Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 20% AFSLÁTT UR Gildir í október Lyfjaauglýsing Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áform innan verkalýðshreyfingar- innar um að setja launakjörum stjórnenda í fyrirtækjum í eigu lífeyr- issjóða ákveðnar skorður eða há- marksviðmið verða meðal helstu mála á 41. þingi Alþýðusambands Ís- lands, sem hefst í dag. ,,Hver eiga þau viðmið að vera? Eiga þau að vera almenn eða tölu- sett?“ segir m.a. í umræðuskjali mið- stjórnar, sem lagt verður fyrir þingið. Búist er við miklum umræðum um málið en í ljós kemur á föstudag, á síðasta degi þingsins, hvort þing- fulltrúar samþykkja að sett verði þak á launin og hver útfærsla þess verður. Söguleg breyting lögð til með fjölgun varaforseta Fjallað verður um þrjá málaflokka á þinginu í vinnuhópum í þremur mál- stofum og fer málefnavinnan fram með „þjóðfundarfyrirkomulagi“ til að tryggja möguleika sem flestra á virkri þátttöku. Fjalla á um kaup og kjör og sköpun verðmæta til að ná fram jöfnuði, velferðarmál og loks vinnumarkaðsmál. Þá er búist við mikilli umræðu um tillögur sem lagðar verða fyrir þingið um breytingar á lögum Alþýðusam- bandsins. Eins og fram hefur komið er m.a. lagt til að varaforsetum ASÍ verði fjölgað í tvo, og stofnuð embætti fyrsta og annars varaforseta. Leggur uppstillingarnefnd til að Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttar- félags, og Ólafía B. Rafnsdóttir, for- maður VR, verði varaforsetar. Þetta yrði þó alls ekki í fyrsta sinn í sögu ASÍ sem tveir varaforsetar starfa með forseta sambandsins en viðmæl- endur innan ASÍ fullyrða hins vegar að verði þessi tillaga samþykkt, sé hún söguleg og marki á vissan hátt pólitíska stefnubreytingu innan hreyfingarinnar. Varaforsetaefnin tvö koma úr tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ og hefur formaður VR aldrei áður gegnt starfi varaforseta í sögu hreyfingarinnar. Félagsmenn í stéttarfélögunum tveimur eru um 51 þúsund talsins, um 29 þúsund í VR og um 22 þúsund í Eflingu. Fulltrúar þeirra verða því fjölmennir á þingi ASÍ en alls eiga um 300 þingfulltrúar rétt til setu á þinginu, þar af eru fulltrúar VR 85 og 45 fulltrúar sitja þingið fyrir hönd Eflingar. Aukið agavald Innan verkalýðshreyfingarinnar búast menn ennfremur við því að skiptar skoðanir verði við umræður um aðra lagabreytingartillögu á þinginu, sem fjallar um viðmiðunar- reglur ársreikninga aðildarfélaga og landssambanda ASÍ. Tillagan felur í sér að agavald ASÍ gagnvart aðild- arfélögunum er aukið hvað varðar skil sjóða aðildarfélaganna á árs- reikningum o.fl., svo sem vegna sjúkrasjóða. Að loknu setningarávarpi Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, á þinginu í dag mun Eygló Harðardótt- ir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flytja ávarp og fyrir hádegi flytja þrír gestir ræður á þinginu. Þeir eru Norðmaðurinn Jon Erik Dølvik, sér- fræðingur í vinnumarkaðsmálum, Ás- mundur Stefánsson, hagfræðingur og fyrrv. forseti ASÍ, og Nína Helga- dóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossin- um. Morgunblaðið/Kristinn Blikur á lofti 300 fulltrúar launafólks á almennum vinnumarkaði koma saman á þingi ASÍ í dag. Þeir eru fulltrúar um eitt hundrað þúsund félagsmanna í ASÍ. Hér eru tveir þeirra að störfum á húsþaki í Hafnarfirði síðdegis í gær. Ræða þak á laun stjórnenda  Fjölmörg mál og lagabreytingar á þriggja daga þingi ASÍ sem hefst í dag  Fjölga á varaforsetum sambandsins í tvo  Stungið upp á Sigurði Bessasyni og Ólafíu B. Rafnsdóttur  Framboð gegn Gylfa Mikil málefnavinna » Um 300 þingfulltrúar munu sitja þing ASÍ. » Fyrri umræða um tillögur að lagabreytingum fer fram á þinginu í dag en ljúka á af- greiðslu þeirra á morgun. » Málefnavinna í nefndum og hópum fer fram alla þingdag- ana en á föstudaginn eiga nið- urstöður úr þeirri vinnu að liggja fyrir til afgreiðslu. Horfur í íslensku efnahagslífi eru bjartari en um langt árabil sam- kvæmt nýrri spá hagdeildar ASÍ sem kynnt var í gær. Þar segir að það sé þó áhyggjuefni að verðbólga fari vaxandi og verði yfir verðbólgu- markmiði Seðlabankans næstu tvö árin. Því megi búast við að Seðla- bankinn bregðist við með því að hækka vexti en ASÍ spáir 3,1% verð- bólgu á næsta ári. „Framundan er ágætur vöxtur landsframleiðslu og gerir spáin ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,1-3,5% fram til ársins 2016. Samkvæmt spánni verður vöxtur einkaneyslu á bilinu 3,4%-4,3% og vex í takt við batnandi stöðu heimilanna en gert er ráð fyrir að kaupmáttur launa vaxi, skuldir lækki og væntingar almenn- ings verði góðar. Fjárfestingar taka við sér og aukast á bilinu 14,8%- 17,2% en gert er ráð fyrir að ráðist verði í byggingu þriggja nýrra kís- ilverksmiðja og að íbúðafjárfesting aukist um rúm 20% á ári út spátím- ann. Gangi spáin eftir fer hlutfall fjárfestinga af landsframleiðslu yfir 20% á árinu 2016. Þá dregur úr at- vinnuleysi,“ segir í hagspá ASÍ. Bent er á að þrátt fyrir að dragi úr atvinnuleysi og atvinnuþátttaka auk- ist þá virðist meira atvinnuleysi en þekktist fyrir hrun vera að festast í sessi hér á landi. Hagdeild ASÍ segir að þrátt fyrir betri horfur í efna- hagslífinu séu undirliggjandi veik- leikar í hagkerfinu sem brýnt sé að taka á. Gjaldeyrishöftin séu enn til staðar og ekki séu miklar líkur á að þau hverfi í bráð. Gera ráð fyrir að hrina launa- leiðréttinga muni halda áfram „Ekkert bólar á tillögum ríkis- stjórnarinnar um gengis- og pen- ingamálastefnu sem áttu að liggja fyrir í sumarbyrjun,“ segir ennfrem- ur í hagspánni. Fram kemur að búast megi við að jöfnuður á viðskiptum við útlönd versni. Þrátt fyrir að ríkissjóður verði rekinn með afgangi sé ekki sjá- anlegt að ríkisfjármálin muni styðja við að stöðugleika sé viðhaldið, sem hljóti að vera eitt helsta markmið efnahagsstjórnarinnar. „Þvert á móti virðast stjórnvöld ætla að gera sömu hagstjórnarmis- tökin og gerð voru á árunum fyrir hrun þegar ríkisfjármálin unnu bein- línis gegn viðleitni Seðlabankans til að koma á stöðugleika. Þá má gera ráð fyrir að sú hrina launaleiðrétt- inga, sem hófst í upphafi ársins, muni halda áfram þannig að taktur launabreytinga verði svipaður næstu árin og á yfirstandandi ári.“ omfr@mbl.is Ekki bjartara útlit lengi  ASÍ spáir yfir 3% hagvexti og vaxandi kaupmætti Í nýrri hagspá ASÍ segir að hætta sé á að tímabil verðstöðugleika taki enda á næsta ári þegar þensluhvetj- andi aðgerðir stjórnvalda og vöxtur innlendrar eftirspurnar ýti undir hækkun verðlags. ASÍ spáir 2,3% verðbólgu á þessu ári en hún fari eftir það vaxandi og verði að jafnaði 3,1% á ári bæði 2015 og 2016. Þá segir ASÍ að aukinn kraftur í íbúðafjárfestingu sé fyrirsjáanlegur. „Minni óvissa, vaxandi kaupmáttur og bjartari horfur auk fjölgunar fólks á húsnæðismarkaði ýta undir eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Þess sjást þegar merki í aukinni veltu á húsnæðismarkaði og hækkun á hús- næðisverði,“ segir í spá ASÍ en hag- deild ASÍ spáir töluverðum vexti í íbúðafjárfestingu allan spátímann út árið 2016 eða 23,8% á þessu ári og að jafnaði um 22% á árunum 2015-2016. Hagdeild ASÍ gerir líka ráð fyrir umtalsverðum stóriðjufram- kvæmdum. Fjórir framleiðendur kísilmálms áformi að hefja starfsemi hér á landi á næstu árum og er í spánni gert ráð fyrir að þrjú þeirra verkefna verði komin á fullt skrið á síðari hluta spátímans, þ.e. til loka ársins 2016. Spá hagdeildar gerir ráð fyrir 14,7% vexti atvinnuvega- fjárfestinga á þessu ári, 15,9% á næsta ári og 19,5% vexti árið 2016. Hætt við að tíma verð- stöðugleika ljúki 2015 Byggingar ASÍ spáir kröftugum vexti í mannvirkjagerð til 2016. Gylfi Arnbjörnsson gefur áfram kost á sér sem forseti ASÍ en kosningar forystu sambandsins fara fram und- ir lok þingsins. Ljóst er að Gylfi fær mótframboð á þinginu. Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, staðfesti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram gegn Gylfa. Hann bauð sig fram gegn Gylfa á þinginu 2012 og hlaut Gylfi 69,8% atkvæða en Ragnar Þór 30,2%. Ragnar Þór segir ástæður fram- boðsins fyrst og fremst tvíþættar, annars vegar óánægju hans með for- ystu verkalýðshreyfingarinnar í ASÍ og hins vegar til að félagarnir skilji hvernig forsetinn fari að því að þrá- sitja í embætti í óþökk alþýðunnar, sem hafi nánast ekkert að segja hver kemur fram fyrir hennar hönd. Ragnar Þór segir einnig tillöguna um fjölgun varaforseta vera „ömur- lega tilraun“ til að auka trú fólks á annars höfuðlausum her. Hann segir fáránlegt að ætla að vægi VR í for- ystu ASÍ aukist með kjöri Ólafíu B. Rafnsdóttur sem varaforseta ASÍ. Framboði hennar fylgi yfirlýstur og skýlaus stuðningur við núverandi forseta og vinnubrögðin sem svo margir séu ósáttir við. Segist Ragn- ar Þór hafa persónulega varað hana við því að setja sig í þessa skotlínu „en þau ætla að taka þennan slag með Gylfa og verða því að standa og falla með því. En þetta útspil foryst- unnar tryggir nægjanlegt bakland fyrir áframhaldandi setu Gylfa enda gengið úr skugga um slíkt áður en haldið er á svona þing“, segir Ragn- ar Þór. Gert er ráð fyrir að kosningar for- seta ASÍ, varaforseta og fulltrúa í miðstjórn fari fram fyrir hádegi á föstudaginn, á síðasta degi þingsins. omfr@mbl.is Kosningar á þingi ASÍ á föstudaginn Ragnar Þór gegn Gylfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.