Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
Óháð ráðgjöf
til fyrirtækja
Firma Consulting gerir fyrirtækjum
tilboð í eftirfarandi þjónustu:
• Kaup, sala og sameining.
• Verðmat fyrirtækja.
• Samningaviðræður, samningagerð
• Áætlanagerð.
• Fjárhagsleg endurskipulagning.
• Samningar við banka.
• Rekstrarráðgjöf.
Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík.
Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766
info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Frá og með næstu viku munu þeir
gestir Alþingis sem vilja fylgjast
með þingfundum þurfa að ganga í
gegnum málmleitarhlið áþekkt þeim
sem fyrirfinnast á flugstöðvum.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri
Alþingis, segir tilganginn þann að
auka öryggi í þinghúsinu, og koma í
veg fyrir að menn beri upp hluti sem
hægt er að fleygja inn í þingsalinn
eða skaðað sjálfa sig með, eins og
nýleg dæmi séu um.
Helgi segir að forsætisnefnd Al-
þingis hafi fjallað um málið á sum-
arfundi sínum, og samþykkt þær
breytingar á aðgangsreglum þings-
ins sem þurfti að gera. „Það er búið
að vinna breytingar við bakdyr húss-
ins, og hliðið er á leiðinni til landsins
þessa dagana,“ segir Helgi, sem seg-
ir stefnt að því að hliðið verði sett
upp í næstu viku. Ólíklegt sé þó að
það takist í tæka tíð fyrir þingsetn-
ingu, sem verður á þriðjudaginn
næstkomandi.
„Við höfum undanfarin ár óskað
eftir því að fólk færi ekki með töskur
eða málmhluti upp á palla og því hef-
ur verið fylgt eftir með handleit-
artækjum,“ segir Helgi, og bætir við
að málmleitarhliðið komi í staðinn
fyrir þau tæki. Helgi segir að ekki sé
ætlunin að fjölga lögreglumönnum
eða auka öryggisgæslu að öðru leyti.
„Það er okkur kappsmál að það sé
eins greiður aðgangur að pöllunum
og hægt er. Við höfum þurft að tak-
marka fjölda fólks á pöllunum, en að
öðru leyti höfum við reynt að greiða
götu þess fólks sem vill fylgjast með
störfum þingsins,“ segir Helgi, sem
á von á því að hliðið muni gera að-
gang að pöllunum liðlegri en áður.
Málmleitarhliði komið fyrir í
Alþingishúsinu í næstu viku
Mun gera aðgang að þingpöllum greiðari en áður
Morgunblaðið/Ómar
Alþingishúsið Málmleitartæki verður sett upp við inngang að þingpöllum.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Reynir Traustason, ritstjóri DV,
þurfti að lúta í lægra haldi á aðalfundi
DV ehf. sem fram fór í annað sinn á
Hótel Natura í gær eftir að fundinum
hafði verið frestað um viku vegna
ágreinings um ársreikninga. Hart
var deilt á fundinum sem stóð fram á
kvöld og m.a. þrefað um umboð hlut-
hafa, en eftir að gengið var til kosn-
inga varð niðurstaðan sú að Reynir
fór með 49,4% hlutafjár en aðrir hlut-
hafar 50,6%.
Telur daga sína talda á DV
Fyrir aðalfundi kvaðst Reynir
viðbúinn því að þurfa að láta af störf-
um sem ritstjóri DV. Aðspurður um
stöðu sína eftir fundinn segist hann
ekki vita hver hún væri. „Ég vona að
staðan skýrist sem fyrst. Ég er í
þessari vinnu enn og bíð bara fyrir-
mæla nýrrar stjórnar,“ segir Reynir,
sem er þó ekki vongóður um áfram-
haldandi veru í ritstjórastól DV.
„Björn Leifsson hefur lýst því yfir
með afdráttarlausum hætti að hann
vilji losna við mig sem ritstjóra og
fleiri hafa gefið það til kynna. Ég á
því ekki von á því að verða lengi í
þessu starfi til viðbótar.“
Óhræddur um eigin framtíð segist
Reynir þó hafa áhyggjur af því hvað
verði um starfsfólk DV. „Ég ætla að
vona að ný stjórn skilji út á hvað
þetta gengur allt saman þannig að
starfsfólkið sé sæmilega hólpið.“
Þar sem enginn hluthafi fer með
meira en 5% atkvæðisrétt á aðalfundi
DV ehf. endurspeglar niðurstaða
fundarins ekki réttan eignarhlut að-
ila. Meirihlutaeigendur fóru því með
minni hlut en ella í atkvæðagreiðsl-
unni en urðu samt sem áður ofan á að
lokum. Í stjórn taka nú sæti Lilja
Skaftadóttir, Ólafur Magnússon,
Þorsteinn Guðnason, Jón Þorsteinn
Gunnarsson og Björgvin Þor-
steinsson. Ekki náðist í Sigurð G.
Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar.
Á ekki von á því að vera áfram
Hart var barist um meirihluta í stjórn DV ehf. á aðalfundi félagsins í gærkvöldi Þrefað var um
umboð hluthafa fyrir fund Reynir Traustason tapaði naumlega með 49,4% atkvæða í stjórnarkjöri
Á átakafundi Reynir Traustason kemur til aðalfundarins sem stóð fram á kvöld.
Spenna Hart var deilt á aðalfundi DV ehf. í gær en tveir hópar börðust um meirihluta í stjórn félagsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Hluthafar Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður mætti fyrir hönd meirihluta hluthafa í DV ehf.
Þorsetinn Guðnason, sem fór
fyrir hópi meirihluta eigenda í
DV ehf., vill ekki svara því að svo
stöddu hvort Reynir Traustason
verði áfram í ritstjórastóli blaðs-
ins. „Aðalfundurinn var að klár-
ast fyrir rúmum klukkutíma og
engar ákvarðanir hafa verið
teknar um framtíð hans,“ sagði
hann í gærkvöldi. DV verður
áfram frjálst og óháð dagblað að
sögn Þorsteins sem segir að ekki
verði skipt um kúrs í ritstjórnar-
stefnu blaðsins. „Við erum jaðar-
blað sem sinnir rannsóknar-
blaðamennsku og unnið fjölda
verðlauna á þeim vettvangi og
ætlum að halda þeirri stefnu.“
Rekstrarlega stöðu blaðsins seg-
ir hann nokkuð góða og nú verði
bætt í og blaðið styrkt.
Bætt í og
blaðið styrkt
ÞORSTEINN GUÐNASON