Morgunblaðið - 06.09.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Ób
rey
tt ve
rð síðan 2009
Malín Brand
malin@mbl.is
Það þótti virkilega eftirsókn-arvert að komast í sveit yfirsumartímann á bænumBrautarhóli í Svarfaðardal
hér áður fyrr. Þangað komu aðallega
drengir og „þeir hlógu og skríktu
þegar þeir komu á Brautarhól en
grétu þegar þeir þurftu að fara á
haustin,“ eins og Lilja Sólveig Krist-
jánsdóttir orðar það en hún var fædd
og uppalin á bænum. Móðir hennar
hafði það góð áhrif á alla í kring að
börnin sem voru í fóstri á Brautarhóli
yfir sumarið vildu helst ekki fara það-
an. Lilja ólst upp við mikið ástríki,
söng og kveðskap og mótaði það hana
snemma enda byrjaði hún að yrkja
ung að árum. „Pabbi minn sat með
mig á hnjánum og kvað við mig og við
sungum líka. Við systkinin sungum
með þremur röddum en það vantaði
alltaf tenór.“ Elsta vísan sem hún
man eftir að hafa sett saman er frá
því hún var sjö ára gömul. Raunar
man Lilja ótrúlega langt aftur og til
dæmis sagði hún blaðamanni frá því
þegar pabbi hennar fór með hana
tveggja ára gamla í myndatöku. „Ég
ríghélt í hann en hann vildi að ég væri
ein á myndinni,“ segir hún og á um-
ræddri ljósmynd má sjá hvernig Lilja
hélt um vísifingur vinstri handar
sinnar því annað gat hún ekki haldið
í. Minningin er 89 ára gömul og segir
Lilja að hún muni þetta mjög vel og
eru æskuárin og sjálf bernskan henni
í fersku minni.
Mörg ljóða Lilju og vísna hafa
verið skráð niður en þó ekki nándar
nærri allur kveðskapur hennar sem
spannar hátt í áttatíu ár.
Skáldkona sem man
89 ár aftur í tímann
Það telst óvenjulegt að fólk muni eftir fyrstu árum ævi sinnar. Lilja Sólveig Krist-
jánsdóttir er 91 árs og er með einstaklega gott minni og man allt að 89 ár aftur í
tímann. Það er síður en svo það eina sem er sérstakt við Lilju sem hefur farið
ótroðnar slóðir á langri og viðburðaríkri ævi. Á morgun, sunnudag, verður sér-
stök guðsþjónusta á Grund þar sem allir sálmarnir verða eftir Lilju sjálfa.
Skáld Lilja Sólveig Kristjánsdóttir hefur alla tíð notað skáldskapinn til að
fá tilfinningalega útrás. Hún yrkir bæði þegar hún er sorgmædd og glöð.
Samstarfsverkefni Borgarbókasafns
Reykjavíkur og Samtaka kvenna af
erlendum uppruna kallast Sögu-
hringur kvenna. Á morgun, sunnudag
klukkan 13.30, hefst starfsemi hans
á ný eftir sumarfrí og er óhætt að
segja að dagskráin sé fjölbreytt.
Dagskrárliðir Söguhringsins fara
fram í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi og verður dagskráin kynnt þar
með pomp og prakt.
Danskennarinn Tanya Dimitrova
mun á morgun leiða þátttakendur í
gegnum zumba, „bollywood“ og
diskó. Söguhringur kvenna hefur
starfað síðan 2008 og snýst fyrst og
fremst um að tengja konur í gegnum
sögur og sköpun en þó er vel við hæfi
að byrja vetrardagskrána með
hraustlegum dansi til að „hrista“
hópinn saman. Söguhringurinn hitt-
ist fyrsta sunnudag hvers mánaðar
og býður alla velkomna.
Vefsíðan facebook: Söguhringur kvenna
List Eitt verka Söguhringsins prýðir nú kaffihús og kaffipoka Kaffitárs.
Söguhringur kvenna byrjar á ný
Á morgun, sunnudaginn 7. sept-
ember, klukkan 14 verður fyrsta
barnaleiðsögn haustins í Þjóðminja-
safninu. Fyrsta sunnudag hvers mán-
aðar yfir vetrartímann er boðið upp á
slíka leiðsögn sem sérstaklega er
ætluð börnum. Að þessu sinni mun
safnkennari fjalla um landnám Ís-
lands á 9. öld og baðstofulíf á 19. öld.
Sverð, skartgripir og beinagrindur
landnámsmanna, baðstofa, askur og
strokkur eru meðal gripa sem verða
skoðaðir. Að lokinni leiðsögn er til-
valið að bregða sér í ratleik um safn-
ið. Leiðsögnin er ókeypis og öll börn
og fjölskyldur þeirra velkomin.
Endilega …
… sjáið aska og
sverð á safninu
Morgunblaðið/Kristinn
Spenna Börnin fá að skoða ýmislegt.
Í gær hófst húðflúrhátíðin Icelandic
Tattoo Expo og stendur hún til
sunnudags. Hátíðin er haldin á Hótel
Sögu eins og síðustu ár. Alls taka 56
flúrlistamenn þátt og koma þeir víðs-
vegar að úr heiminum. Að þessu sinni
verður boðið upp á flúr í öllum flokk-
um listgreinarinnar en flokkarnir eru
sex og nefnast á ensku old school,
new school, japanese, tribal, realistic
og portrait. Ekki hefur verið boðið
upp á alla flokkana áður og er það til
marks um fjölbreytnina á hátíðinni
sem sífellt stækkar.
Hvort sem fólk hefur áhuga á að fá
sér flúr eður ei er áhugavert að
margra mati að fylgjast með flúr-
listamönnum við vinnu sína og er
sannarlega hægt að fylgjast með
þeim á hátíðinni.
Á hverri hátíð er keppt um fegursta
flúrið og verður keppt í fimmtán
flokkum núna. Ýmis skemmtiatriði
verða og má þar nefna sverðagleyp-
inn og flúrfyrirsætuna Luccky Hell
sem sýna mun gestum listir sínar.
Nánar um hátíðina á síðunni:
www.icelandictattooexpo.is.
Flúrhátíðin Icelandic Tattoo Expo í þriðja sinn á Sögu
Fyrsta skipti boðið upp á flúr í
öllum flokkum listgreinarinnar
Morgunblaðið/Ómar
Flúr Á flúrhátíðinni eru 56 listamenn sem flúra áhugasama gesti í bak og fyrir.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.