Morgunblaðið - 06.09.2014, Page 31

Morgunblaðið - 06.09.2014, Page 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 Tapashouse - Ægisgarður 2 - Sólfellshúsið - 101 Reykjavik +354 512 81 81 - info@tapashouse.is - www.tapashouse.is Velkomin á Tapashúsið Tapas er svo miklu meira en bara matur. Tapas er upplifun. Kíktu til okkar niður á höfn og njóttu þess að borða góðan mat! Flottur hádegismatseðill Spennandi kvöldmatseðill Hjá okkur er opið í hádeginu og langt fram á kvöld Sérfræðingar ýmsir reyna nú að finna sambærileg dæmi við það sem gerst hefur á „ofurmótinu“ í Saint Louis í Bandaríkjunum þar sem Ítalinn Fabiano Caruana, sig- urvegari Reykjavíkurskákmótsins 2012, hefur unnið allar skákir sínar í sjö fyrstu umferðunum og hafði tryggt sér efsta sætið þegar þrjár umferðir voru eftir. Árangur hans var mældur upp á 3.593 elo stig. Það kom í hlut heimsmeistarans Magnúsar Carlsen að stöðva Ítal- ann með harðsóttu jafntefli í 8. umferð sem fram fór á fimmtu- dagskvöldið. Magnús situr þegar þetta er ritað í 2. sæti með 4½ vinning. Ef taka á önnur dæmi úr skák- sögunni ber að rifja upp Linares- mótið 1994 þegar Anatolí Karpov vann sex fyrstu skákir sínar og þessi sigurganga leiðir einnig hug- ann að ýmsum 100% afrekum Bobby Fischers í mótum og ein- vígjum og geta má þess að Viktor Kortsnoj vann átta fyrstu skákir sínar í Wijk aan Zee 1968. Það mót nálgast ekki þá styrkleikagráðu sem um ræðir í Saint Louis. Ekki er nema von að andstæð- ingar Ítalans: heimsmeistarinn Magnús Carlsen, Levon Aronjan, Venselin Topalov, Vachier- Lagrave og Hikaru Nakamura hafi virst ráðvilltir á svip þar sem þeir sátu við taflið í hinni hátimbruðu frægðarhöll skákarinnar í Saint Louis. Hún stendur ekki langt frá Mississippi-fljótinu sem ekki hefur náð að hrífa með sér þau vandamál sem Magnús Carlsen stendur frammi fyrir þessa dagana varð- andi heimsmeistaraeinvígið við Anand sem sett hefur verið á 7. nóvember nk. FIDE gaf Magnúsi viku frest til viðbótar til að ákveða sig en aðstandendur Magnúsar hafa ekkert gefið upp um lyktir þessa máls. Hvað varðar sigurvegarann í Sa- int Louis liggur fyrir að bók- staflega allt hefur fallið með hon- um en því verður ekki á móti mælt að sigrar hans hafa verið sannfær- andi og áreynslulausir. Hann mæt- ir Nakamura og Aronjan í loka- umferðunum en mótinu lykur á morgun, sunnudag: Saint Louis; 6. umferð: Fabiano Caruana – Venselin Topalov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8. 0-0 Rf6 9. He1 Be7 10. e5 Rd7 11. Dg4 Kf8 12. Ra4! Svartur gat ekki hrókað stutt vegna leik 12. Bh6 o.s.frv. En til viðbótar við áætlanir um kóngs- sókn nær hvítur líka að þenja út áhrifasvæði sitt á drottningarvæng. 12. … Da5 13. He2 h5 14. Df4 g5 15. Bd2 Dc7 16. Dg3 h4 17. Dg4 Hg8? Eftir þennan leik ver að halla undan færi hjá Topalov. Ekki gekk 17. … Rxe5 vegna 18. Hxe5! Dxe5 19. Bc3. Hann gat hinsvegar leikið leikið 17. … h3! og á þá ágætis færi þar sem eftir 18. g3 má nú svara 18. … Rxe5 þar sem 19. Hxe5 Dxe5 20. Bc3 strandar á 20. … d4! t.d. 21. Bxd4 Dd5 sem hótar máti á g2. 18. Hae1 c5 19. c4 dxc4 20. Bxc4 Bb7 21. h3 Hd8 22. Bc3 Rb8 23. He3 Rc6? Það er eins og Caruana hafi beð- ið eftir þessum slaka leik. Hann varð að reyna 23. … Bd5. 24. Bxe6! fxe6 25. Hf3+ Ke8 Leikurinn 25. … Kg7 sem Topa- lov virðist hafa stólað dugar skammt, hvítur vinnur skjótlega með 26. Dh5! Hdf8 27. Hf6! o.s.frv. 26. Dxe6 Hg7 27. Dh6 Rd4 28. e6! Annar magnaður leikur, peðið heldur svarta kónginum í herkví. 28. … Rxf3 29. gxf3 Bf8 30. Dh5+ Ke7 31. Bxg7 – og Topalov gafst upp. Eftir 31. … Bxg7 kemur 32. Df7+ Ld6 33. e7! og vinnur létt. Einstæð sigurganga Fabiano Caruana Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Það er ætíð mikið gleðiefni þegar börn koma í Rauða krossinn á Íslandi, færandi hendi með bros á vör. Stolt afhenda þau hagnað af sjálf- sprottinni fjársöfnun, oftar en ekki með tom- bólu, til hjálparstarfs. Það eru ef til vill bestu meðmæli sem Íslands- félag stærstu mann- úðarsamtaka í heimi getur fengið, að kynslóð eftir kynslóð finnst íslensk- um börnum sjálfsagt að láta gott af sér leiða. Tombólubörnin skipta þús- undum. Mörg þeirra eru nú orðin mömmur og pabbar, sem hvetja sín eigin börn til góðra verka. Þannig er keðjunni viðhaldið. Landssöfnun Rauða krossins á Ís- landi, Göngum til góðs, stendur nú yfir. Til að vekja athygli á söfn- unarstarfinu hefur Rauði krossinn dreift gömlum ljósmyndum af tom- bólubörnum á samfélagsmiðlum. Þessar myndir hafa vakið mikla lukku. Vinir og vandamenn hafa glaðst yfir afrekum æskunnar og fjölmörg tombólubörn á öllum aldri ætla nú að endurnýja kynni sín við hjálparstarf og gerast sjálfboðaliðar fyrir Rauða krossinn í einn dag. Í dag munu sjálfboðaliðar félags- ins ganga í hús með rauða söfn- unarbauka. Það er einlæg von mín, að landsmenn taki vel á móti söfn- unarfólki. Ekki má heldur gleyma að allir geta gengið til góðs. Hægt er að mæta á söfnunarstöðvar um allt land og leggja hönd á plóg. Landssöfnun fer fram annað hvert ár og er þetta í áttunda sinn sem gengið er til góðs. Í ár verður safnað til styrktar innanlandsverk- efnum Rauða krossins þar sem mikil þörf er á að efla hjálparstarf. Stærstu verkefni hreyfingarinnar snúa ætíð að neyðarhjálp og mann- úðarverkefnum. Sagan hefur enda sýnt að þar sem neyðin er stærst stendur Rauði krossinn næst. Þetta á ekki síst við um í dag, þegar nátt- úran minnir rækilega á tilvist sína með jarðskjálftum og eldvirkni – með tilheyrandi hættu á hamförum. Við þessar aðstæður er Rauði kross- inn tilbúinn að opna fjöldahjálp- arstöðvar og veita áfallahjálp verði þess þörf. Í vor gaf Rauði krossinn út skýrsl- una Hvar þrengir að? Skýrslan er unnin fyrir félagið á fjögurra ára fresti og er markmiðið með útgáf- unni að finna þá hópa í þjóðfélaginu sem þurfa hvað mest á aðstoð að halda. Þannig vekur Rauði krossinn athygli fjölmiðla, almennings og, ekki síst, stjórnvalda á þeim þjóð- félagshópum sem eru berskjaldaðir fyrir fátækt, félagslegri einangrun og fordómum. Niðurstöður könnunarinnar sýna glöggt að misskipting á Íslandi fer vaxandi. Ætti það að vera okkur öll- um umhugsunarefni. Eldri borgarar búa einnig við sífellt lakari kjör. Geðræn vandamál sökum félags- legrar einangrunar verða æ algeng- ari. Við þessu reynir Rauði krossinn að bregðast. Heimsóknarvinir eru sjálfboðaliðar sem bjóðast til að veita þeim sem þjást af félagslegri einangrun dýrmætan félagsskap. Meðal heimsóknarvina má einnig finna hundavini, sjálfboðaliða sem koma með hund meðferðis í heim- sókn. Það vita þeir sem til þekkja að gott hundaknús getur verið ómet- anlegt. Í áðurnefndri skýrslu kom einnig fram að umburðarlyndi gagnvart innflytjendum fer minnkandi. For- dómar fara stigmagnandi, sérstak- lega gagnvart þeim sem koma frá löndum utan Evrópu. Rauði kross- inn hefur, hátt í þrjá áratugi, staðið að fjölbreyttum verkefnum til að að- stoða innflytjendur við aðlögun að íslensku samfélagi. En betur má ef duga skal. Á þessu ári hefst metnaðarfullt átaksverkefni á vegum Rauða krossins sem miðar að því að draga úr fordómum gagnvart innflytjendum. Einnig verður lögð áhersla á áframhald- andi fjármögnun skaða- minnkunarverkefnisins Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn sjúkra- bíll. Verkefnið hefur reynst vel og er ætlað jaðarhópum samfélagsins, til að mynda útigangsfólki, heimilis- lausum og fíklum – þar sem boðið er upp á almenna heilsugæslu án for- dóma eða annarra kvaða. Hér hefur aðeins verið tæpt á brotabroti af þeim verkefnum sem sjálfboðaliðar Rauða krossins sinna á degi hverjum. Hjálparsíminn 1717 er verkefni sem hefur komið fjöl- mörgum til hjálpar og jafnvel bjarg- að mannslífum. Rauði krossinn rek- ur Konukot, athvarf fyrir heimilis- lausar konur í Reykjavík. Fatasöfnun Rauða krossins er ómet- anleg. Er fatasalan orðin að mikil- vægum tekjulið innanlands svo ekki sé minnst á að fötum er dreift ókeypis til þeirra sem á þurfa að halda. Einnig tókst að dreifa hlýjum fötum til Hvíta-Rússlands síðasta vetur, þar sem geisaði einn erfiðasti vetur í manna minnum. Þá er ótalið eitt stærsta verkefni Rauða krossins til fjölda ára sem er kaup og rekstur á öllum sjúkrabílum á Íslandi – en þeir eru um 70 talsins og flytja um 29 þúsund sjúklinga á hverju ári. Í ár fagnar Rauði krossinn á Ís- landi, sem er hluti afalþjóðahreyf- ingu Rauða krossins og Rauða hálf- mánans, 90 ára afmæli. Félagið hefur fyrir löngu tryggt sér var- anlegan sess í hjarta íslensku þjóð- arinnar. Rauði krossinn er orðinn að samheiti við hjálparstarf – hvort heldur innlent eða alþjóðlegt. Það er enda þannig, að þegar börn vilja halda tombólu er það næsta sjálfsagt að Rauði krossinn verði fyrir valinu þegar gefa á afraksturinn í gott mál- efni. Rétt eins og tombólubörnin hafa gert áratugum saman ætla ég að láta gott af mér leiða í dag. Ég ætla að ganga til góðs. Hvað með þig? Göngum til góðs fyrir Rauða krossinn Eftir Hermann Ottósson » Stærstu verkefni hreyfingarinnar snúa ætíð að neyðar- hjálp og mannúðarverk- efnum. Hermann Ottósson Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Mér er spurn: Á að neyða upp á okk- ur, dygga hlustendur Rásar 1, þess- um óþolandi, hundleiðinlegu, amerískættuðu, leiknu auglýs- ingum af Rás 2 með hverjum fréttatíma, eins og gerðist á fimmtudaginn? Er ekki nóg að við þurfum að þola þennan fjanda í þessari Morgunútgáfu, sem er á sameig- inlegum rásum, þótt við þurfum ekki endilega að hafa þetta með hverjum fréttatíma líka á Rás 1? Ég lét þau í Morgunútgáfunni vita það, að Rás 1 mætti nú alveg halda sínum sér- einkennum og vera öðru vísi út- varpsstöð en allar glamur- útvarpsstöðvarnar 20, sem eru í gangi, og við dyggir útvarpshlust- endur Rásar 1 viljum helst ekki hlusta á. Við viljum líka, að Rás 1 breytist sem minnst og haldi sínum einkennum, verði sama gamla, góða gufan og hún hefur alltaf verið. Ég tek líka undir það, sem sagt var um veðurfregnirnar í morgunsárið. Hvers vegna var verið að fella þær niður? Þessir strákar í Efstaleitinu mega passa sig að styggja okkur, hlustendur Rásar 1, ekki alltof mikið með breytingunum. Nú er nóg komið. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Leiknar auglýsingar á Rás 1 og veðurfregnirnar Guðbjörg Snót Jónsdóttir Í óveðrinu síðastliðinn sunnudag hefur fínasta dúnúlpa fokið frá eig- anda sínum. Hún fannst við Salon Veh í Kringlunni 7, Húsi verslunar- innar, og bíður þar eiganda síns. Elsa. Úlpa fannst í 103 Eru eldgos og erlendar stríðsfréttir það eina sem fólk vill sjá? Því ekki að gefa fólki jákvæðar fréttir af því sem konur eru að gera á landsbyggðinni. Inga Þyri Kjartansdóttir. Jákvæðar fréttir, takk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.