Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 50
Úttekt 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Á Ebay er til sölu málverk sem sagt er vera eftir einn af Ís- lands stærstu meisturum; listmálarann Þórarin B. Þorláks- son. Seljandinn er samkvæmt Ebay-síðunni staðsettur í Bandaríkjunum og vill fá um 27.500 Bandaríkjadali fyrir verkið eða um 3 milljónir íslenskra króna. Að verk eftir Þórarin, eða íslensku málarana, dúkki upp á Ebay er ekki alvanalegt. Sunnudagsblað Morgunblaðsins hafði samband við Ólaf Inga Jónsson, deildarstjóra for- vörsludeildar Listasafns Íslands. „Það er allt sem talar á móti því að þetta sé mynd eftir Þórarin Þorláksson,“ segir Ólafur Ingi. „Bæði er, að hand- bragð verksins og einnig stærð þess er úr öllu samhengi miðað við þau verk sem Þórarinn málaði. Málverkið er miklu nær öðrum skóla, það er impressjónisma, en þeim sem Þórarinn tilheyrði,“ segir Ólafur Ingi og bætir við að ef málverkið væri mjög verðmætt væri skrýtið að leggja jafn- mikla áherslu á hversu fallegur ramminn er, eins og gert er í auglýsingunni er það gert. „Það er ekkert sem bendir til þess að verkið sé eftir Þórarin.“ Í fyrstu auglýsingu um verkið var fullyrt að höfund- armerking væri til staðar á því en ekki fylgdi ljósmynd af henni í auglýsingunni. Sunnudagsblað Morgunblaðsins hafði samband við selj- andann og bað um ljósmynd af merkingunni sem og eig- endasögu. Seljandinn svaraði því til að hann gæti ekki sent ljósmynd af merkingunni. Honum hefði verið sagt að til að sjá ummerki um merkingu Þórarins yrði að fjarlægja verk- ið úr rammanum en bauðst ekki til að gera það til að geta sannreynt það áður en hann seldi það á þrjár milljónir. Seljandinn sagðist vera að selja verkið fyrir umbjóðanda sinn og umbjóðandinn hefði látið hreinsa verkið hjá Joel Zackoff, sérmenntuðum viðgerðarmanni listaverka, á Green Street á Manhattan í New York. Raunar heitir, eða hét sá maður, Joel Zakow en ekki Zackoff, og lést fyrir um 8 árum. Seljandinn á Ebay skrifaði í svari að Zakow hefði sagt eigandanum að hann sæi leifar höfundarmerkingar Þórarins. Aðra staðfestingu var ekki hægt að fá á þeirri undirskrift en orð löngu látins manns, en seljandinn fór ekki ofan af því að verkið væri sannarlega ekta. Spurður út í eigendasögu gat hann ekki gefið upp nein nöfn nema að eigandinn hefði keypt verkið af skólakennara á Íslandi en gat ekki gefið upp frekari nöfn eða upplýsingar um þau kaup. Frekari spurningum Sunnudagsblaðsins var ekki svarað af seljanda en verkið er enn til sölu á Ebay. Eft- ir fyrirspurnirnar var upplýsingum sem birtast á Ebay breytt lítillega, það er að segja, ekki var lengur fullyrt að verkið væri merkt höfundi heldur settur sá fyrirvari að lát- inn forvörður hefði sagt umbjóðandanum að hann hefði séð ummerki undirskriftar, sem væri þá falin undir ramm- anum. „Fólk á auðvitað alls ekki að kaupa verðmæt listaverk á internetinu en þar sem eigandinn virðist ekki ætla að tékka á undirskriftinni með nokkrum einasta hætti er þetta afar hæpið og lélegri fagmennska fyrirfinnst varla. Þrátt fyrir að sannreyna ekkert biður hann samt um þessa upphæð,“ segir Ólafur Ingi og kallar þetta „bull frá upphafi til enda“. Fjölmörg listaverkafölsunarmál hafa komið upp vegna sölu á Ebay í gegnum tíðina og hefur reynst erfitt að end- urkalla slík kaup og fá endurgreitt enda hafa þá kaupendur verið grænir og keypt verkið án þess að sannreyna uppruna þess. Á vefnum hafa verið auglýst fölsuð verk eftir Picasso, Chagall og fleiri. Dómsmál hafa einnig komið upp um fölsuð húsgögn, snyrtivörur og fleira en auðveldara er að sann- reyna slíka fölsun en listaverkafölsun. Hver hefði trúað því að notað inneignarkort á síma frá Tal væri hægt að selja á Ebay? Enginn, enda er engin inneign lengur á kortinu. Það sem breytir hins vegar dálitlu er að kortið prýðir fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr. Seljandinn, sem er íslensk- ur, virðist að minnsta kosti telja að fyrir þetta kort geti hann fengið smávegis pening og setur á það 1.000. Hví ekki að reyna? Frá Íslandi eru seldir ýmsir hlutir sem sérstakir eru og Safn- aramiðstöðin er með til sölu skemmtilega og skrýtna hluti svo sem þessa sérútbúnu njósnamyndavél. Þótt gömul sé virkar hún full- komlega. Viðmiðunarverð er um 22.000 kr. Gömul landsliðstreyja í knattspyrnu var til sölu á Ebay en seldist því miður rétt fyrir helgi ef einhver hefði viljað eignast. Hún er númer 13 án frekari upplýsinga, nema að hún er líkast til frá 8. áratugnum að sögn seljanda. Hún fór á um 13.000 kr en seljandinn var breskur. Gömul íslensk bílnúmer sjást æ sjaldnar en þessi núm- eraplata er til sölu og seljandinn, sem er í Phoenix í Banda- ríkjunum, segir hana vera frá því um 1950. Leiðbeinandi verð er um 14.000 kr. Margir kannast við tímaritið MAD sem var vinsælt hér á árum áður en þetta eintak er á íslensku og er afar sjaldgæft og dýrt eftir því en á það eru settar um 22.000 kr. Seljandinn segir að aðeins sex tölublöð hafi verið gefin út á ís- lensku af MAD og þau hafi auk þess verið prentuð í litlu upp- lagi. Þetta eintak, frá 1988, sé því nokkuð sem allir MAD- safnarar verði að eignast. Barbídúkka í ís- lenska búningnum er nokkuð vinsæl á Ebay og um þessar mundir eru heil 13 stykki til sölu á vefn- um. Verðið er afar mismunandi og fer eftir því hvort hún er í kassa eða ekki. Hún fæst á 3.000-10.000 kr. Fyrsti heimaleikur Liverpool í Evrópukeppni fór fram á Anfield árið 1964. Þar tók stórliðið úr bítla- borginni á móti vest- urbæjarveldinu KR. Þetta knattspyrnu- prógramm yfir leikinn sem selt var á vellinum er til sölu á Ebay og fæst fyrir litlar 4.000 kr. Gamla íslenska lögregluermahnappa sem Safnaramið- stöðin býður einnig til sölu er að finna á Ebay en áhugasöm- um um einstaka gamla muni má benda á facebooksíðu Safnaramiðstöðvarinnar. Á hnappana eru settar um 3.000 kr. Hard Rock Café í Reykjavík sáluga fer að verða að goðsagnarkenndum veitingastað en á Ebay má finna þónokkuð marga minjagripi sem seldir voru á veitingastaðn- um, nælur, glös og derhúfu sem þessa. Verðið á henni er um 7.000 kr. Útlendingar geta lært íslensku á Ebay fyrir aðeins litlar 1.100 kr. og það tekur ekki nema nokkrar mínútur því hægt er að kaupa vúdúgaldur sem galdrar íslenskukunnáttuna í fólk. Þeir sem hafa reynt í mörg ár vilja kannski prófa en Sunnudagsblað Morgunblaðsins ábyrgist ekki árangur og það gerir Ebay ekki heldur. ÝMISLEGT ÖÐRUVÍSI „Ekkert sem bendir til þess að verkið sé eftir Þórarinn“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.