Morgunblaðið - 06.09.2014, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
Það er svo sem ekkert skipulagt. Ætli ég baki ekki köku, eldieitthvað gott um kvöldið og njóti samverunnar með strákun-um mínum. Um kvöldið væri toppurinn að komast í kvöld-
reiðtúr þegar drengirnir eru sofnaðir,“ segir Kristín Þórðardóttir
lögfræðingur sem er 35 ára í dag. Hesturinn sem yrði fyrir valinu er
gæðingurinn Mörður frá Lynghaga, ef að líkum lætur myndi Kristín
þeysast um á Njáluslóðum. Kristín er búsett á Hvolsvelli ásamt sam-
býlismanni sínum, Friðriki Erlingssyni rithöfundi, samtals eiga þau
þrjá drengi á aldrinum átta til tveggja ára. Kristín starfar sem
fulltrúi sýslumanns og lögreglustjóra á Hvolsvelli. Auk þess situr
hún í sveitarstjórn og er oddviti Sjálfstæðisflokks í Rangárþingi
eystra. Kristín segist ekki halda oft upp á afmæli sitt en þó eru tveir
afmælisdagar eftirminnilegir. Þegar hún var tíu ára gömul buðu
foreldrar hennar öllum vinkonuskaranum út að borða á nýjan pítsu-
stað við brúarsporðinn á Selfossi. „Þetta var voða gaman því í þá
daga voru ekki pítsustaðir á hverju strái, þótt það sé náttúrlega af-
skaplega stutt síðan þetta var.“ Þegar hún varð 25 ára var hún
stödd í Vínarborg í Austurríki í skiptinámi í lögfræði. „Ég var þá ný-
komin út. Allir sem voru með mér á þýskunámskeiði komu með mér
út að borða. Seinna um kvöldið fórum við út á lífið. Það er eftir-
minnilegt að hafa verið alein þarna úti á þessum tímamótum og
finna samt hvað allir voru tilbúnir að halda upp á daginn með mér
og gleðja mig, bláókunnuga manneskjuna, á allan hátt. Það er minn-
ing sem er mér kær.“ thorunn@mbl.is
Kristín Þórðardóttir lögfræðingur 35 ára
Á jökli Kristín Þórðardóttir afmælisbarn á Eyjafjallajökli.
Kvöldreiðtúr á
Njáluslóðum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Garður Emma Karen Ómarsdóttir
fæddist 27. október kl. 1.45. Hún vó
3.065 g og var 51 cm löng. Foreldrar
hennar eru Guðrún Freyja Agnars-
dóttir og Ómar Kári Eyjólfsson.
Nýir borgarar
Þrjár duglegar stelp-
ur úr Háaleitishverfi
bjuggu til teygjuarm-
bönd og seldu. Ágóð-
inn af sölunni rann til
Rauða krossins, alls
kr. 4.680. Stelpurnar
heita Ísbjörg Elín
Níelsen, Freyja Rán
Káradóttir og Elisa-
beth Emma Jóns-
dóttir.
Hlutavelta
S
igurður Kjartan fæddist í
Keflavík 6.9. 1964 og ólst
þar upp. Hann bjó í
Garðinum 1989-2002 en
þá flutti hann ásamt fjöl-
skyldu sinni aftur til Keflavíkur og
hefur átt þar heima síðan.
„Á æskuárunum fórum við Ásgeir
bróðir í Vatnaskóg nokkur sumur og
létum býsna vel af þeirri dvöl eins
og allur sá strákaskari sem þar hef-
ur dvalið í gegnum árin og skiptir
líklega orðið þúsundum.
Við Ásgeir bróðir vorum alltaf
miklir félagar á æskuárunum og
brölluðum margt saman, ásamt
krakkaskaranum á Smáratúninu og
síðan í Eyjabyggðinni. Þar var alltaf
nóg að stússa fyrir hressa krakka á
túnunum og í gömlu bröggunum.“
Kynntist konunni í vinnunni
Kjartan hóf sinn starfsferil 13
ára, fyrst í sumarvinnu og eftir
grunnskóla í fullu starfi: „Ég byrj-
Kjartan Steinarsson, framkvændastj. K. Steinarsson ehf. – 50 ára
Starfið og félagsstörfin Kjartan þarf stundum að blanda saman vinnu og áhugamálunum. Hér er hann á á bílasöl-
unni með málverk eftir Braga Einarsson en það var selt á uppboði hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur í fyrra.
Bílasali í aldarfjórðung
Útskrift Guðbjörg, Sigtryggur, Theodór og Kjartan þegar Sigtryggur út-
skrifaðist sem stærðfræðingur og tölvunarfræðingur frá MIT í Boston.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is