Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 59
29.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Reid Lance Rosenthal er höf-
undur framhaldsbóka sem ger-
ast í villta vestrinu í Ameríku.
Ritröðin spannar fimm kyn-
slóðir og atburðarásin er hröð,
hasarkennd og ævintýraleg.
Fyrsta bókin er nú komin út
á íslensku, en hún hefst árið
1854 og þar er sagt frá fyrstu
kynslóðinni af fimm. Persónur
bókarinnar eru fjölmargar og
þær lenda í ýmiss konar hætt-
um, nánast við hvert fótmál.
Rómantík, mótlæti, ástríður,
sorg, örvænting og sigrar eru
daglegt brauð í lífi persóna.
Höfundur er sannarlega ekki
að lýsa neins konar rólegheita-
lífi. Hér er á ferð sápuópera,
eins konar Dallas í villta vestr-
inu.
Dallas í villta
vestrinu
Einn nánasti aðstoðarmaður
Nelson Mandela, Zelda la
Grange, er höfundur bókar-
innar Good Morning, Mr.
Mandela sem nýkomin er út,
en þar lýsir hún löngu samstarfi
sínu við hinn dáða forseta Suð-
ur-Afríku. Zelda, sem ólst upp í
Suður-Afríku og er hvít, segist
hafa sjálfkrafa orðið kynþátta-
hatari þrettán ára gömul og þeg-
ar Nelson Mandela var leystur
úr haldi eftir 27 ára fangelsi
sagði faðir hennar: „Við erum í
vanda. Það er búið að sleppa
hryðjuverkamanninum.“ Sem
ung kona greiddi hún atkvæði í
kosningum gegn því að aðskiln-
aðarstefnunni yrði aflétt og var stolt af því.
Viðhorf hennar áttu sannarlega eftir að breyt-
ast.
Tilviljun varð til þess að hún fór seinna að
vinna á forsetaskrifstofu Mandela og eftir að
hafa hitt forsetann iðraðist hún þess mjög að
hafa kosið með aðskiln-
aðarstefnunni. Zelda varð með
tímanum hægri hönd forsetans
og milli þeirra ríkti traust og
góð vinátta, en margir í fjöl-
skyldu Mandela voru ekki ýkja
hrifnir af vináttu þeirra.
Zelda lýsir vináttusambandi
þeirra í bókinni og ljóst er að
væntumþykja hennar í garð
Mandela og virðing fyrir honum
er mikil. Hún segir skemmti-
legar sögur af honum eins og af
fundum hans með Elísabetu
Englandsdrottningu, sem
hann talaði ætíð kumpánlega við
og ávarpaði alltaf með fornafni
en aldrei sem yðar hátign. „Sæl
Elísabet, þú hefur grennst,“ sagði Mandela
þegar hann heilsaði henni á einum af fundum
þeirra. Þegar eiginkona Mandela sagði honum
að það væri ekki við hæfi að kalla drottn-
inguna Elísabetu var Mandela nokkuð misboð-
ið og sagði: „En hún kallar mig Nelson.“
Náin aðstoðarkona Mandela
hefur skrifað bók um árin
með honum.
MINNINGAR UM MANDELA
Ástæða er til að vekja athygli á sýn-
ingu Guðlaugs Arasonar í Borg-
arbókasafninu við Tryggvagötu en
hún nefnist Álfabækur. Þetta er
sýning sem allir bókaunnendur ættu
að skoða því endalaust má dást að
þessum verkum Guðlaugs. Þarna sýn-
ir hann örsmáar bækur sem raðað er
í ýmsar gerðir af hillum. Bækurnar
eru alls konar, íslenskar og erlendar.
Á einni mynd eru til dæmis Íslend-
ingasögur í forgrunni og í annarri
verk Þorsteins frá Hamri. En sjón
er sögu ríkari og enginn sem áhuga
hefur á bókum ætti að missa af sýn-
ingunni en henni lýkur 3. júlí. Öll
verkin eru til sölu og stækkunargler
er á staðnum fyrir þá sem vilja rýna
nákvæmlega í verkin.
Guðlaugur hélt sýningu á álfabókum sínum í Amtsbókasafninu á Akureyri og í Bókasafni
Seltjarnarness á síðasta ári og vöktu verkin mikla athygli og seldust flest. Hann er þekktur fyr-
ir ritverk sín en fyrsta skáldsaga hans, Vindur, vindur vinur minn, kom út árið 1975 og hef-
ur hann síðan samið nokkrar skáldsögur eins og Eldhúsmellur og Pelastikk en einnig leik-
rit, ljóð og skrifað tvær bækur um Kaupmannahöfn.
EKKI MISSA AF ÁLFABÓKUM
Guðlaugur Arason sést hér við eitt verka sinna, en mikil
vinna liggur að baki Álfabókum hans.
Velúr er ný ljóðabók eftir
Þórdísi Gísladóttur, en ljóðin
í bókinni fjalla flest um
hversdagslíf nútímafólks.
Þetta er önnur ljóðabók Þór-
dísar, en hún hlaut Bók-
menntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar árið 2010
fyrir ljóðabókina Leyndarmál
annarra, sem vakti nokkra at-
hygli og hlaut góða dóma.
Auk þess að yrkja ljóð hefur
Þórdís sent frá sér tvær vin-
sælar barnabækur um þau
Randalín og Munda.
Ljóð um
hversdagslíf
nútímafólks
Þroskasaga,
villta vestrið
og ljóð
NÝJAR BÆKUR
ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR SENDIR FRÁ SÉR NÝJA
LJÓÐABÓK. SÁPUÓPERA ÚR VILLTA VESTRINU
HEFUR VERIÐ ÞÝDD. ÞROSKASAGA STÚLKU FRÁ
PÚERTÓ RÍKÓ ER EINNIG KOMIN ÚT. OG SVO MÁ
EKKI GLEYMA HANDBÓK FYRIR BÖRN UM ÞAÐ
HVERNIG Á AÐ TAKA SKREF Í ÁTT AÐ GRÆNUM
OG SJÁLFBÆRUM LÍFSSTÍL.
Út er komin ljóðabókin Hverafuglar
eftir Einar Georg, en hann hefur
einkum orðið kunnur af textagerð
fyrir syni sína Þorstein í Hjálmum
og Ásgeir Trausta. Í bókinni eru ljóð
um náttúruna sem Einar orti meðal
annars fyrir vin sinn Guðmund Pál
Ólafsson til að nota í bók hans
Vatnið í náttúru Íslands. Mynd-
skreytingar og teikning á kápu eru
eftir Ásgeir Trausta.
Náttúruljóð eftir
Einar Georg
Verum græn – ferðalag í átt að sjálfbærni – er
handbók fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem
sýnir á einfaldan hátt hvernig hægt er að taka
skref í átt að grænum og sjálfbærum lífsstíl. Á
bókarkápu segir að bókin fjalli ekki aðeins um
endurvinnslu og að vera grænn heldur sé hún
leiðarvísir að betra lífi og því hvernig hægt sé að
verða betri manneskja. Semsagt göfugt markmið.
Leiðarvísir að því að
vera grænn
* Allir sem halda að þeir séu skáld eruvitlausir. Halldór Laxness BÓKSALA 18.-24. JÚNÍ
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Amma biður að heilsaFredrik Backman
2 Vegahandbókin 2014Steindór Steindórsson
3 Iceland small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson
4 Bragð af ástDorothy Koomson
5 Íslenskar þjóðsögurBenedikt Jóhannesson/Jóhannes
Benediktsson
6 Iceland small World - stórSigurgeir Sigurjónsson
7 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen
8 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes
9 Skrifað í stjörnunarJohn Green
10 155 Ísland áfangastaðir í alfaPáll Ágeirs Ásgeirsson
Kiljur
1 Amma biður að heilsaFredrik Backman
2 Bragð af ástDorothy Koomson
3 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen
4 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes
5 LífsmörkAri Jóhannesson
6 SkuggasundArnaldur Indriðason
7 Maður sem heitir OveFredrik Backman
8 ÖngstrætiLouise Doughty
9 Sannleikurinn um mál Harrys QJoël Dicker
10 AndófVeronica Roth
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Dýrmætt er lífið þá
dauðinn kallar.