Morgunblaðið - 22.10.2014, Side 10

Morgunblaðið - 22.10.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is M álverkið er minn bakgrunnur. Ég málaði í fimmtán ár, frá því ég var táningur og fram yfir þrítugt. En ég hætti svo að mála í önnur tíu ár og var þá meira fyrir framan tölv- una, að skeyta saman ljósmyndum og annað til að gera myndlist í gegnum hið stafræna form. Ég tók fullan þátt í stafrænu byltingunni og tók þátt í alls- konar verkefnum og sýningum á því sviði, sýndi mikið ljósmyndir og myndbönd, þar sem ég lék mér að því að breyta raunveruleikanum. Ég gerði til dæmis teiknimyndavídeó af Reynisdröngum. En síðan fór ég að mála alfarið aftur fyrir fimm árum, það var eitthvað sem ég hafði verið á leiðinni að gera í mörg ár, en til að snúa sér aftur að málverk- inu þarf maður að vera einvörðungu í því. Ég lokaði því alfarið á stafræna formið og sneri mér af heilum hug að málverkinu. Ég gat yfirfært stafrænu kunn- áttuna yfir í málverkið, sem var einmitt það sem mig vantaði. Núna þegar ég er að mála, er ég mjög sátt og mér finnst það rosalega skemmtilegt. Þetta er eiginlega eins og að vera ástfangin, þetta er sama tilfinning,“ segir Erla S. Haraldsdóttir mynd- listarkona sem búið hefur í Berlín undanfarin níu ár, en sýning hennar Sjónrænar göngur eða „Vis- ual Wandering“ stendur nú yfir í Listasafni ASÍ. Nálgast þessa þrá með litunum Á þessari sýningu Erlu eru málverk sem öll eru unnin undanfarin tvö ár. Þetta eru mjög stór verk og Erla segir það nýtt hjá sér að hafa verkin svo stór. „Það hefur eitthvað með líkamann að gera, ég miða við hann. Þegar málverkin eru svona stór verður sýningin meira innsetning í rými og áhrifin öðruvísi heldur en ef þau væru lítil. Ég vann þessi verk út frá rýminu í Listasafninu í ASÍ, ég var með rýmið í huga allan tímann sem ég vann þau.“ Í verkum sínum kannar Erla hvernig minn- ingar, tilfinningar og sjónræn skynjun hefur áhrif hvað á annað. „Að baki hverju málverki á þessari sýningu er saga. Öll málverkin eru frá stöðum sem Að mála er eins og að vera ástfangin Í verkum sínum kannar hún hvernig minningar, tilfinningar og sjónræn skynjun hefur áhrif hvað á annað. Erla S. Haralds- dóttir vill hafa sín málverk stór. Kastalaanddyri „The Corridor in Pszczyna Castle“ 2014. Félagsskapur sem kallar sig Druslu- bækur og doðrantar er hópur kvenna með víðfeðman áhuga á bókmennt- um, en tvær úr þeim hópi ætla að hafa umsjón með Bókakaffinu í Gerðubergi í Breiðholti í kvöld. Þar ætla þær Hildur Knútsdóttir og Krist- ín Svava Tómasdóttir að fjalla um sjálfsævisögulega texta eftir konur. Tæpt verður á helstu fræðikenn- ingum um bókmenntagreinina og hún skoðuð sem tjáningarform. Sjálfs- ævisögulegir textar nokkurra ís- lenskra kvenna frá 18. öld og fram á þá 21. verða ræddir og reynt að kort- leggja sameiginlega þræði. Ókeypis er á Bókakaffið sem hefst kl. 20 og öllum er velkomið að koma og hlusta og spjalla og njóta nota- legrar stundar í afslöppuðu umhverfi kaffihússins í Gerðubergi. Vefsíðan www.gerduberg.is Getty Images Ritstörf Hægt er að tjá sig á margan hátt, m.a. með skrifum um eigin ævi. Sjálfsævisögulegir textar kvenna Nú rísa þær upp stelpurnar í Hits- &Tits og blása til karókífagnaðar í kvöld kl. 21 á skemmtistaðnum Húrra í miðbæ Reykjavíkur. Þetta ku vera margrómað og víðfrægt brjálæðisstuð til að gleðjast, syngja, dansa og hvetja. Fólk er hvatt til að koma snemma til að komast að í söngnum. Lög þeirra sem ætla að grípa míkrófóninn þurfa að vera í karókíútgáfu á Youtube. Ýmsar gleðireglur eru viðhafðar á þessum kvöldum, t.d. að sýna öðrum virð- ingu og þolinmæði og að í mesta lagi tveir mega syngja saman lag (nema fólk sé í búningi). Endilega … … fáið útrás í karókí í kvöld Getty Images/iStockphoto Gaman Góð útrás að syngja í karókí. Tenórarnir Kristján Jóhannsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson kalla sig Óperudraugana og ætla þeir að halda stórtónleika í ársbyrjun 2015. Nýárstónleikar þre- menninganna verða haldnir í Hörpu í Rekjavík hinn 1. og 2. janúar og í Hofi á Akureyri 3. janúar. Óperudraugarnir munu flytja klassískar söngperlur frá ýmsum tímum og óperuaríur við allra hæfi. Kristján er kominn heim eftir ára- langa dvöl á Ítalíu og hefur sungið í mörgum af helstu óperuhúsum heims og má þar nefna La Scala í Míl- anó. Garðar hefur átt farsælan feril og má þar til dæmis nefna tilnefn- ingu hans til Bresku tónlistarverð- launanna fyrir plötuna Cortes. Gissur Páll hefur unnið Íslensku tónlistar- verðlaunin og sungið í fjölmörgum óperuhúsum í Evrópu. Tenórarnir þrír hafa áður sungið saman sem Óperudraugarnir og tókst það svo vel til að ástæða þykir til að endurtaka leikinn. Miðasala er hafin á tónleikana og fer hún fram á harpa.is, hof.is og midi.is. Óperudraugar ganga aftur Nýárstónleikar þriggja tenóra í Hörpu og Hofi á Akureyri Óperudraugar Þeir Kristján, Garðar og Gissur koma fram á nýárstónleikum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.