfram aðra en Fimmvörðuhálsinn
er ein af fallegri gönguleiðum
landsins og vel þess virði að
ganga,“ segir Sigurður, sem auk
þess telur útivist einhverja þá
bestu hreyfingu sem völ er á. „Fátt
er hollara en að ganga í tæru
fjallalofti umlukinn náttúrunni.
Eykur brennslu, bætir þol og kætir
skapið.“
Gengið í fjórum áföngum
Sigurður skiptir göngunni yfir
Fimmvörðuhálsinn í fjóra
áfanga og hefst sá fyrsti
við Skógafoss. „Fyrsti hlutinn er
svokölluð Fossaleið. Hann hefst við
Skógafoss og er gengið sjö km upp
með Skógárgljúfri en í því eru
tuttugu og tveir fallegir fossar.
Leiðin nær upp að svokölluðu vaði
þar sem farið er yfir Skógá á
göngubrú.
Annar áfangi göngunnar hefst
við vaðið og þaðan er um tvær leið-
ir að velja að sögn Sigurðar. „Venj-
an er sú að ganga eystri leiðina en
þá gengið með veginum alla leið
upp á sjálfan Hálsinn. Vestari leið-
in er hins vegar framhald af
Fossaleiðinni og þá er gengið með
vestari upptakakvísl Skógár og þar
upp á Hálsinn. Á þessari leið er
hægt að sjá fjórtán fossa og flúðir
sem gleðja augað.“ Öðrum kafla
göngunnar lýkur á Fimm-
vörðuhrygg og örskammt frá skála
Útivistar en Ferðafélag Íslands er
einnig með skála þar nærri sem
nefnist Baldvinsskáli og var end-
urnýjaður árið 2012. Hér er góður
staður til að taka sér væna nest-
ispásu og safna orku fyrir seinni
hluta leiðarinnar.
Breytt umhverfi við
eldstöðvarnar
Fimmvörðuhálsinn hefur tekið
nokkrum breytingum eftir eldgosið
sem var á Hálsinum árið 2010 og
finnst því mörgum þriðji áfangi
leiðarinnar vera áhugaverðastur.
„Umhverfið er breytt frá því sem
áður var og þó þriðji áfanginn sé
stuttur er margt að sjá. Á Fimm-
vörðuhálsi mætast Eyjafjallajökull
og Mýrdalsjökull og hét þar til
forna Lágjökull. Jökullinn er nú
nær alveg horfinn og lítill snjór er
yfirleitt á Hálsinum og fer minnk-
andi með hverju ári. Umhverfið er
mjög fallegt og útsýnið er til-
komumikið. Þarna getur þó verið
bæði hvasst og kalt og því mik-
ilvægt að vera með góð skjólföt í
bakpokanum. Eldstöðvarnar eru
kannski það helsta sem fólk vill sjá
í dag og vel þess virði að fara upp
bara til að skoða þær og grilla
pylsur eða annað kjötmeti í glóð-
heitum sprungum gígsins Magna.“
Fjórði áfanginn liggur norður af
Hálsinum og niður í Bása. „Þetta
er heillandi fögur leið og útsýnið er
stórkostlegt. Leiðin er frekar létt
en getur verið viðsjál þegar farið
er niður hált móbergið í Bröttu-
fannarfelli. Sjálf Brattafönn er ekki
nema svipur hjá sjón en hér áður
fyrr renndi fólk sér fótskriðu niður
hana. Fyrir neðan er svo Heljar-
kambur sem margir kvíða fyrir
sem fara þar í fyrsta sinn en hann
er nú ekkert óskaplega tilkomu-
mikill miðað við nafnið og jafnvel
hinir mestu hrakfallabálkar komast
slysalaust yfir hann.“ Þegar hér er
komið mælir Sigurður með því að
þeir sem eru að fara í fyrsta sinn
fari hefðbundnu leiðina niður í
Bása. „Þarna má velja um tvær
leiðir. Annars um Morinsheiði,
Foldir og Kattarhryggi niður í
Strákagil og þaðan í Bása. Mælt er
með henni fyrir þá sem aldrei hafa
komið á þessar slóðir áður. Fyrir
hina sem þekkja hefðbundnu leið-
ina er tilvalið að fara ofan í Hvann-
árgil og ganga þar eftir göngustíg-
um og enda að lokum á
Votupöllum við Útigönguhöfða og
fara þaðan í Bása. Þetta er
frábær leið, fáfarin en af-
ar falleg.“
ÚTIVIST Í EINSTÖKU UMHVERFI
Gengið yfir
Fimmvörðuháls
FÁAR GÖNGULEIÐIR BJÓÐA UPP Á ÞÁ FJÖLBREYTNI SEM
FIMMVÖRÐUHÁLSINN BÝÐUR UPP Á. ÞVÍ ER VARLA HÆGT
AÐ FINNA BETRI LEIÐ TIL AÐ HREYFA SIG OG BÆTA HEILS-
UNA EN AÐ GANGA ÞESSA FALLEGU GÖNGULEIÐ.
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is
Ljúft er að koma niður í Bása, eftir langa göngu, og grilla og njóta náttúrunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skáli Útivistar á
Fimmvörðuhálsi.
Margir gerðu sér ferð upp Fimmvörðuhálsinn árið 2010 þegar eldgos var á Hálsinum snemma árs.
Morgunblaðið/RAX
Heljarkambur og
Morinsheiði fram-
undan og sjá má í
Hrunagil.
Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson
Engu skiptir hversu holl fæðutegund er. Engin ein fæðutegund inniheldur öll þau lífsnauðsyn-
legu nærgingarefni sem líkaminn þarf á að halda. Þess vegna er mikilvægt að borða fjöl-
breyttan mat og passa sig að borða fæðu úr mismunandi fæðuflokkum. Gott er að velja mat
sem er ríkur að vítamínum, steinefnum og trefjum í stað sætuefna og sykurs.
Fjölbreytt mataræði