Morgunblaðið - 22.10.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 22.10.2014, Síða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki athugasemdir foreldra þinna eða annarra í fjölskyldunni slá þig út af laginu. Margar hendur vinna létt verk og þannig tekst ykkur að koma málefninu í höfn. 20. apríl - 20. maí  Naut Að kjósa peninga eða hluti fram yfir fólk veit aldrei á gott. Gakktu sjálfur úr skugga um sannleiksgildið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er kominn tími fyrir samninga- viðræður og þú munt verða beðinn um að vera í forsvari. Gefðu þér góðan tíma til undirbúnings, það margborgar sig alltaf. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft á allri þinni þolinmæði að halda í samskiptum þínum við fjölskylduna í dag. Notaðu næsta árið til að koma lagi á heimilisaðstæður þínar. Bíttu þetta af þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samræður við vini munu gegna þýðingarmeira hlutverki en endranær í lífi þínu á næstu vikum. Reyndu að komast hjá því að taka mikilvægar ákvarðanir í dag og lofa vinum þínum einhverju. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þar sem þú ert á endalausum þeytingi fyrir vinnuna skaltu huga að þeim sem heima sitja. En það er mikil kúnst að sjá alltaf skemmtilegu hliðina á öllum málum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gætir komið auga á tækifæri til þess að vinna þér inn peninga á óvenjulegan hátt. Líttu á björtu hliðarnar og þá sérðu að margt er í góðu lagi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst kannski að verið sé að vinna gegn þér bak við tjöldin og hugsanlega er það rétt hjá þér. Ef þú einbeitir þér að við- tökunum eyðileggur það fyrir tjáningunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gefðu þér tíma til að stofna til nýrra kynna, sem og að rækta samböndin við gömlu félagana. En þetta verður gott, svo gleðstu bara. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þig klæjar í puttana að fá þjálfun á vissu sviði, en það hefur verið of dýrt hingað til. En um leið og þú ferð að dæma gjörðir annarra koma þær aftur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sýndu varfærni á öllum sviðum, ekki síst í peningamálunum, því það tekur oft skamma stund að gera afdrifarík mistök á því sviði. Notaðu innsæi þitt til að velja þá réttu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar og því er svo gaman að vera með þér. Nú þarftu að velta hverri krónu og skalt muna að dýrmætast er að gefa eitthvað af sjálfum sér. Víkverji er ekki hissa á örtröð-inni á hinu nýja kaffihúsi í Vesturbænum. Tilvalinn staður fyrir þá, sem eru búnir að malla nógu lengi í heita pottinum, til að halda áfram samræðum. Öll hverfi þurfa sinn „miðbæ“ og með til- komu þess mynda kaffihúsið, Melabúðin og Sundlaug Vest- urbæjar miðpunkt á Melunum. x x x Þekkt er þegar Joshua Bell, einnfremsti fiðluleikari heims, stillti sér upp með fiðlu sína á neðanjarðarlestarstöð í Wash- ingtonborg. Um eitt þúsund manns gengu fram hjá og virtu hann vart viðlits. Uppákoman var gerð að undirlagi dálkahöfundar dagblaðs- ins The Washington Post og var tekin upp. Aðeins sjö stoppuðu til að hlusta á hann og einn þekkti hann. 27 manns gáfu honum pen- ing, alls 32,17 dollara. Sá sem þekkti hann lét hann fá 20 dollara. x x x Þessi tilraun var endurtekin áTímatorgi í New York fyrr í mánuðinum þegar söngkonan Ery- kah Badu stillti sér þar upp og söng í rúmar 40 mínútur. Badu hefur fjórum sinnum fengið Grammy-verðlaun og selt milljónir platna á tuttugu ára ferli. Enginn þekkti hana og margir lögðu á sig krók til að komast fram hjá henni. Í hatt hennar söfnuðust 3,60 doll- arar. x x x Margir þeirra sem gengu framhjá Bell og Badu, jafnvel pirr- aðir á þessu áreiti á almannafæri, hefðu ugglaust verið tilbúnir að borga fúlgur fjár fyrir miða á tón- leika með þessum listamönnum. Víkverji veltir fyrir sér, þótt hann reyni að telja sér trú um annað, hvort hann hefði verið nokkuð skárri, hvort hann hefði ekki ein- faldlega arkað grunlaus áfram, rétt eins og hann mundi örugglega ekki virða mynd eftir Rembrandt viðlits rækist hann á hana á skran- sölu, en mundi staldra við fullur lotningar rækist hann á sömu mynd hangandi á vegg í virðulegu listasafni. víkverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúkasarguðspjall 1:68) Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Karlinn á Laugaveginum hafðiþær fréttir að færa að með kynbótum íslenska kúastofnsins væri stefnt að því að þær yrðu ró- bótavænar. Hann hallaði höfðinu of- boðlítið til vinstri og saug upp í nef- ið: „Vorar væntingar gular og grænar,“ sagði Guðríður. „alltaf net-rænar eftir markaðsins kvöð eins og kýr gangi í röð kynbættar, róbóta-vænar.“ Einar Jónsson fiskifræðingur skrifar: „Álftir og gæsir valda miklu tjóni“ var fyrirsögn í fréttamiðli um daginn og fjölmiðlar kepptust við að hafa viðtöl við bændur sem sáu kornuppskeru sína hverfa ofan í þennan varg. En fátt var til ráða því svanur er heilagur fugl og alfrið- aður á Íslandi; sumir segja vegna þess að hann sé svo fagur en slíkt er smekksatriði. Þó er óumdeilt að hann hefur háan sess í huga lands- manna og skáldin yrkja jafnvel um „svanasöng“ (á heiði) þó ámátlegra garg heyrist vart úr nokkrum barka. Kunningjar mínir voru að ræða þetta vandræðamál og þá kröfu sumra bænda að „skjóta bara helvítið“. Mér varð stirt um stef og svaraði með því að snúa út úr nær fjögurra alda gamalli vísu Þor- bjarnar Þórðarsonar járnsmiðs. Vambara þambara þeysingsæsir, því eru hér svo margar gæsir? Agara gagara yndisvænum, illt að hafa marga svani á bænum. Rétt er það, að fegurð fugla er smekksatriði. Stefán Þorláksson sagði mér að spurt hefði verið á prófi á Norðfirði „hver væri fugla fegurstur“. Og svarið var, – græn- höfði, auðvitað! „Ekki mín ríkisstjórn!“ sagði Ár- mann Þorgrímsson á Leirnum: Henni úr sæti velta vil veita syndagjöldin. Löngu er kominn tími til að taka aftur völdin Þetta gat karlinn á Laugaveg- inum ekki látið framhjá sér fara orðalaust: Loforðanna skekktist skjár – var skiljanlega ekki blár; varla getur verra fár en vinstri stjórn í fjögur ár. Málið horfir þannig við Davíð Hjálmari Haraldssyni: Enga vinstri óstjórn! Heyr! Aftur hrunið, DOdds og Geir! Borið hundrað holum meir Hanna Birna og Gísli Freyr! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Róbótavænar kýr, álftir og mín stjórn eða ekki Í klípu „VISSULEGA ÞARF MAÐUR AÐ EYÐA FÉ TIL ÞESS AÐ GRÆÐA FÉ. EN FYRST... ÞARFTU AÐ STELA FÉ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VEIT ÞÚ TRÚIR ÞVÍ EKKI, EN SUMIR STRAUJA BINDIÐ SITT ÁÐUR EN ÞEIR HNÝTA ÞAÐ Á SIG“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hlýtt faðmlag sem segir hve heitt þú saknaðir hans. MÉR FINNST ÞAÐ BETRA ÞEGAR VIÐ ERUM MEÐ MÚSAGANG HVAÐ GERUM VIÐ NÚ, HRÓLFUR? ÉG SEGI AÐ VIÐ REYNUM AÐ SYNGJA BARÁTTUSÖNG VÍKINGANNA...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.