Morgunblaðið - 22.10.2014, Síða 16

Morgunblaðið - 22.10.2014, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Miðvikudagstilboð – á öryggisskóm og fleiri öryggisvörum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 16 Komdu í verslun RVog nýttu þérflott tilboð áöryggisvörum !                                     !!" #$ "! %$ "#" ## #$ # #% $#$ &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  %  $ "! $ %! ""% ""#  #%# $%    "#! $% % " ""$# # ! # $ $ "$!% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Veiðar á hvítfiski í heiminum munu að öllum líkindum dragast lítillega sam- an á næsta ári og skila þá 7,078 millj- ónum tonna. Aflinn í ár er áætlaður 7.092 milljónir tonna. Þetta eru niður- stöður markaðs- og samræðufundar þeirra sem eiga viðskipti með botnfisk á heimsvísu, Ground Fish Forum, sem haldinn var í síðustu viku í Róm. Frá þessu er greint á vefsíðunni kvotinn.is. Helstu niðurstöður fundarins eru að afli af alaskaufsa muni aukast lítillega og fara úr 3,256 tonnum í 3,385 tonn á næsta ári. Áætlað er að veiðar á atl- antshafsþorski fari úr 1,33 milljónum tonna niður í 1,23 milljónir tonna. Hvítfiskveiðar dragast saman á næsta ári ● Hagvöxtur í Kína var 7,3% á árs- grundvelli á þriðja fjórðungi ársins, sem er minnsti hagvöxtur sem mælst hefur í landinu í einum fjórðungi í liðlega fimm ár. Hagvöxtur hefur ekki verið minni síð- an í miðri efnahagskreppunni á fyrsta ársfjórðungi 2009, þegar hann mældist 6,6%. Þrátt fyrir það var hagvöxturinn meiri en spáð hafði verið og stuðluðu frétt- irnar því að hækkunum á hlutabréfa- mörkuðum víðsvegar um Evrópu í gær. Hagvöxtur í Kína sá minnsti í fimm ár STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Sú krafa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að 400 eignir, sem sjóðurinn hóf sölu- ferli á í síðustu viku, haldist á leigu- markaði endurspeglar töluverða forræðishyggju af hálfu sjóðsins og hins opinbera, að mati Ara Skúla- sonar, hagfræðings hjá Landsbank- anum. Hann gerir einnig athuga- semd við að einungis verði hægt að kaupa heil eignasöfn en ekki stakar fasteignir. „Það hefði verið mun nærtækara að setja eignirnar á al- mennan markað,“ segir Ari. Að hans mati virðist sjóðurinn stefna á að koma á fót sérstökum leigufélögum sem sjái um útleigu íbúða sem ÍLS vilji selja. „Við- skiptavinirnir myndu mun frekar vilja eiga eignirnar en eða leigja þær. Þá tel ég liggja beint við að sjóðurinn er ekki að koma til móts við eftirspurnina þar sem hún er augljóslega mest.“ Hann segir skilyrðin sem sett eru fyrir kaupum ströng. Þar af leiðandi sé kaupendahópurinn væntanlega ekki sérlega stór. „Ég átta mig ekki á því hvers vegna þetta fyrirkomulag varð fyrir val- inu, nema verið sé að þjóna því póli- tíska markmiði að búa til stærri leigumarkað.“ Þá efast hann um að fyrirkomu- lagið muni skila ÍLS hæsta sölu- verði. Hærra verð hefði fengist með því að taka hæsta boði í hverja eign. Hann telur hlutverk ÍLS ekki að reka leigustarfsemi, en einhvern tíma hefði verið talað um að sjóð- urinn notaði dótturfélag til þessa. Hann bendir á að ekki sé um leigustarfsemi með félagslegu yf- irbragði að ræða, eins og yfirleitt sé raunin þegar hið opinbera reki slíka starfsemi. Eðlilegt sé að einkaaðilar reki leigustarfsemi af þessu tagi, en almenningur vilji frekar eiga eign- irnar en leigja þær. Vilja stuðla að húsnæðisöryggi Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs, eru flest- ar umræddra eigna nú þegar í leigu og henta vel til leigureksturs. „Markmiðið er að halda þeim áfram í leigu til þess að stuðla að húsnæð- isöryggi. Krafa um að eignunum sé haldið áfram í leigu er gerð til þess að raska ekki jafnvægi á milli leigu- markaðar og eigendamarkaðar.“ Sigurður segir sjóðinn stefna að því að fá sem hæst verð fyrir eign- irnar. „Við munum ekki fá lakara verð en ella þar sem þetta söluferli á að tryggja okkur bestu boðin.“ Hann viðurkennir að kaupenda- hópurinn sé ekki stór, þó hann hafi stækkað á síðustu árum. „Ef verð- tilboðin sem við fáum eru óásætt- anleg, getum við synjað þeim og sleppt því að selja eignirnar.“ Hann bendir þó á að íbúðirnar 400 séu aðeins lítill hluti eignasafns ÍLS. Fyrir utan þær séu um 1.000 íbúðir skráðar í sölu til almennings sem ekki eru í útleigu og þeim íbúð- um muni fjölga. „Eignasafnið er svo stórt að við verðum að miða á ólíka hópa fólks í mismunandi útboðum. Á þennan hátt er sjóðurinn að fara blandaða leið við sölu eignanna.“ Alfarið á ábyrgð stjórnar ÍLS Þau svör fengust frá Eygló Harð- ardóttur félagsmálaráðherra að ákvörðun um sölu eigna Íbúðalána- sjóðs, fyrirkomulag sölunnar og söluferlið sjálft sé alfarið stjórnar sjóðsins, í samræmi við verkefni stjórnarinnar og ábyrgð hennar samkvæmt lögum um húsnæðismál. Forræðishyggja í söluskil- málum Íbúðalánasjóðs Morgunblaðið/Ómar Eignasala Íbúðalánasjóður hyggst selja 400 fasteignir, flestar á landsbyggðinni, í sjö eignasöfnum.  Hagfræðingur Landsbankans segir ÍLS virðast þjóna pólitískum markmiðum Hagnaður Hraðfrystihússins Gunn- varar nam ríflega 1,9 milljónum evra, jafnvirði um 290 milljóna ís- lenskra króna, á síðasta ári. Dróst hagnaður fyrirtækisins eftir skatta talsvert saman frá fyrra ári en þá var hann 4,4 milljónir evra. Minni hagnaður skýrist af leið- réttingu á skattskuldbindingum fyrri ára að fjárhæð samtals 3,5 milljónir evra, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Samtals greiddi Hraðfrystihúsið Gunnvör því um 5,1 milljón evra í skatta. Fyrirtækið gerir út nokkur fiski- skip ásamt því að reka frystihús í Hnífsdal og á Ísafirði auk niðursuðu- verksmiðju í Súðavík. Stundar félag- ið einnig þorskeldi í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiski- stofu er Hraðfrystihúsið Gunnvör með tólftu mestu aflahlutdeild út- gerðarfélaga, með samtals 2,77% af öllum úthlutuðum afla. Stærstu hluthafar félagsins eru Ísfirsk fjárfesting (29,16%), Lang- eyri (11,71%) og Einar Valur Krist- jánsson (7,09%). Samtals námu tekjur fyrirtækis- ins ríflega 31 milljón evra á liðnu ári og jukust um 700 þúsund evrur frá fyrra ári. Heildareignir voru um 71 milljón evra í árslok 2013 og eigið fé 7,3 milljónir evra. Er eiginfjárhlut- fall félagsins því aðeins 10,2%. Í ársreikningnum segir að félagið hafi stefnt Landsbankanum og Ís- landsbanka vegna þriggja lánasamn- inga sem tengdir eru við erlendar myntir. Telur fyrirtækið að samn- ingarnir séu ólögmætir og er vísað til dóma Hæstaréttar um ólögmæta gengistryggingu á lánum í krónum. Morgunblaðið/Helgi Ísafjarðardjúp Fyrirtækið hefur einnig stundað eldi á þorski. Hagnast um 290 milljónir króna  Hraðfrystihúsið Gunnvör telur þrjú lán vera ólögmæt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.