Morgunblaðið - 06.09.2014, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.09.2014, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 ✝ Sigríður JónaSveinsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 9. apríl 1926. Hún lést hin 27. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Jónsson frá Reynishólum, f. 4. mars 1892, d. 6. mars 1941, og kona hans Sólveig S. Magnúsdóttir frá Fagradal, f. 4. mars 1900, d. 12. mars 1992. Systkini Sigríðar eru Magnúsína Guðrún, f. 9. ágúst 1921, d. 7. apríl 2006, Hrefna, f. 28. nóvember 1929, d. 9. nóv- ember 2010, og Þórður Jón, f. 11. nóvember 1931. Sigríður ólst upp ásamt systkinum sín- um í Fögrubrekku í Vík, við góðar aðstæður þar til faðir hennar fórst í mannskæðu sjó- Harpa. 5) Sveinbjörg, f. 14.6. 1953, gift Gunnari Þór Jóns- syni, börn þeirra Hrafnhildur Rós, Tinna Lind og Atli Þór. 6) Sveinn, f. 10.12. 1961, kvæntur Soffíu Magnúsdóttur, synir þeirra Magnús Orri, Sölvi Hrafn og Páll Andri. 7) Bjarni Jón, f. 29.11. 1963, kvæntur Ástu Ósk Stefánsdóttur, dætur þeirra Bergdís Helga og Brynja Pála. Dóttir Ástu er Ásthildur Eygló Ástudóttir. Af- komendur Sigríðar eru orðnir 58 talsins. Sigga, eins og hún var jafn- an kölluð, vann ýmis störf, m.a. sem vinnukona í Suður-Vík, á Hótelinu í Vík, á kaffihúsi Verslunarmannafélagsins í Vonarstræti í Reykjavík og hjá prjónastofum í Vík. Hún vann við póstburð í yfir 30 ár í Vík og í nokkur haust rak hún þvottahús í kjallaranum á heimili sínu. Sigríður flutti á Dvalarheimilið Hjallatún í Vík á síðasta ári og lést þar. Sigríður verður jarðsungin frá Víkurkirkju í dag, 6. sept- ember 2014, og hefst athöfnin klukkan 14. slysi í Vík 1941. Hún giftist 5. maí 1945 Páli Jónssyni frá Hörgsdal á Síðu, f. 26.10. 1922, d. 13.5. 2000. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vík, lengst af í Hátúni 6. Þau eignuðust sjö börn: 1) Stúlka, f. 12.9. 1944, d sama dag, 2) Anna Sigríður, f. 12.9. 1946, gift Auðbert Vigfússyni, börn þeirra Sólrún og Vigfús Páll. 3) Sólveig, f. 26.3. 1949, gift Jóni Þorbergssyni, börn þeirra Þor- bergur og Páll. Börn Sólveigar með Bjartmari Sigurðssyni eru Ívar Páll, Ágúst Freyr, Guðrún Rut og Sigurður Gýmir. 4) Ása Jóna, f. 23.4. 1952, gift Axel Wolfram, börn þeirra Jóhann Rúnar, Páll Birkir og Sigríður Amma Sigga er okkur mikil fyrirmynd. Hún átti marga af- komendur en hugsaði vel um allt fólkið sitt og sá það besta í öllum. Amma var alvöru hús- móðir, tók á móti gestum með hlýju og það voru alltaf kræs- ingar á borðum. Það var gott að koma í heimsókn til ömmu. Hún var alltaf með eitthvað í hönd- unum, og á meðan hún heklaði eða lagði kapal, sagði hún okkur sögur af gömlu tímunum, enda hefur hún upplifað margt. Amma mundi eftir því þegar herinn kom til Víkur í seinni heimsstyrjöldinni, þá höfðu hún og Þrúða vinkona hennar fengið leyfi til að gista í hlöðu rétt norðan við þorpið, aðeins 15 ára gamlar. Þegar þær voru búnar að koma sér fyrir í hlöðunni komu inn menn sem töluðu út- lensku, með vasaljós. Þær urðu mjög hræddar og létu lítið fyrir sér fara á meðan þeir voru þarna inni. Þegar þær kíktu svo út var breski herinn bara búinn að slá upp tjöldum fyrir utan hlöðuna. Þær laumuðust heim mjög skelkaðar. Einnig sagði amma okkur sögur af afa Páli, sem við fengum því miður ekki að kynnast, en augljóslega hef- ur hann verið henni afar góður og hún saknaði hans mikið. Amma var alltaf vel til höfð, hún var falleg kona og blíð og það var alltaf hægt að spyrja hana ráða. Hún hefur oft talið fólki trú um að það geti það sem það ætlar sér og við munum alltaf muna það. Undir lokin var amma orðin afar veikburða, en ljómaði samt alltaf upp þegar við komum í heimsókn. Hún hafði stórt hjarta og þrátt fyrir að eiga yfir 50 afkomendur sýndi hún öllum hlýju. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku amma. Bergdís Helga og Brynja Pála Bjarnadætur. Mig langar að setja nokkur orð á blað um elsku Siggu mág- konu mína og þakka henni fyrir áratuga vináttu, sem aldrei féll skuggi á. Sigga var stórbrotin kona, hún var ekki allra en hún var vinur vina sinna. Okkar fjölskyldur hafa alltaf verið eins og ein fjölskylda og börn- unum okkar Þórðar hefur alltaf fundist að börn Siggu væru eins og systkini sín. Fyrstu ár- in bjuggum við í sama húsi og deildum meira að segja eldhúsi í tvö ár og það voru aldrei nein vandamál í þessari sambúð okkar, og hef ég alltaf sagt að ef ég þyrfti að deila eldhúsi með öðrum þá vildi ég deila því með Siggu. Heimili hennar og Palla heitins var alltaf opið fyr- ir okkur öllum, en Sólveig tengdamamma mín bjó lengi hjá þeim og voru allir fjöl- skyldumeðlimir meira en vel- komnir til þeirra á öllum tímum og vel tekið á móti okkur. Við vorum mikið saman á jólunum, á aðfangadagskvöld fórum við upp í Spítala til þeirra og á jóladag komu þau öll til okkar. Við stórfjölskyldan í Vík höfum alltaf deilt saman sorgar- og gleðistundum í lífi fjölskyldn- anna og er ómetanlegt að hafa átt þau öll að. Síðustu árin voru Þórður og Sigga saman á dval- arheimilinu Hjallatúni og var þeim það mikils virði og fylgd- ust þau vel með hvort öðru og áttu margar góðar stundir sam- an. Því miður getur Þórður minn ekki fylgt systur sinni til graf- ar, en hann liggur á sjúkrahúsi og er búinn að vera mikið veik- ur. Þórð langar að þakka syst- ur sinni ævilanga tryggð og vináttu. Innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar frá okkur Þórði. Elsku Sigga mín, takk fyrir allt og allt. Áslaug. Þegar Sigríður Sveinsdóttir, Sigga í Vík, er nú kvödd langar mig að þakka henni ævilanga vináttu við mig og skyldfólk mitt. Þau hjónin, hún og Páll Jónsson, föðurbróðir minn, héldu heimili í Vík allan sinn búskap, frá fimmta áratug síð- ustu aldar og fram yfir aldamót. Allan þann tíma leit frændgarð- ur Páls austan Mýrdalssands svo á að sjálfsagt væri að koma við hjá Palla og Siggu í a.m.k. annarri leiðinni og helst báðum þegar farið var í höfuðstaðinn. Smám saman fækkaði í sveit- unum eystra og fólk flutti suður en átti þó oft erindi á heima- slóðir. Í seinni tíð er vegurinn austur malbikaður alla leið og ekki er lengur litið á Sandinn sem sömu ógn og fyrrum. En við héldum uppteknum hætti að láta vita af okkur í Vík. Ekki þekki ég neitt heimili sem betur á við að segja um að staðið hafi „um þjóðbraut þvera“ og þau hjónin voru sam- valin í gestrisninni. Þau lögðu áherslu á að fólk kæmi við hjá þeim, Páll sá um að bjóða öllum inn, þar tók Sigga við og reiddi fram veitingar sem alltaf virtust yfirfljótandi. Heimilið var vissu- lega lengst af stórt svo að ekki dugði annað en eiga eitthvað of- an í barnahópinn. En aldrei var þeim komið á óvart, ekki heldur þegar faðir minn kom í hlað með ferðafólk í rútu og ætlaði að kasta kveðju á bróður sinn og mágkonu en var drifinn inn með öllum farþegunum í kaffi og með því! Mér eru minnisstæðust tvö skipti þar sem kom sér vel að geta leitað til hjálpsamra í Vík á ferðalagi. Skömmu eftir að hringvegurinn var opnaður ákvað ég að hjóla austur á Hornafjörð. Fyrsta dagleiðin var of löng, kom til Víkur upp- þornaður, rasssár, sólbrunninn á handarbökunum og lak úr dekki. Drakk tvær kaffikönnur hjá Siggu á fyrsta hálftímanum, gisti og lagði svo á Mýrdalssand morguninn eftir með vettlinga, svamp á sætinu og bætt dekk. Annað skipti hafði fjölskyldan tjaldað við Pétursey seint um kvöld þegar hellirigning dundi á tjaldinu sem reyndist ekki halda neinu vatni. Tjaldið felldum við og komum með allt rennandi blautt til Palla og Siggu þegar nálgaðist miðnætti., héldum svo áfram daginn eftir með ánægð og södd börn, allt þurrt og tjaldið sílikonborið. Páll lést árið 2000 en Sigga hélt áfram heimili. Hún tók fram að hún vonaði að ferða- langar héldu áfram að heim- sækja hana þótt bóndans nyti ekki við. Flestir tóku hana á orðinu en reyndar var hún sjaldnast ein þegar við knúðum dyra. Þrír ættliðir afkomenda skiluðu sér með ýmsu móti á heimilið til mömmu, ömmu, langömmu. Fyrri nokkrum ár- um flutti hún í lítið raðhús við sömu götu og þau bjuggu lengst við. Nú var hún löngu hætt að bera út póstinn. Þá fékkst tími til að sinna ungviði fjölskyld- unnar sem kunni að meta að eiga athvarf hjá þessari gefandi og elskulegu konu. Þar mátti fá tilsögn í efni grunnskólans, t.d. í lestri. Síðustu misserin dvaldi Sigga á Hjallatúni í Vík. Heilsan gaf sig undir lokin en hún fagnaði enn gestum og fylgdist með fólkinu sínu. Við sem áttum vinakynni með þeim Palla og Siggu þökkum innilega fyrir okkur. Bjarni Ólafsson. Margar minningar koma upp í hugann þessa dagana eftir að elsku Sigga frænka dó. Minn- ingar um fjölskyldusamverur á jólum, heitt súkkulaði og glæsi- legt veisluborð með tertum og kökum eftir messuna á aðfanga- dagskvöld hjá þér, svo þegar þið komuð öll til mömmu á jóla- dag í jólaboð. Amma sótt til ykkar fyrir hádegi á jóladag svo hún gæti borðað með okkur hangikjötið og svo komuð þið öll í kaffið. Þú að bera út póstinn, gangandi alla daga. Kleinurnar og flatkökurnar. Við Sólrún að koma við í tíma og ótíma, alltaf fengum við eitthvað gott hjá þér. Hlýjan og vináttan sem ég fann fyrir alla tíð, eins og frá bestu mömmu. Þín verður sárt saknað, elsku frænka. Elsku Anna Sigga, Sólveig, Ása Jóna, Sveinbjörg, Sveinn, Bjarni Jón og fjölskyldur, innilega samúð- arkveðjur til ykkar allra og Guð veri með ykkur. Elsku frænka, hjartans þakkir fyrir allt og allt. Sólveig Þórðardóttir. Sigríður Jóna Sveinsdóttir önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ísleifur Jónsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Legsteinar sem standast íslenska veðráttu. Granítsteinar, gegnheil gæði. 30% afsláttur Helluhrauni 2, Hafnarfirði ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, BALDURS SIGURÐSSONAR, Tunguvegi 32, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Matthildur Finnbogadóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs unnusta, föður, sonar, bróður og barnabarns, ÓMARS ARNAR SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir fær sr. Svavar Alfreð Jónsson, Fjóla Sif Ómarsdóttir, Þóra Margrét Ómarsdóttir, Sævar Orri Ómarsson, Ómar Freyr Gunnarsson, Sigurður Þór Ákason, Guðný Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Þór Sigurðsson, Steinunn K. Bjarnadóttir, Sigurður Áki Sigurðsson, Guðrún E. Jakobsdóttir, Heiða Björk Sigurðardóttir, Sigurður Hjartarson, Birkir Freyr Sigurðsson, Heiður Jóhannesdóttir, Þóra Björnsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Fróðengi 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Vilhjálmur Valdimarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN G. HJÁLMARSSON frá Vestmannaeyjum, Kleppsvegi 62, lést á Hrafnistu, Reykjavík sunnudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 9. september kl 13.00. Soffía Guðrún Jóhannsdóttir, Jóhann Pétur Jónsson, Kristín S. Steingrímsdóttir, Einar Hjálmar Jónsson, Erla J. Erlingsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Georg Kulp Kristrún Jónsdóttir, Ólafur Fannar Vigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Allar minningar á einum stað. ÍS LE N SK A SI A. IS M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.