Morgunblaðið - 22.10.2014, Síða 21

Morgunblaðið - 22.10.2014, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 ✝ Guðrún ÓlöfÓlafsdóttir fæddist á Patreks- firði 18. júlí 1939. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 13. október 2014. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Guðbjörg Ein- arsdóttir, f. 5. jan- úar 1917 á Sellátr- um í Tálknafirði, d. 16. apríl 1996, og Ólafur Helgi Finn- bogason, f. 31. október 1910 í Krossadal í Tálknafirði, d. 24. júní 1939. Fósturfaðir Ólafar var Davíð Davíðsson, f. 21. ágúst 1903, d. 11. janúar 1981. Systkin Ólafar eru Ingimar Einar Ólafs- son, f. 6. febrúar 1936, Guðjóna Ólafsdóttir, f. 6. mars 1937, og Gunnbjörn Ólafsson, f. 18. mars 1938. Hálfsystkin Ólafar eru Sig- urlína Davíðsdóttir, f. 13. nóv- ember 1942, Guðný Davíðs- dóttir, f. 13. febrúar 1944, Höskuldur Davíðsson, f. 1. jan- úar 1948, og Hreggviður Dav- íðsson, f. 8. febrúar 1953. Upp- Björn Þórsson, f. 17. apríl 1985. 1.4) Kristján Sigurður Þórsson, f. 5. janúar 1992. 2) Guðjón Björnsson, f. 13. október 1970, maki er Friðrika Alda Sigvalda- dóttir, f. 4. ágúst 1972. Börn þeirra eru 2.1) Sigvaldi Björn Guðjónsson, f. 4. júlí 1994, sam- býliskona hans er Amalie Munck Ewert, f. 16. júlí 1995. 2.2) Elna Ólöf Guðjónsdóttir, f. 7. júlí 1999. 2.3) Símon Michael Guð- jónsson, f. 17. október 2002. Sambýlismaður Ólafar frá 2008 var Hans Óli Hansson, f. 28. mars 1946, d. 20. október 2012. Ólöf ólst upp á Sellátrum í Tálknafirði þar til hún fór í Hér- aðsskólann á Skógum árin 1955- 57. Eftir skólaárin bjó hún að mestu í Reykjavík. Árið 1971 flutti Ólöf ásamt fjölskyldu aftur til Tálknafjarðar. Þar vann hún við skrifstofustörf meðal annars hjá Kaupfélagi Tálknafjarðar og síðar í eigin atvinnurekstri. Um 1990 fluttu Ólöf og Björn til Reykjavíkur og hófu þar versl- unarrekstur. Árið 1996 hófu þau rekstur á veitingastaðnum Ham- ragrilli í Hamraborg. Eftir and- lát Björns vann Ólöf um tíma við aðhlynningu í Sunnuhlíð. Ólöf var virkur félagi í bridsklúbbum á Tálknafirði og í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 22. októ- ber 2014, kl. 13. eldissystkin Ólafar eru Benedikt Dav- íðsson, f. 3. maí 1927, d. 13. nóv- ember 2009, Ólafur Davíðsson, f. 7. ágúst 1929, og Dav- íð Jóhannes Dav- íðsson, f. 21. mars 1933. Ólöf gifttist 18. júlí 1969 Guðmundi Birni Sveinssyni, f. 6. október 1936, d. 24. febrúar 2005. Börn þeirra eru 1) Guð- laug Sigurrós Björnsdóttir, f. 3. september 1960, maki er Þór Magnússon, f. 11. júní 1958. Börn þeirra eru 1.1) Guðrún Ólöf Þórsdóttir, f. 3. september 1981. Barn hennar og Gregors Vajdic er Símon Þór Gregorsson, f. 16. desember 2009. Sambýlismaður er Sigurgeir Sigurðsson, f. 4. apríl 1976, börn hans eru Thelma Ósk, f. 10. júní 2005, og Milla Kristín, f. 21. júní 2009. 1.2) Erla Dís Þórsdóttir, f. 26. apríl 1984, sambýliskona hennar er Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, f. 24. febrúar 1981. 1.3) Guðmundur Elsku hjartans mamma okk- ar, við áttum svo mikið eftir að segja. Ég hugsa um mynd þína, hjartkæra móðir, og höndina mildu, sem tár strauk af kinn. Það yljar á göngu um ófarnar slóðir þó yfir sé harmþrungið rökkur um sinn. Ljósið er slokknað á lífskerti þínu, þú leiddir mig örugg á framtíðar braut. Hlýja þín vakir í hjartanu mínu frá hamingjudögum, er fyrrum ég naut. Minningarljósið á lífsvegi mínum lýsir upp sorghúmið, kyrrlátt og hljótt. Höfði nú drúpi’ ég hjá dánarbeð þínum þú Drottni sért falin, ég býð góða nótt. (Hörður Björgvinsson) Guðlaug og Guðjón. Í dag kveðjum við Ólöfu syst- ur. Á þannig stundu vakna minningarnar. Við ólumst upp í stórum systkinahópi á Sellátrum í Tálknafirði. Eldri systur okkar tvær, Guðjóna og Ólöf, voru fyr- irmyndir okkar yngri systranna, Guðnýjar og mín. Þegar við Ólöf vorum báðar fluttar til Reykja- víkur bjuggum við rétt hjá Breiðfirðingabúð þegar hún var við Skólavörðustíginn. Þar sótt- um við gömludansaböll. Þar dansaði hún gjarnan við dökk- hærðan sjarmör og giftist hon- um síðar, en það var Björn Sveinsson, faðir barna hennar, Guðlaugar og Guðjóns. Þau örk- uðu saman sinn æviveg, voru dugleg og vinnusöm. Það var sama hvað upp á kom í lífi þeirra, alltaf unnu þau sig út úr hverjum vanda. Þau ráku mat- vöruverslanir, fyrst í Tálkna- firði, síðar í Kópavogi og Breið- holti. Síðar tóku þau til við rekstur matsölustaðar í Hamra- borg í Kópavogi. Þegar Björn féll frá hætti Ólöf rekstri stað- arins. Dóttir hennar tók við hús- eign þeirra hjóna og Ólöf keypti sér litla íbúð í Tröllakór í Kópa- vogi. Þar hreiðraði hún um sig og leið vel þarna. Fljótlega flutti til hennar Hans Óli Hansson. Það var eins og Ólöf hefði yngst um mörg ár þegar Hans Óli var fluttur til hennar. Þau gengu á fjöll saman og fóru í ferðalög, gerðu margt sér til skemmtun- ar. Hans Óli tók þátt í öllu henn- ar lífi af lifandi áhuga. Við systk- inin erfðum húseign foreldra okkar á Sellátrum þegar þau voru bæði fallin frá. Það hefur verið mikið átak að koma því í gott ástand, Hans Óli taldi hvorki eftir sér ferðalög né fyr- irhöfn til að taka þar til hendinni og gerði allt með gleði og góðum hug. Það var Ólöfu mikið högg þegar hann lést í hörmulegu slysi fyrir tveimur árum. Í fyrsta sinn fannst okkur hún brotin, þrátt fyrir öll fyrri áföll. En það var ekki Ólöfu líkt að gefast upp. Hún tók aftur til við líf sitt af fyrri reisn. Ólöf hefur verið mér góð syst- ir. Þegar ég ákvað að taka mig upp og fara til útlanda til náms studdi hún mig af bestu getu. Ennþá man ég tilfinninguna þeg- ar við tókum upp pakka að heim- an og inni í honum voru gjafir frá mömmu og umslag með 100 doll- urum frá Ólöfu. Svona peningar voru sjaldséðir á heimili náms- mannanna. Þessi seðill nægði til að kaupa lítið ferðatæki sem við gátum spilað bæði kassettur og geisladiska á og þar með var tón- listin komin á heimilið. Ólöf fékk margar hlýjar hugsanir þegar við settum disk á fóninn og hlust- uðum á eitthvað skemmtilegt. Hún var röggsöm í samstarfi systkinanna við að halda Sel- látrahúsinu íbúðarhæfu og taldi ekki eftir sér sporin þar. Und- anfarin ár hefur hún gegnt gjald- kerastörfum fyrir félagið okkar. Nú þarf að finna einhvern annan til að fylla í tómt sæti við borðið. Ólöf lætur eftir sig tóm sæti víða, sem erfitt verður að fylla. Davíð Ingi sonur okkar Ragnars Inga á eftir að sakna hennar í áheyr- endasæti þegar hann er að syngja, hún var meðal hans tryggustu stuðningsmanna. En lífið heldur áfram, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Okk- ar sem eftir erum bíður héðan af ekki annað hlutverk í lífi Ólafar en að óska henni góðrar heim- komu. Sigurlína. Elsku amma okkar, við viljum minnast þín með þessu ljóði, við munum ávallt sakna þín Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guðrún Ólöf (Óla), Erla, Guðmundur Björn (Bjössi) og Kristján. Þegar ég hitti Ólu systur fyrr í þessum mánuði var það síðasta sem kom í hugann að hún væri í þann veginn að kveðja okkur. Hún geislaði af heilbrigði eins og ævinlega, falleg og fín. Ég man fyrst eftir Ólu þegar ég var smápolli á Sellátrum, hún vann þá í kaupfélaginu. Ég kynntist Ólu fyrst þegar ég var hjá henni veturlangt í Ingólfsstrætinu og gekk í Miðbæjarskólann. Hún tók að sér að hafa hemil á stráknum og nudda honum í gegnum skólaárið, það gerði hún með glæsibrag. Þá vann hún á lögreglustöðinni en launin fyrir þá vinnu voru engin ofrausn, henni tókst samt að halda heim- ili með sóma og okkur Guðlaugu dóttur hennar bar hún á hönd- um sér. Þetta voru góðir tímar. Mörgum árum seinna var ég aftur kominn í fæði og húsnæði hjá Ólu, þá var hún flutt til Tálknafjarðar með manni og börnum. Ég var einnig á förum vestur með mína fjölskyldu en húsnæðisekla var mikil í Tálkna- firði á þeim árum. Mín fjöl- skylda hjá foreldrum mínum á Sellátrum en ég í vinnu í þorp- inu og til húsa hjá Ólu og Bjössa. Þessi tilhögun stóð ekki lengi og ég með minni fjölskyldu fékk inni í íbúð hálfu ári seinna. Þessi samgangur gerði að verk- um að við Óla kynntumst afar vel, þekktum hvort annað og gátum rætt málin; að mér fannst öðruvísi en gengur og gerist. Hin seinni ár lágu vegir okkar saman gegnum störf tengd Sel- látrum. Hún var gjaldkeri í eign- arhaldsfélaginu sem stofnað var utan um Sellátra. Þá eins og alltaf var Óla dugleg, ósérhlífin, fylgin sér, klár og með röð og reglu á öllum hlutum, rökföst og föst fyrir. Eins og klettur úr hafi. Það dró fyrir sólu þegar Óla fékk fyrsta heilablóðfallið en krafturinn og viljinn í henni kom henni til heilsu á ný. Þrátt fyrir áföll og fráföll tveggja maka stóð Óla ávallt upprétt og öðrum til fyrirmyndar. Hún hafði ætíð tíma fyrir alla, hjálpfús og örlát á sjálfa sig. Það var því erfitt að sætta sig við fréttirnar þegar þær komu um fráhvarf Ólafar, reiðarslag er of vægt til orða tekið. Ég votta börnum hennar og afkom- endum mína dýpstu samúð og bið æðri mætti að vernda þau í sorginni. Hreggviður Davíðsson. Elskuleg tengdamóðir mín er látin. Það voru erfiðar fréttir sem við fengum til Spánar þar sem fjölskyldan var í fríi. Ólöf hafði fengið stórt heilablóðfall og var komin á spítala. Konan sem var nýbúin að spyrja hvort ég vildi ekki fara með henni til New York! Ólöf lést kvöldið eft- ir. Mikill og sár söknuður. Ólöf var mikil fjölskyldukona. Hún fylgdist vel með sínu fólki og lét skoðun sína í ljós ef henni mislíkaði eitthvað. Hún var líka fljót að segja frá því þegar hún var ánægð með hlutina. Barna- börnin fengu mikla hvatningu frá henni. Mín börn hafa verið mikið í íþróttum og þau hafa fengið mikinn stuðning frá ömmu sinni, bæði frá hliðarlín- unni og heima í stofu. Þar lét hún skoðanir sínar óspart í ljós. Hennar áhugi á íþróttum, þó að- allega fótbolta og handbolta, gáfu tilefni til skemmtilegrar umræðu við eldhúsborðið. Henni fannst líka gaman að segja frá sínum afrekum í bridge enda var það hennar aðaláhugamál. Líf Ólafar var ekki alltaf auðvelt. Hún þurfti að fylgja tveimur mönnum til grafar, fyrst Birni, tengdapabba mínum, sem lést eftir erfið veikindi árið 2005, og svo Hans Óla, sambýlismanni til nokkurra ára, sem lést af slys- förum fyrir tveimur árum. Ólöf fékk heilablóðfall árið 2006 og það tók hana þó nokkurn tíma að jafna sig. Þar sýndi hún mik- inn dugnað og ákveðni við að ná heilsu á ný. Hún gerði það og fékk tækifæri til að njóta lífsins aftur. Ólöf var alltaf stórglæsi- leg til fara, gekk bein í baki og bar höfuðið hátt. Hún var ósér- hlífin og aldrei sagði hún nei ef ég bað hana um aðstoð, sama hver bónin var. Hún var vel upp- lýst og fylgdist vel með í sam- félaginu. Það var líka alltaf tekið vel á móti okkur þegar við kom- um í heimsóknir til hennar. Allt- af veisla. Nú ekki fyrir löngu hélt hún stórt fjölskylduboð þar sem hún eldaði hakkabuff en það var nú hennar sérgrein og óskafæða margra í fjölskyld- unni. Mikill matur og vel útilát- inn var eitt af hennar aðals- merkjum. Það verður stórt skarð sem hún skilur eftir sig sem ekki verður hægt að fylla upp í. Guð blessi þig elsku Ólöf og takk fyrir samveruna. Þín tengdadóttir, Friðrika. Elsku besta amma mín, það sem ég sakna þín mikið. Einn daginn er ég að tala við þig og skipuleggja það að þú kíkir á leik hjá mér viku seinna og þú býður okkur að koma í mat til þín daginn eftir. Næsta sem ég veit þá er fótunum kippt undan mér og ég er mætt upp á bráða- móttöku á Landspítalanum í stað matarboðs heima hjá þér þar sem okkur er tilkynnt að þú sért í lífshættu og við tekur erf- iðasti sólarhringur lífs míns. Hvernig gat þetta gerst? Mikið finnst mér lífið ósanngjarnt. Ég á svo margar góðar og hlýjar minningar um þig en ég átti fleiri inni, þú fórst alltof fljótt. Sjálfstæða, sterka, góðhjartaða og glæsilega kona sem þú varst, ég er svo heppin að hafa átt þig sem ömmu. Þú gerðir svo margt fyrir okkur og varst stoð okkar og stytta. Þú varst svo dugleg að hvetja okkur áfram í því sem við tókum okkur fyrir hendur, ég man þegar ég flutti suður til ykkar afa til að fara í mennta- skóla, þá fórstu með mér á fyrstu körfuboltaæfinguna mína. Þið afi gáfuð okkur systrum húsaskjól, mat og vinnu og gerð- uð allt til að auðvelda okkur lífið í gegnum skólaárin, það var ómetanleg hjálp. Án þín finnst mér lífið svolítið innihaldslaust. Engin fleiri glæsileg matarboð hjá þér, ekkert spjall um enska boltann, handboltann eða brids. Ég ætla að taka þig til fyrir- myndar, vera sterk og halda áfram. Ég er þakklát fyrir að hafa verið hjá þér í þessari bar- áttu og haldið í höndina á þér þar til þú yfirgafst þennan heim. Núna ertu komin á góðan stað og ég veit að afi og Hans Óli taka vel á móti þér þar. Hvíldu í friði elsku amma mín. Erla Dís. Í rökkurró hún sefur með rós að hjartastað. Sjá haustið andað hefur í hljóði á liljublað. Við bólið blómum þakið er blækyrr helgiró. Og lágstillt lóukvakið er liðið burt úr mó. Í haustblæ lengi, lengi um lyngmó titrar kvein. Við sólhvörf silfrin strengi þar sorgin bærir ein. (Guðmundur Guðmundsson) Elskuleg frænka mín, Ólöf Ólafsdóttir, er fallin frá. Þessir fallegu haustdagar missa lit sinn við þessar fregnir. Þeir lifna aft- ur við minningarnar um þig, kæra frænka. Ólöf eða Óla eins og hún var alltaf kölluð var ein- stök manneskja. Hún var glað- beitt, ákveðin og hafði glæslega framkomu. Hún hafði einnig næmt auga fyrir fagurfræðileg- um gildum og smekkvísi í klæða- burði. Óla var afar frændrækin og trygglynd. Það lýsti sér vel í þeirri umhyggju og alúð sem hún sýndi Birni Sigurjónssyni, pabba mínum, í glímunni við erf- ið veikindi. Sú ræktarsemi og vináttuhugur var með eindæm- um og reyndist ömmu minni, Guðlaugu, ómetanlegur stuðn- ingur þegar mest bjátaði á. Hún sýndi oft frumkvæði til góðra verka og var á margan hátt hug- rökk. Ég var svo heppin að fá að dveljast skamman tíma að sum- arlagi á heimili hennar og Björns Sveinssonar heitins á Tálknafirði. Þar réð smekkvísin ríkjum og heimilisbragurinn var notalegur. Það var einnig lær- dómsríkt að vinna í veitingaskál- anum sem þau hjónin ráku. Seinna þegar ég vann undir þeirra stjórn í stórmarkaði í Reykjavík fann ég líka vel fyrir umhyggjunni sem hún sýndi öllu starfsfólki. Á síðari árum hefur stundunum fækkað með þér. Það hafa þó allt verið gæða- stundir fyrir mig, Guðmund og stelpurnar okkar. Kæra fjöl- skylda, megi guð styrkja ykkur öll, blessuð sé minning Ólu. Kveðja, Margrét Björnsdóttir. Ólöf náði að verða 75 ára gömul en margir héldu að hún væri tíu árum yngri, svo ungleg var hún. Hún var ástríðufullur bridsspilari í áratugi og var makkerinn minn í nokkur ár fyr- ir tæpum áratug. Við spiluðum hjá Bridgefélagi Reykjavíkur og oft í heimahús- um og fórum á mörg Íslands- mótin saman og nældum okkur meðal annars árið 2006 í vinn- ingsskjöld í deildakeppni. Sum- arið 2007 fórum við Ólöf svo saman til Kaupmannahafnar að keppa í brids, það var ævintýri fyrir okkur báðar. Við gistum hjá dóttur minni sem þar býr og eftir bridskeppni héldum við eft- irminnilegt spilapartí þar sem komu fleiri íslenskir bridsspil- arar sem voru að keppa þarna líka. Ég gleymi því ekki hvað hún var hugulsöm og góð við dótturdóttur mína í Kaup- mannahöfn sem þá var sjö ára og löngu eftir heimkomu til Ís- lands var hún að spyrja um þær mæðgur og senda þeim kveðjur. Ólöf var heillandi persónu- leiki, hún kallaði ekki allt ömmu sína en bjó yfir stóískri ró og hafði góðan húmor – og hún var lunkinn bridsspilari. Ég er þakklát fyrir allar okkar góðu stundir og ég veit að við erum margar bridskonurnar sem eig- um eftir að sakna hennar. Ég sendi aðstandendum Ólaf- ar kærar kveðjur, þau eru hepp- in að hafa átt svona góða konu að. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Þorvarðardóttir. Guðrún Ólöf Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Til ömmu Ólu: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þinn Símon Þór. Fátækleg orð um minn allra besta vin. Ég sakna þín sárar en kann ég að segja, þú varst sá vinur er aldrei mér brást. Draumarnir lifa, á meðan góðir menn deyja, dásemdar vinur, þú átt mína ást. Ég þakka fyrir vináttuna vinur, og vilja þinn, að gera öllum gott. Þú sagðir: Hvað sem á daga okkar dynur, þá brosum hvert til annars undur flott. Það er svo sárt að sjá þig kveðja og fara, og sorgir allra þeirra er unnu þér. Í hjörtum okkar hvílir eins og mara, Snorri Stefánsson ✝ Snorri Stef-ánsson fæddist 4. október 1958. Hann lést 15. júní 2014. Útför hans fór fram 6. ágúst 2014. að hjartans besti vin- urinn burtu horfinn er. Bros þitt bjart í húmi sé um nætur, birtist mér sem boðun dagsins nýs. Er niður sest, þá sækir svefninn sætur, ég sakna þín á ný, er dagur rís. Nú siglir þú um stjörnu- bjartar nætur, skipstjóri á þínum hjartans bát. Ég veit þú gefur okkur öllum gætur, með gæsku þinni sefar sáran grát. Þú lagðir augun aftur, elsku vinur blítt, allir komu þá englarnir yfir rúmið þitt. Buðu þér að koma og fljúga brott með þeim, í blíðan þrautalausan, stórkostlegan heim. Þinn vinur, Rúnar Hartmannsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.