Morgunblaðið - 22.10.2014, Page 15

Morgunblaðið - 22.10.2014, Page 15
sem gátu kafað niður á eins kílómetra dýpi. Bandarískt fyrirtæki keypti Haf- mynd haustið 2010 og breytti nafninu í Teledyne Gavia, en áfram fer starf- semin fram á Íslandi. „Við kaupin vor- um við starfsmennirnir 18 til 19, en nú erum við 25, þar af tveir í Bandaríkj- unum,“ segir Arnar Steingrímsson. Fyrirtækið hyggst á næstunni bæta við sig tveimur mönnum vegna auk- innar eftirspurnar og verða þeir vænt- anlega báðir staðsettir í Kópavogi. Starfsmenn fyrirtækisins eru flestir háskólamenntaðir í tæknigreinum. Mikil lyftistöng Arnar segir að fjármagnið sem fylgdi kaupunum fyrir fjórum árum hafi verið starfseminni mikil lyfti- stöng. „Síðan þá hefur veltan 2,5- faldast,“ segir hann. Söluaukningin á yfirstandandi ári er 10 til 15%. Við- skiptasambönd sem fylgdu banda- ríska eigandanum hafa verið þýðing- armikil fyrir fyrirtækið. Samtals hefur Teledyne nú framleitt 50 djúp- för en ekki hafa öll verið seld. Eru sum sýniseintök og notuð til frekari þróunarvinnu. Í frétt í Morgunblaðinu fyrir tveimur árum kom fram að hvert djúpfar kostaði um eina milljón doll- ara. Dvergkafbátar Teledyne Gavia eru aðallega seldir til ríkja í Evrópu, en fara þó víðar. Höfuðstöðvar sölu- deildarinnar eru í Bandaríkjunum. Þar er Arnar staðsettur. Í Kópavogi stýrir Stefán Reynisson rekstrinum. Morgunblaðið/Þórður Arnar Þórðarson Tækni Starfsmaður Gavia vinnur að samsetningu. Að mörgu er að hyggja. Morgunblaðið/Þórður Arnar Þórðarson Höfðuðstöðvar Hér eru djúpför Gavia hönnuð og framleidd. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. arstjóri Seltjarnarnesbæjar. „Þau taka virkan þátt í umræðunum og hafa komið með margar góðar ábendingar og tillögur og þetta skiptir verulegu máli varðandi lýð- ræðislega þátttöku að heyra raddir þessa hóps.“ Meðal þess sem ungmennin hafa lagt til á nefndafundum bæj- arins er að húsnæði í eigu bæjarins, sem ekki er í notkun, verði notað sem lesstofa framhalds- og há- skólanema fyrir próf. Þá hafa þau lagt til meira samstarf og samskipti við eldri borgara í bæjarfélaginu og hittast nú þessir tveir aldurshópar einu sinni í mánuði og njóta skemmtilegrar samveru. Komið til að vera „Mér finnst almennt ekki heyr- ast nógu mikið í ungu fólki og þetta er liður í því að kynna fyrir þeim hvernig bæjarfélagið er rekið og hvernig stjórnsýslan vinnur með pólitískum fulltrúum upp á að þau hafi jafnvel síðar meir áhuga á að gefa kost á sér í pólitískt starf. Mér finnst ekkert veita af því að vekja áhuga ungs fólks á því að pólitískt starf er ekki síður skemmtilegt en það er krefjandi.“ Spurð um hvernig rótgrónir og kjörnir bæjarfulltrúar taki í að sitja fundi með unglingum segir Ásgerð- ur mikla ánægju allra sem hlut eiga að máli með fyrirkomulagið. „Þetta er komið til að vera, það er alveg víst.“ Ungmenni Lillý Óladóttir er í menn- ingarnefnd Seltjarnarnesbæjar. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Viðskiptavinir Teledyne Gavia eru í meg- inatriðum þrír hópar. Ríkisstjórnir kaupa djúpförin til notkunar fyrir her eða landhelg- isgæslu, olíuleitarfyrirtæki kaupa þau til rannsókna og háskólar og stofnanir hafa margvísleg not af þeim. Þegar greint var frá sölu fyrirtækisins til Banda- ríkjanna fyrir fjórum árum var sagt að stefnt væri að því að selja á milli 10 og 15 djúpför á ári. Fyrir tveimur árum var greint frá því í fréttum að rúss- neska varnarmálaráðuneytið hefði fest kaup á átta djúpförum frá fyr- irtækinu. Samningurinn var metinn á þrjá milljarða.. Djúpförin til margvíslegra nota EINKUM ÞRÍR HÓPAR VIÐSKIPTAVINA  Segulsvið jarðarinnar er viðfangs- efni rannsókna sem gerðar eru í segulmælingastöð háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Ís- lands í Leirvogi í Mosfellssveit. Stöð- inni var komið á fót árið 1957 og er hún sú eina sinn- ar tegundar hér- lendis. Þar eru skráðar breytingar á segulsviði jarðar, bæði skamm- tímabreytingar af völdum rafagn- astrauma frá sólu og hægfara breyt- ingar sem stafa af hræringum í kjarna jarðar. Breytingarnar hafa meðal annars áhrif á stefnu áttavit- anála, og langtímamælingar í Leir- vogi eru því notaðar til að leiðrétta kort fyrir siglingar og flug. „Ástæðan er væntanlega sú að þegar menn voru að leita að stað á sínum tíma þá var þetta sá staður á höfuðborgarsvæðinu sem var heppi- legastur út frá sem minnstum segul- sviðstruflunum í umhverfinu. Þetta þarf að vera staðsett þar sem segul- sviðið er tiltölulega slétt og fellt. Það geta til dæmis verið berglög sem valda staðbundnum segultruflunum en þarna eru þær tiltölulega litlar,“ segir Gunnlaugur Björnsson, stjarn- eðlisfræðingur og deildarstjóri há- loftadeildarinnar, um ástæðu þess að stöðinni var valinn staður í Leirvogi. Segulsvið jarðar myndast í kjarna hennar en það verndar reikistjörnu okkar fyrir skaðlegum ögnum frá sól- inni. Mælingarnar í Leirvogi eru hluti af stóru alþjóðlegu verkefni en slíkar stöðvar eru um allan heim. Með gögnunum geta vísindamenn búið til nákvæm kort af jarðsegulsviðinu. kjartan@mbl.is Ljósmynd/Raunvísindastofnun HÍ Mælingastöð Fylgst er með styrk segulsviðs jarðarinnar í Leirvoginum. Leirvogur var valinn fyrir til- tölulega slétt og fellt segulsvið Ljósin Rafhlaðnar agnir frá sólu safnast saman í segulhvolfi jarðar og mynda síðan norðurljós hér. Gunnlaugur Björnsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Örvar vöðva, styrkir þá og lyftir. Meðferðin tekur 30-45 mínútur. HYDRADERMIE LIFT Andlitslyfting án skurðaðgerðar! Snyrtistofur sem bjóða Hydradermie Lift meðferð og Guinot vörur: Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044 Snyrtistofan Ágústa – s. 552 9070 Snyrtistofan Hrund – s. 554 4025 Snyrtistofan Ársól – s. 553 1262 Snyrtistofa Marínu – s. 896 0791 GK snyrtistofa – s. 534 3424 Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120 Dekurstofan – s. 568 0909 Guinot-MC stofan – s. 568 9916 Snyrtistofan Þema – s. 555 2215 Snyrtistúdíó Önnu Maríu – s. 577 3132 SG snyrtistofa – s. 891 6529 Landið: Snyrtistofa Ólafar, Selfossi – s. 482 1616 Snyrtistofan Abaco, Akureyri – s. 462 3200 Snyrtistofan Lind, Akureyri – s. 462 1700 Snyrtistofa Guðrúnar, Akranesi – s. 845 2867 Snyrtistofan Sif, Sauðárkrókur – s. 453 6366 www.guinot.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.