Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Page 35
29.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Fallegur garður hefur verið settur upp fyrir utan veitinga- staðinn Noma í Kaupmanna- höfn, sem fjór- um sinnum á síðustu fimm árum hefur verið valinn besti veit- ingastaður heims af tímaritinu Res- taurant. Garðurinn samanstendur meðal annars af skandinavískum plöntum og íslensku hrauni. Helsta ástæðan fyrir því að garðinum var komið fyrir var að áhugasamir ferðamenn lágu á gægjum á kvöldin og trufluðu einbeitingu gesta veit- ingastaðarins. Noma-garður Frá Kaupmannahöfn. FERÐAMENN TRUFLUÐU Meira en fjórðungur Bandaríkja- manna segist reyna að minnka glú- ten-neyslu eða hætta henni alveg. Rannsakendur telja að verðmæti iðnaðarins í kringum glútenfrítt mataræði kunni að verða 15,6 milljarðar dollara árið 2016. Þetta kemur fram í The New York Tim- es. Glúten er prótínið í hveiti sem gerir að verkum að það er teygj- anlegt. Tískubylgjur í kringum mataræði koma og fara en í Bandaríkjunum telja margir að glútenfría matar- æðið sé komið til að vera í ljósi aukinnar meðvitundar meðal al- mennings um mataróþol, heilbrigt meltingarkerfi, erfðabreytt korn og svo framvegis. Um eitt prósent Bandaríkjamanna er greint með glútenóþol en mun fleiri hafa til- einkað sér mataræðið, til dæmis þeir sem heyja baráttu við aukakíló eða vilja losna við bólgur. Glúteniðnaður vex hratt Glútenlausir valkostir verða sífellt al- gengari á matsölustöðum. TÍSKAN SKÝTUR RÓTUM Fagrir réttir gleðja ekki aðeins augað heldur getur listræn áferð breytt bragðskynjun til hins betra. Morgunblaðið/Ómar Fallegur og listrænn matur bragðast betur í munni fólks en sá sem raðað er af hroðvirkni á disk og listrænt innsæi fólks getur haft áhrif á upplifun þess af mat. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á vegum verðlaunakokksins Charles Michael sem birtust í tímaritinu Flavour á dögunum og fjallað er um í The Guardian. Í rannsókninni útbjó Michael flók- ið salat úr 17 ólíkum hráefnum fyrir 60 manns og útfærði það á þrenns konar hátt. Fólkið hafði enga hugmynd um við hverju átti að búast eða í hverju rannsóknin fælist. Á fyrsta disknum raðaði hann hráefnunum upp aðskildum. Í annarri útfærslunni hrærði hann þeim saman og kom salatinu fyrir á miðjum disknum. Í þriðju og síðustu útfærsl- unni raðaði hann salatinu þannig upp á disk- inn að það minnti á málverk eftir listamann- inn Kandinsky sem kallast Málverk 2001. Niðurstöðurnar komu á óvart að því leyti að gestirnir voru þeirrar skoðunar að Kand- insky-salatið hefði verið flóknara, listrænna, meira aðlaðandi og bragðbetra en hin salöt- in. Þeir vissu ekki að rétturinn væri innblás- inn af listaverki – þeim fannst hann einfald- lega betri á bragðið. LISTRÆN SKYNJUN HEFUR ÁHRIF Á MATARUPPLIFUN Fallegur matur bragðast betur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.