Morgunblaðið - 06.09.2014, Síða 24
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðla-
bankans, kom fjárfestum í opna skjöldu í fyrra-
dag þegar tilkynnt var um frekari vaxtalækk-
anir auk þess að boða stórtæka áætlun um
kaup á eignatryggðum skuldabréfum fyrir
hundruð milljarða evra. Markmiðið er að ýta
undir útlánaaukningu og heildareftirspurn á
evrusvæðinu.
Aðgerðir Evrópska seðlabankans, sem
margir greinendur og fjárfestar telja löngu
tímabærar, eru til marks um þann mikla efna-
hagsvanda sem evruríkin standa frammi fyrir.
Hættan á langvarandi verðhjöðnunarskeiði –
miklu atvinnuleysi ásamt lágri verðbólgu og
litlum hagvexti – er raunveruleg. Spáð er að
verðbólga á evrusvæðinu verði undir markmiði
Evrópska seðlabankans – undir en nálægt 2% –
næstu þrjú árin.
Stýrivextir bankans voru lækkaðir úr 0,15%
í 0,05% auk þess sem innlánsvextir fóru niður í
mínus 0,2%. Bankar á evrusvæðinu þurfa því í
reynd að greiða fyrir að geyma fé í seðlabank-
anum. Áætlun Evrópska seðlabankans um
skuldabréfakaup felst í beinum kaupum á
skuldabréfavafningum sem innihalda sér-
tryggð og eignatryggð verðbréf. Áætlað er að
kaupin hefjist í október. Þau gætu numið um
200 milljörðum evra til að byrja með en að lok-
um farið rétt undir þúsund milljarða evra. Það
er um 10% af landsframleiðslu evrusvæðisins.
Það vakti athygli greinenda að farið var fram
með áætlunina þrátt fyrir ósamstöðu innan
stjórnar Evrópska seðlabankans. Slíkt þykir
undirstrika skýran ásetning Draghi um að láta
ekki pólitíska andstöðu kjarnaríkjanna – ekki
síst Þýskalands – koma í veg fyrir að bankinn
grípi til óhefðbundinna aðgerða.
Eigi áætlunin hins vegar að hafa tilætluð
áhrif telja sérfræðingar mikilvægt að skulda-
bréfavafningarnir innihaldi lánasöfn með ólík-
um eignum og að fjármálafyrirtæki geti í reynd
tekið þær af efnahagsreikningnum. Þannig
skapist forsendur fyrir banka að auka útlánin.
Draghi hefur sent boltann yfir til stjórn-
málamanna. Stóra spurningin er nú hvort rík-
isstjórnir á evrusvæðinu fylgi eftir nýrri áætl-
un peningamálayfirvalda með
skattalækkunum eða auknum opinberum fjár-
festingum. Með aðgerðum seðlabankans hefur
verið stigið skref í rétta átt en ávinningurinn
verður líklega takmarkaður haldist stefna
kjarnaríkjanna í ríkisfjármálum óbreytt.
Mario Draghi snýr vörn í sókn
AFP
ECB Ekki var samstaða um áætlun Draghi
innan stjórnar seðlabankans.
Evrópski seðlabankinn hyggst kaupa eignatryggð skuldabréf af bönkum fyrir hundruð milljarða evra
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Allt til listmálunar
Strigar, penslar, olíulitir,
acryllitir, trönur, pallettur,
spaðar, svampar,
lím, íblöndunarefni,
varnish, þekjulitir,
teikniblokkir,
pappír og arkir
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Strigar, ótal stærðir
frá kr. 295
„SARA& ALMA“
Listmálunarstrigar, 58 stærðir
frá 10x10cm til 150 x 195cm
Acryllitir 75 ml
555
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
frá kr.
Mikið úrval
af listavörum
Trönur á gólf
frá kr. 7.995
Ný sending
Þekjulitir/
Föndurlitir
frá kr. 845
Skissubækur
frá kr. 790
● Hagtölur um ný störf í Bandaríkj-
unum ollu vonbrigðum í gær, en ein-
ungis 142 þúsund ný störf urðu til í síð-
asta mánuði. Greinendur höfðu vænst
þess að ágúst yrði sjötti mánuðurinn í
röð þar sem 200 þúsund ný störf sköp-
uðust, sem hefði gefið skýra vísbend-
ingu um að efnahagsbati í Bandaríkj-
unum væri að festa sig í sessi.
Vonbrigði með hagtölur
Ekkert gjaldeyrisútboð hefur enn
verið boðað hjá Seðlabanka Íslands
og er það í fyrsta skipti frá því að
útboðin hófust í júnímánuði 2011.
Stefán Jóhann Stefánsson, upp-
lýsingafulltrúi Seðlabankans, sagði
í samtali við mbl.is í gær að það
þýddi ekki endilega að útboðsferl-
inu væri lokið. „Áður hefur komið
fram að líklega verði tilkynnt um
það sérstaklega áður en síðasta út-
boðið verður haldið.“
Síðasta gjaldeyrisútboð Seðla-
bankans fór fram þann 2. sept-
ember. Regína Bjarnadóttir, for-
stöðumaður greiningardeildar
Arion banka, sagði í samtali við
mbl.is í fyrradag að þetta gæti bent
til þess að útboðsskrefunum væri
lokið og ákvörðunar um næstu
skref í afnámsferli fjármagnshafta
væri að vænta.
Stefán Jóhann sagði hins vegar
að sífellt væri verið að endurmeta
næstu skref en vildi ekki gefa frek-
ari upplýsingar að svo stöddu.
Útboðin eru liður í losun hafta á
fjármagnsviðskipti í samræmi við
áætlun Seðlabankans um losun
hafta frá árinu 2011. Þar geta fjár-
festar sem vilja selja krónur fyrir
gjaldeyri og fjárfestar sem vilja
fjárfesta á Íslandi til langs tíma átt í
viðskiptum. Frá því að útboðin hóf-
ust hafa þau fækkað aflandskrón-
um um 146 milljarða króna.
Svo virðist sem útgönguþrýst-
ingur vegna aflandskróna fari tals-
vert minnkandi, sem endurspeglast
í því að munurinn á útboðsgengi og
gengi krónunnar gagnvart evru
hefur minnkað um helming frá ára-
mótum. Í upphafi árs var gengi
aflandskrónu gagnvart evru um
210 krónur en í síðasta útboði var
gengið komið í rúmar 180 krónur.
Nemur lækkunin 29 krónum á
hverja evru frá febrúarmánuði sem
jafngildir 16% styrkingu.
Engin gjaldeyris-
útboð á dagskrá
Minni þrýstingur vegna aflandskróna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SÍ Gjaldeyrisútboð Seðlabankans
hófust fyrir röskum þremur árum.
!
" ##
#"$
##
!
#$
#
%!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#
#$
"%
#"%$
#
%
# $
#!!
%!#
$
!!
"
#"#$
#$
##
#
#$
%!%%
#"%!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á