Morgunblaðið - 06.09.2014, Síða 25

Morgunblaðið - 06.09.2014, Síða 25
VIÐTAL Hörður Ægisson hordur@mbl.is Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við því að samhliða uppgangi í íslensku efnahagslífi séu auknar líkur á því að fjármálafyrirtæki fari á ný að falast eftir kröftum starfsfólks Fjármála- eftirlitsins (FME). Hátt í helmingur starfsfólks FME hefur starfað hjá stofnuninni skemur en fimm ár – að- eins örfáir hafa meira en tíu ára reynslu – og þess vegna sé „áríðandi“ að stofnunin marki sér skýra stefnu um hvernig henni getur haldist á starfsfólki á komandi árum. Þetta kemur fram í úttekt AGS á fylgni FME við 29 kjarnareglur Basel-nefndarinnar um skilvirkt bankaeftireftirlit. Sjóðurinn bendir meðal annars á mikilvægi starfsþjálf- unar í gegnum samstarf við eftirlits- stofnanir erlendis, sem hluti af end- urmenntunarstefnu, en einnig sé mikilvægt að FME geti boðið starfs- fólki „aðlaðandi launakjör“. „Við erum mjög meðvituð um þessa hættu,“ segir Unnur Gunnars- dóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Morgunblaðið. „Til að reyna að sporna við þessari þróun höfum við aukið jafnt og þétt tæki- færi starfsfólks til að öðlast starfs- þjálfun, meðal annars fyrir tilstilli evrópskra eftirlitsstofnana á fjár- málamarkaði.“ Á það hefur verið bent að eitt af þeim fjölmörgu vandamálum sem FME þurfti að glíma við í aðdrag- anda falls bankanna var skortur á hæfu og reynslumiklu starfsfólki, sem gat í raun staðið á jafnræðis- grundvelli gagnvart fjölmennu starfsliði stóru viðskiptabankanna. Aðpurð segir Unnur að ekki séu enn vísbendingar um að sú þróun sé að endurtaka sig. Starfsmannavelta FME sé hlutfallslega lítil enda þótt hún viðurkenni að það sé ástæða til að óttast að það kunni að breytast þegar einkageirinn taki við sér. Unnur undirstrikar þó að það sé óraunhæft að stofnunin geti nokkurn tíma verið samkeppnishæf við fjár- málafyrirtækin í launakjörum. „Við erum ríkisstofnun og getum ekki far- ið að keppa við stóru bankana eða verðbréfasjóði á því sviði.“ AGS vill auknar valdheimildir AGS kallar einnig eftir lagabreyt- ingum til að styrkja enn frekar vald- heimildir Fjármálaeftirlitsins þannig að stofnunin geti sinnt eftirlitshlut- verki sínu sem skyldi. Þetta sé ekki síst aðkallandi, að sögn AGS, nú þeg- ar bankarnir eru á nýfarnir að stækka og áhættusækni að aukast. Vill sjóðurinn að FME fái heimildir til að gefa út varrúðarreglur og laga- lega bindandi tilmæli. Unnur segir að þessi ábending AGS komi á óvart. „Valdheimildir FME hafa aukist hröðum skrefum frá bankahruni. Sjóðurinn er hins vegar þeirrar skoðunar að það þyrfti að ganga lengra. Veita ætti heimildir til að geta brugðist fyrr við með milli- þungum aðgerðum – en við núverandi ástand geti FME aðeins sett fram léttvægar kröfur um úrbætur eða dregið fram stóru sleggjuna, starfs- leyfissviptingu. Því telur AGS að stofnunin þurfi fleiri úrræði.“ Hún bendir hins vegar á að von sé á frumvörpum um starfsemi fjármála- fyrirtækja sem taki á þessu að stórum hluta þar sem FME verði meðal annars veittar heimildir til að hafa áhrif á útgreiðslu arðs og kaup- aukagreiðslur fjármálafyrirtækja. AGS er einnig þeirrar skoðunar að ástæða sé til að gera tilmæli FME, sem hingað til hafa aðeins verið leið- beinandi, lagalega bindandi fyrir fjár- málafyrirtæki. Unnur nefnir að sjóðnum hafi þótt það skjóta skökku við að leiðbeinandi tilmæli FME væru ekki undanbragðalaust virt af fjármálastofnunum. Þrátt fyrir að forstjóri FME telji að slíkt skref gæti styrkt eftirlitsumgjörðina þá sé hún hlynnt leiðbeinandi tilmælum. „Þau eru mýkri nálgun til að fá reynslu á efni tilmælanna áður en þau eru fest í lög eða reglur. Það er skynsam- legra,“ útskýrir Unnur, „að beita íhlutun í rekstur og starfsemi fyrir- tækja með varfærnislegum hætti.“ AGS varar við spekileka frá FME Morgunblaðið/Styrmir Kári Spekileki „Við erum mjög meðvituð um þessa hættu,“ segir Unnur.  AGS segir „áríðandi“ að Fjármálaeftirlitið marki sér stefnu um hvernig það hyggst halda í starfsfólk á komandi árum  Forstjórinn ekki sammála um að þörf sé á lagalega bindandi tilmælum FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 Loftpressur í öll verk - öflugarCompAir loftpressur fyrir stórt semsmátt Þegar þörf er á kröftugum loftpressum eru CompAir valkostur sem vert er að skoða. Hvort sem þig vantar 50 l eða 10.000 l pressu þá eigum við réttu lausnina fyrir þig. Láttu ekki afköstin fjúka út í veður og vind - veldu CompAir. Við erum sérfræðingar í lofti! Hentug í skúrinn og bústaðinn Olíufrí fyrir tannlækninn Handhæg fyrir smiðinn verkstæðið sprautarann Kraftajötunn fyrir stóriðjuna Vinnuþjarkur fyrir fiskvinnsluna Sívinnandi fyrir sandblásturinn Aflmikil fyrir Frábær fyrir framleiðsluiðnaðinn Stöðug fyrir Samkvæmt niðurstöðu úttektar AGS var lágmarksviðmiðum um kjarnareglur um skilvirkt bankaeftirlit mætt í sjö tilfellum og níu voru uppfylltar að veru- legu leyti. FME uppfyllti hins vegar ekki þrettán kjarnareglur að verulegu leyti. Var úttektin byggð á endurskoðuðum kjarnareglum sem voru gefnar út árið 2012 af Basel-nefnd um bankaeftirlit. Þar er einkum lögð áhersla á að bæta áhættumat og eftirlit með hliðsjón af þeim veikleikum sem komu fram í al- þjóðlegu fjármálakreppunni 2008. Unnur segir að það hafi verið mikið lærdómsferli að fara í gegnum úttektina og skerpt á þeirri umbótavinnu sem hefur farið fram innan FME síðustu ár. Hún viðurkennir þó að það hefði vitaskuld verið ánægjulegra ef stofnunin hefði uppfyllt fleiri kjarnareglur. Það horfi hins vegar til bóta á næstu miss- erum þar sem fyrir liggja frumvörp um innleiðingu á tilskipunum ESB um eft- irlitsumgjörð og starfsemi fjármálafyrirtækja. FME uppfyllti ekki 13 viðmið ÚTTEKT AGS Á KJARNAREGLUM UM SKILVIRKT BANKAEFTIRLIT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.