Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver www. .is Velkomin á nýjan vef Bakarameistarans Nú getur þú pantað Tertur, Brauðmeti og bakkelsi Veislu og fundarpakka og margt fleira í vefverslunni okkar . .. . .. . .. Saksóknarar í Suður-Afríku fögnuðu í gær fangelsis- dómi sem kveðinn var upp yfir hlauparanum Oscar Pi- storius (fyrir miðju) sem hlaut fimm ára dóm fyrir manndráp. Pistorius, sem er fatlaður og hleypur á gervifótum, banaði í fyrra unnustu sinni, Reevu Steen- kamp og sagðist hafa álitið að hún væri innbrotsþjófur. Líklegt er að Pistorius verði í fangelsi í 10 mánuði en afpláni síðan í stofufangelsi, að sögn eins verjanda hans. Foreldrar Steenkamp segjast sátt við dóminn en saksóknarar segja hugsanlegt að þeir muni áfrýja dóminum þannig að Pistorius verði dæmdur fyrir morð af yfirlögðu ráði sem myndi þýða lengri dóm. Þeir hafa tvær vikur til að taka ákvörðun. Thokozile Masipa dómari sagði á sínum tíma að saksóknarar hefðu ekki sannfært réttinn um að Pistorius hefði myrt Steen- kamp. AFP Pistorius hlaut fimm ár Yfirmaður sænska hersins, Sverker Göranson, segir að dugi ekki annað muni verða beitt vopnavaldi til að þvinga upp á yfirborðið erlendan kafbát sem talinn er leynast í skerja- garðinum við Stokkhólm. Bátsins hefur verið leitað síðan á föstudag. Einkum er nú leitað í Ingaröfjär- den en þar mun tundurduflaslæðari hafa fundið „eitthvað“. Sænsk stjórnvöld vilja ekkert segja um lík- legt þjóðerni kafbátsmanna en sænskir fjölmiðlar gera því skóna að báturinn sé rússneskur og hafi sennilega hlekkst á. Sænskir hernaðarsérfræðingar álíta að Rússar hafi komið fyrir hler- unarbúnaði í skerjagarðinum eða hafi einfaldlega viljað kanna hvort þeir gætu laumast upp að ströndinni án þess að Svíar uppgötvuðu bátinn. Málið hefur valdið miklum um- ræðum um varnir Svía og hvort þær séu viðunandi. Ljóst er að Eystra- saltið skiptir miklu fyrir varnir Rússa sem hafa þar kafbátaflota. Aukin spenna í samskiptum Rússa við vestræn ríki hefur ýtt undir gagnkvæma tortryggni. Er því velt upp að Rússar séu að ögra Svíum vegna náins samstarfs Svía við Atl- antshafsbandalagið. kjon@mbl.is Svíar reiðubúnir að beita valdi  Kafbátur eða njósnabúnaður? AFP Herskip Sænska korvettan Visby á Mysingen-flóa í gær. Skipið er af tor- séðri gerð, þ.e. sést illa í ratsjá og er smíðað úr gerviefnum. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mikilvægar viðræður Evrópusam- bandsins, Úkraínu og Rússlands um gasviðskipti hófust gær í Brussel en margir hafa áhyggjur af því að Rúss- ar muni skrúfa fyrir gasstreymið til Úkraínu og ESB-ríkja ef ekki náist samningar um verð. Mikil kergja hefur verið í undirbúningsviðræðum fram til þessa. Rússar hafa m.a. kraf- ist þess að Úkraínumenn greiði um- deildar skuldir vegna eldri gas- kaupa. Væntingar jukust fyrir skömmu þegar Vladímír Pútín Rússlandsfor- seti og Petro Porosénko, forseti Úkraínu, hittust á fundi í Mílanó á dögunum. Eftir hann sagði Poro- sénkó að náðst hefði samkomulag í grundvallaratriðum og yrði það end- anlega frágengið í Brussel. Úkraínu- menn myndu borga Rússum 1,3 milljarða dollara af áðurnefndum skuldum. En ljóst er að eigi það að ganga eftir þarf ESB að veita Úkraínu fjár- hagsaðstoð þar sem efnahagur landsins er að hrynja. Að sögn tals- manna framkvæmdastjórnar ESB í gær hafa Úkraínumenn þegar beðið um tveggja milljarða dollara lán. Farið var yfir beiðnina í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, AGS og úkraínsk stjórnvöld. „Veturinn er að koma“ Húshitun og raforkuframleiðsla í löndum ESB er að miklu leyti byggð á rússnesku gasi. Senn fer að kólna og gæti það sums staðar valdið mikl- um vanda ef skortur yrði á gasi. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði á mánudag að öll ESB- ríki yrðu að leggja fram sinn skerf til að leysa gasdeiluna. „Við erum núna að reyna að finna lausn. Hún er ekki fundin enn og veturinn er að koma,“ sagði Merkel. Átök Úkraínustjórnar og aðskiln- aðarsinna í austurhéruðunum hafa eðlilega tafið fyrir lausn en Rússar hafa leynt og ljóst stutt aðskilnaðar- sinna. Vesturveldin hafa svarað með viðskiptalegum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem hafa goldið í sömu mynt. Reyna að ná samkomulagi um gassölu  Úkraína greiði skuld við Rússa AFP Átök Aðskilnaðarsinni í varðstöð sinni við Donetsk-flugvöll. Enn barist » Enn eru bardagar í A- Úkraínu. Sennilegt er talið að báðir aðilar noti svonefndar klasasprengjur. » Þær eru víðast hvar bann- aðar en þær slasa eða drepa einkum óbreytta borgara. » Fram kemur í New York Tim- es að Úkraínuher hafi í byrjun október ef til vill skotið klasa- sprengjum á Donetsk. Efnasambönd sem notuð eru í hreinsiefni og fleira eiga ef til vill þátt í að draga úr kynlífslöngun kvenna, að því er fram kemur í rannsókn sem kynnt verður á árs- fundi ASRM, bandarískra samtaka æxlunarfræðinga. Efnin, svokölluð þalöt, eru m.a. notuð til að mýkja plast en þegar er vitað að þau geta haft áhrif á kynhvöt karla, segir í breska blaðinu Independ- ent. „Ef fólki finnst að gúmmíönd, regnkápa eða sturtutjald sé mjúkt og teygjanlegt er líklegt að það séu þalöt sem gefi því þessa eiginleika,“ segir dr. Emily Barrett hjá Rochester- læknaháskólanum í New York. „Við erum að komast að því að þalöt trufla starfsemi innkirtlanna. Þau hafa áhrif á eðlilega hormóna í líkamanum – testósteron – og virðast líka hafa áhrif á estrógen.“ Barett segir að þessir hormónar séu afar mikilvægir fyrir margt í starfsemi líkamans, þ. á m. kyn- hvötina. Vísindamenn vilji nú rannsaka hvort konur sem mælist með mikið af þalötum finni fyrir minnkandi kynhvöt. kjon@mbl.is Minnka þalöt kynhvöt?  Hafa áhrif á hormónaframleiðslu karla og kvenna Mjúkar gúmmíendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.