Morgunblaðið - 06.09.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.09.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 KEMUR HEILSUNNI Í LAG Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nú er kominn réttarhugur í fólk í sveitum lands- ins, enda haustið sá tími sem farið er á fjall og fénu safnað í réttir. Þá er gjarnan mikil gleði, söngur og heilmikill hamagangur sem fylgir því að draga fé í dilka. Bjart var yfir þessari stúlku í Undirfellsrétt í Vatnsdal í gær þar sem hún fékk sér sæti á baki lambs. Í Undirfellsrétt verður um 12.000 fjár réttað um helgina en gangnamenn fengu gott veður í leitum og smalaðist því vel. Bjart er barnsins bros í réttunum Ljósmynd/Jón Sigurðsson Handagangur í öskjunni í Undirfellsrétt í Vatnsdal Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gærmorgun að fjármálaráðherra beiti sér fyrir því að Hafrannsókna- stofnun fái aukið fjármagn svo hægt verði að fara í loðnurannsóknir í haust. Í kjölfarið hóf Hafrannsókna- stofnun þegar undirbúning að loðnu- leiðangri sem hefst síðari hluta mán- aðarins. „Þessar rannsóknir eru afar nauðsynlegar að okkar mati og því er mjög gott að þessi niðurstaða skuli vera fengin,“ sagði Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, í gær. Ráðgert er að leiðangurinn geti tekið um þrjár vikur og verður farið á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni. Fram kom í umræðum um þetta mál í haust að kostnaður við leiðangurinn gæti numið 60-70 millj- ónum króna. Vegna fjárskorts Haf- rannsóknastofnunar var útlit fyrir að ekki yrði farið í loðnurannsóknir fyrir áramót eins og gert hefur verið í fjölda ára. Kolbeinn Árnason, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði þá að mikil verðmæti gætu farið forgörðum fyr- ir útgerðina og þjóðfélagið í heild væri þessum rannsóknum ekki sinnt. Til heiðurs loðnunni Í gær var haldin ráðstefna á Akur- eyri til heiðurs loðnunni, eins og það er orðað á heimasíðu LÍÚ, í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að Ís- lendingar hófu hagnýtingu á loðnu. M.a. var farið yfir stöðu stofnsins, þróun iðnaðar, helstu afurðir og markaði, efnahagslegt mikilvægi loðnu og möguleg sóknarfæri. Á þessari hálfu öld er búið að veiða um 32 milljónir tonna af loðnu og hefur hún skapað gífurleg verðmæti fyrir þjóðarbúið. Útflutningsverð- mæti 32 millj. tonna af loðnu gætu verið 2.368 milljarðar króna ef tekið er mið af útflutningsverðmæti 2013 skv. upplýsingum á vef Hagstofu Ís- lands. Loðnuleiðangur í mánaðarlok  Ríkisstjórnin beitir sér fyrir auknu fjármagni til Hafrannsóknastofnunar vegna loðnurannsókna í haust  Loðnuveiðar hafa skapað mikil verðmæti Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ákvörðun dagskrárstjóra Rásar 1 hjá ríksútvarpinu þess efnis að færa síðasta lag fyrir hádegisfréttir fram fyrir auglýsingar hefur víða fallið í grýttan jarðveg. „Mér líst bölvan- lega á þetta,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. „Ég vil hafa hefðir og það er sérstaklega gaman að hafa hefð ef hún er öðruvísi en hjá öðrum.“ Árni Björnsson telur að Jón Leifs, tónskáld og þáverandi formaður Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEFs, hafi komið síðasta lagi fyrir fréttir á á árunum 1950 til 1960. Hann hafi verið vel tengdur útvarpinu, til dæmis verið tón- listarráðunautur þess um tíma. Þetta hafi meðal annars verið aðferð til þess að kynna íslenska tónlist og jafnframt verið smávægis tekjulind fyrir tónskáld í formi stefgjalda. Á Vísindavefnum fyrir nokkrum árum var spurt hvað væri sér- íslenskt. Þá svaraði Árni því til að spurningin væri snúin en þó mætti draga fram nokkur atriði sem gætu réttlætt þessa einkunn. Hann nefndi eitthvað sem hefði orðið til á Íslandi og hvergi annars staðar, eitthvað sem hefði flust til Íslands og varð- veist þar en horfið annars staðar og eitthvert fjölþjóðlegt fyrirbæri sem hefði fengið sérstætt snið á Íslandi. Einsdæmi í veröldinni Síðasta lag fyrir fréttir þekkist sennilega hvergi annars staðar. Há- degisfréttir ríkisútvarpsins hefjast kl. 12.20 og telur Árni Björnsson það einsdæmi í veröldinni. Síðasta lag fyrir fréttir fylgi hefðinni. „Ég sé ekki hvaða þörf er á þess- ari breytingu,“ segir Árni. „Mér líst illa á þetta. Þetta er algerlega mein- laus hefð og gaman að halda henni.“ Líst bölvanlega á þetta og vill halda í ríka hefðina  Vill síðasta lag fyrir fréttir á ný Árni Björnsson Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, segist hafa á tilfinning- unni að andinn á spítalanum sé á uppleið, þó að mörg verkefni séu óleyst. Þetta kemur fram í for- stjórapistli á vef- síðu Landspítal- ans í gær. Þar segir Páll að örkönnun meðal starfsfólks í vor hafi bent til betri líðunar. „Nú sýna starfsemistölur sem aðgengilegar eru á vef spítalans mjög jákvæðar vísbendingar í sömu átt. Það er langt síðan að við höfum séð eins já- kvæð merki en veikindahlutfall starfsfólks fer minnkandi og sama gildir um starfsmannaveltu,“ segir hann. Páll víkur einnig að því að fram- undan śé umræða um fjárlög ársins 2015 sem verða lögð fram í næstu viku. „Það gekk mikið á síðasta haust í kjölfar þeirra en sjálfur hef ég þá trú að stjórnvöldum verði sí- fellt betur ljóst mikilvægi þess að spítalinn fái í fjárlögum næsta árs svigrúm til að halda áfram uppbygg- ingarstarfi. Um þetta hef ég nýlega ritað leiðara í Læknablaðið. Sam- hliða þessu er áframhaldandi bar- átta fyrir uppbygginu þjóðar- sjúkrahússins við Hringbraut. Það er verkefni sem verður að sjá fyrir endann á sem fyrst og þar munar um hvern þann sem málinu leggur lið.“ Jákvæð merki um betri líðan Páll Matthíasson  Spítalinn fái svig- rúm í fjárlögum Um tuttugu björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitum í Árnessýslu tóku þátt í björgunaraðgerð síðdegis í gær þegar erlend kona slasaðist á fæti í Klambragili, sem er ofarlega í Reykjadal. Konan var á göngu sem skipulögð var af íslensku ferðaþjón- ustufyrirtæki. Bera þurfti konuna um eins kílómetra leið, víða nokkuð bratta og lausa í sér, í björgunar- sveitarbíl sem beið við enda göngu- stígsins. Var hún síðan flutt að Suð- urlandsvegi þar sem sjúkrabíll beið þess að flytja hana undir læknis- hendur. Kona slasaðist í Klambragili

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.